Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2001, Blaðsíða 51

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2001, Blaðsíða 51
Sxaxar Sigmundsson nafnfrœðingur og for- stöðumaður Örnefna- stofnunar íslands skrifar um nöfn á íslenskum skipum og bátum Svavar Sigmundsson Áberandi hvað nöfnin eru íslenskari nú en á skútuöldinni Hér verður fjallað um nöfn á íslensk- um skipurn og bátum. Ekki hefur verið skrifað sérstaklega um þesskonar nöfn hér á landi svo ég viti, en nokkuð hefur verið fjallað urn þessa tegund nafna er- lendis. Pað er ævafornt fyrirbæri að gefa skip- um eða bátum nöfn og er elsta dæmi þess frá því urn 2680 f. Krist í Egypta- landi. Tvö egypsk skip eru nefnd til sögu frá þvi fyrir Krist, sem hétu nöfnum fara- óa. Elstu skipanöfn sem vitað er um í heiminum vitna um að ýmsar tegundir nafna korna þar til álita. Þau voru ofl guðanöfn eða nöfn sem lengdust þjóð- arstolti, nöfn merkra manna og fyrirbæra eða fallegra og merkilegra dýra. Heilög dýr, svo sem kýr eða ljón, hafa t.d. verið notuð sem skipaheiti á ýmsum menning- arskeiðum i ýmsunt löndum. Nöfn skipa hafa verið mismunandi eftir þvi hvaða hlutverki skipin gegndu: herskip, versl- unarskip, skemmtiferðaskip, fiskiskip, dráttarbátar, ferjur og lystisnekkjur hafa að einhverju leyti mismunandi nafna- gerð, þar sem hver sá sem gaf skipi nafn hefur viljað tjá eitthvað sérslakt með nafninu. (Sibylla Haasum. 1994. Frán Ormen Lánge till kemikalietankern Flamcnco - kring svenska bátnamn - alla kategorier genorn alla tider. Övriga namn. NORNA- rapporter 56. Uppsala, 255 o.áfr.). í íslenskum heimildum fornum eru nokkur nöfn á skipum. Skv. Snorra Eddu var Naglfar skip jötna í Ragnarökum, þar var og Skíðblaðnir og Baldur átti skipið Hringhorna. I íslenskum fornsögum og öðrum heimildum miðalda eru skipanöfn lika nefnd, t.d. Elliði, m.a. í Landnáma- bók, Gamrnur i Njáls sögu, Stígandi i Vatnsdæla sögu og Trékyllir í Grettis sögu. Vísundur hét skip Þangbrands en heiðnir menn nefndu það Járnmeis eftir viðgerð. Úr konungasögum er skip Ólafs konungs Tryggvasonar Ormur inn langi vel þekkt. 1182 skírði Sverrir konungur skip sitt Maríusúðina. Olftrin (=Álftin), Skákin og Uxinn eru nefnd i Lárentsíus sögu biskups, Brandagenja, Gróbúzan og Rauðsíðan í Sturlunga sögu og í Annál- um er Maríubollinn, sem var skip bisk- upsstaðarins á Hólum, hvert eftir annað, og Þorlákssúðin, skip Skálholtsstaðar, einnig hvert sem skipið var. Fleiri skip í eigu dómkirknanna báru nöfn heilagra rnanna, Krislifórussúð, Pélursbollinn og Postulasúðin. Ekki er vitað hvort skip til forna höfðu nöfn yfirleitt en það hafa líklega aðallega verið stór herskip og verslunarskip en ekki er ólíklegt að þorra þeirra minni hafi ekki verið gefið nafn. Konungar gáfu oft nöfn skipum þegar þau voru full- smíðuð. Hákon konungur Hákonarson hélt ræðu við sjósetningu skips og gaf því nafnið Krosssúðin. Skip hafa senni- lega oft fengið nafn síðar eftir því hvern- ig þau voru notuð eða af ákveðnu atviki sem tengdist skipi. Hvers vegna hafa skip og bátar nöfn Spurning er hversvegna skip og bátar hafa nöfn. Til þess liggja ýmsar ástæður. Pær geta verið trúarlegar, hjátrú, til þess að koma sér í mjúkinn hjá einhverjum öfluin eða verum í náttúrunni, til að blíðka örlögin, eða ósk eða von um vel- gengni. Ástæður nafngjafar skipa geta líka ver- ið fjárhagslegar eða pólitískar, það geta verið tilfinningaástæður, nafn gefið lil þess að heiðra einhvern mann eða land, lil þess að afla vináttu eða til að efla samheldni manna um borð o.s.frv. Hafa nafngjafir skipa verið tengdar at- höfnum? í Grettis sögu er sagt frá því að Sigurður biskup í Noregi vígði knörr (kap. 38). Fyrr á tíð var notað vígt vatn, vatn úr heilögum lindum eða sjór, stund- um madeira og vín. Áður voru fórnir tengdar nafngjöfum, síðar bænir og blessanir. Nú er það kampavín og óskir um gæfu og velfarnað sem fylgja nafn- gjöfum, og oft er það kona sem gefur nafnið. Elsta skráða heimildin um bless- un við slíka athöfn er frá Englandi frá því um 1390. Líta má á það að hleypa Sjómannablaðið Víkingur - 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.