Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2001, Blaðsíða 21
\
Árni Friðriksson við bryggju.
Léleg nýting á
rannsóknarskipinu
Árna Friðrikssyni
Fleiri
daga við
bryggju
en á sjó
Það vekur óneitanlega athygli hve lítið
úthald verður á nýja hafrannsóknarskip-
inu, Árna Friðrikssyni, á þessu ári. Sam-
kvæmt skipaáætlun Hafrannsóknarstofn-
unarinnar verður Árni aðeins 164 daga
við rannsóknir á sjó og því ljóst að skip-
ið verður bundið við bryggju meira en
helming ársins. Þetta hlýtur að teljast
afar léleg nýting á rannsóknarskipi sem
kostaði hátt í tvo milljarða króna og
miklar vonir voru bundnar við. Þá bætir
það ekki úr skák, að vegna ógæfta í janú-
ar og febrúar sem og óvenjulegrar út-
breiðslu loðnu þurfti að verja 15 sólar-
hringum umfram áætlun í loðnumæling-
ar. Þetta kann að kalla á breytingar á
Vlldngs
Lesandi Víkingsins hafði samband
við ritstjórn blaðsins og benti á hugs-
anlegan misskilning um 18 tíma vinnu-
skyldu sjómanna á sólarhring, sem
kemur fram í viðtali við Trausta Egils-
son, skipstjóra, sem birtisl í 1. tölu-
blaði 2001. Samkvæmt þessu er lág-
markshvíldartími sjómanna 6 tímar á
sólarhring. En hvað segja viðeigandi á-
kvæði kjarasamninga og laga um þetta
atriði?
1 kjarasamningum sjómanna gildir sú
meginregla í dagróðrum báta að lág-
markshvíld skal vera sex tímar á sólar-
hring. Séu bátar á útilegu eiga skip-
verjar minnst kosti átta tíma hvíld á
sólarhring til svefns og matar. Undan-
tekning frá þessari reglur gilda þegar
bátar eru á útilegu og veiða loðnu, síld
og humar, en þá er lágmarkshvíld sex
tímar á sólarhring. Varðandi togara er
vísað í 2. gr. laga um hvíldartíma há-
seta á íslenskum botnvörpuskipum, en
þar segir orðrétt:
„Þá er skíp er að veiðum með botn-
vörpu eða á siglingu milli innlendra
hafna ogfiskimiðanna, skaljafnan skipta
sólarhringnum ífjórar sex stunda vökur.
Skal eigi nema helmingur háseta skyldur
að vinna í einu, en hinn hclmmgurinn
eiga hvíld, og skal hver háseti hafa að
minnsta kosti 12 klukkustundir á sólar-
hring hverjum til hvlldar og matar.
Samningar milli sjómannafélaga og út-
gerðannanna um lengri vinnutíma en
Jyrir er mælt í lögum þessum skulu
ógildir vera. ”
Lesendur Víkings eru hvattir til þess
að senda linu til blaðsins um allt milli
himins og jarðar.
Póstfang: Sjómannablaðið Víkingur
Borgartúni 18
105 Reykjavík
Tölvufang: sgg@mmedia.is
skipaáætlun síðar á árinu að því er fram
kom í svari sjávarúlvegsráðherra á Al-
þingi við fyrirspurn um starfsemi Haf-
rannsóknarstofnuninar. Samkvæmt
heimildum blaðsins fékkst ekki fjárveit-
ing lil að gera rannsóknarskipið út í fleiri
daga en raun ber vitni.
Samkvæmt skipaáætluninni verður
lengsta samfellda úthald Árna Friðriks-
sonar 28 dagar. Það er stofnmæling botn-
fiska að haustlagi sem fer fram umhverfis
landið í október. □
m /1- £umm ■ ■■ Barkasuda Guðmundar ehf.
njrumir Vesturvör 27 • 200 Kópavogur Sími: 554 1661 • Fax: 554 4220
stálbarkar GSM: 896 4964 • 898 2773 Kt. 621297 2529
fyrir Éj|
Hitaveitur • Pústkerfi • Vatnslagnir
Olíulagnir • Frystikerfi • Loftlagnir Viðgerðir og smíði á þenslumúffum a % %
Fróðleiksmolar
Vissir þú
- að Boðorðin tíu innihalda 114 orð.
- að sjálfstæðisyfirlýsing
Bandaríkjanna inniheldur 310 orð.
- að reglur Evrópusambandsins um
útfluttning á andareggjum innihalda
11335 orð.
Sjómannablaðið Víkingur - 21