Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2001, Blaðsíða 64

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2001, Blaðsíða 64
barn, stökk með hann ofan að bátnum og lagði hann niður í skutinn, ýtti svo frá landi, settist undir árar og reri eins og óður væri. l’etta tiltæki Hrómundar kom svo skyndilega og öllum að óvörum að eng- inn gat verulega áttað sig á því fyrr en báturinn var kominn á flot. Enginn af öllurn þessum fílefldu mönnum hafði haft tækifæri til að hindra heljarmennið á minnsta hátt. En þegar báturinn var kominn frá landi var eins og allir vökn- uðu af draumi, ekki síst þegar þeir heyrðu að dr. Patrik kallaði á hjálp. - All- ir hlupu nú til bátanna sem voru góðan spöl inn með fjörunni og margir þeirra upp í naustum. En þegar þeir komu að fyrsta bátnum og voru í þann veginn að hrinda honum fram sáu þeir að Hró- mundur var að beygja fyrir nesið og leggja út í röstina. „Nú er of seint að elta þá,” sagði Don- ald Gaskell, og hann vissi hvað hann söng, karl sá; „þeir eru þegar komnir út í röstina,” sagði hann, „og það verður bani þeirra og ykkar allra ef þið reynið til að ná dr. Patrik úr höndum gamla mannsins því hann mun halda teknu taki í lengstu lög. - Bátunum hvolfir í öðru eins sjóröti ef þið gjörið nokkra slíka tilraun, og það er skárra, þó illt sé, að tveir farist heldur en tíu eða tólf. - En sá gamli heljarkarl mun ná til eyjarinnar því hann þekkir betur á sjóinn en við. - Hann er maður, drengir mínir, hann er maður. - Lofum honum því að ráða héð- an af.” Menn sáu að þetta var satt sem Donald sagði, að það var alveg þýðingarlaust að elta þá úr þessu í því skyni að reyna að ná dr. Patrik úr höndum Hrómundar. Sumir vildu að stærsti báturinn væri lát- inn fara í hámótt á eftir þeim, en aðrir töldu það úr af þeirri ástæðu að Hró- mundur mundi ekki fara eins varlega ef hann sæi bát koma á eftir sér. Menn hættu því alveg við að veita þeim eftirför. - En allir þeir sjónaukar sem til voru í Spry Bay voru voru rækilega notaðir þann dag. Og öllum þótti vænt um það að kona læknisins og bæði börnin hans voru ekki í þorpinu meðan á þessu stóð. En það er af dr. Patrik að segja að þeg- ar hann loks fékk risið upp í bátnum sá hann að hann var kominn svo langt frá landi að engin tiltök voru að hann gæti vaðið í land þó hann henti sér út úr bátnum - en hann kunni ekki til sunds. - Honum varð það fyrst fyrir að kalla á hjálp. Hann sá mennina á landi hlaupa til bátanna, og hafði um tíma von um að þeir gætu komið sér til hjálpar áður en Hrómundur kæmist fyrir nesið. En sú von brást. Hann grúfði sig þá niður í bát- inn, las bænir sínar og bjóst við dauðan- um á hverri stund - og bað heitt og lengi. Allt í einu tók hann eftir því að allmik- ið af sjó var komið inn í bátinn. Og hon- um fannst það mundi vera skylda sín að gera ofurlitla tilraun að bjarga lífinu með því að taka austur- trogið og fara að ausa. Hann sá að þeir voru þegar komnir yfir röstina og nokkuð út á sundið og að veðr- ið var heldur að lægja, en öldu- gangurinn var þó helst til of mikill fyrir svo lítinn bát. Og dr. Patrik tók til við að ausa og var stórvirkur og fann að honum óx kjarkur við það. - Við og við leit hann yfir á þóftuna þar sem heljar- mennið sat og reri upp á líf og dauða. Pað marraði í keip- unum, það hrikti og brakaði og brast í borðum og þóft- um, og árarnar svignuðu eins og þær væru þá og þegar í þann veg- inn að brotna. - Það voru alíslensk- ar járngreipar sem héldu um hlummana á árunum þeim. Og átökin voru ákafleg því maðurinn tók á öllum sínum ógnarkröftum og reri uppi- haldslaust. Hann kreisti saman varirnar og talaði ekki orð, en svitinn bogaði af enninu og rann í lækjum niður andlitið og ofan á bringuna. - Bátnum miðaði lít- ið við hvert áratog, en honum miðaði þó ögn. Nær og nær eyjunni komust þeir. Uppihaldslaust var róið, og uppihalds- laust var ausið. Að lokum komust þeir i hlé við eyjuna, og þá var stríðið á enda. Og þegar þeir lentu tók dr. Patrik eftir því að blóð hafði sprungið undan hverri nögl á fingrum Hrómundar. Þegar heim kom í kofann var farið að dimma, en konan var enn lifandi. Dr. Patrik tók nú til verka, og um morgun- inn var konan úr allri hættu. - Og nú voru þau orðin sjö börnin hans Hró- mundar. Þegar dagaði var komið gott veður, en um dagmál lenti bátur Hrómundar á ný í Spry Bay. Þá tóku menn eftir því að dr. Patrik var orðinn hvítur fyrir hærum al- veg eins og áttrætt gamalmenni (eða sú saga gengur að minnsta kosti þar austur við hafið), en gamli Hrómundur var al- veg eins og hann átti að sér; rólegur, þögull, kaldur og forneskjulegur; og það sáu menn að honum þótti verulega vænl um dr. Patrik og að dr. Patrik var búinn að fyrirgefa honum af öllu hjarta. En það var hann Donald Gaskell sem gjörði þá uppástungu að þorpsbúar tækju sig til og byggðu Hrómundi gott bjálkahús þar í þorpinu og keyptu handa honum nokkrar ekrur af landi svo annað eins tilfelli kæmi ekki fyrir aftur; og sýndi hann fram á að eyjan væri alveg ó- hæfur bústaður fyrir hvítan mann með konu og ungbörn. Menn gjörðu góðan róm að tillögu hans. Og fáum vikum síð- ar var Hrómundur og fjölskylda hans komin alflutt til Spry Bay. Og þar dó Hrómundur fyrir örfáum árum síðan. - Börn hans náðu góðri menntun, og ein dóttir hans giftist elsta syni dr. Patriks. Og það var hann Donald - sá heljarjöt- unn, hann Donald Gaskell - það var hann sem sagði það oft og mörgum sinn- um að einsdæmi mundi það vera að einn aldraður og næstum mállaus útlendingur hefði gripip fullvaxinn karhnann úr höndunum á stórri sveit háskoskra og írskra manna á besta skeiði og hlaupið burt með hann nauðugan um hábjartan daginn. „En það var maður sem gjörði það, drengir mínir,” sagði Donald, „það var maður!” J(óhann) Magnús Bjarnason (1866-1945) var fæddur í Meðalnesi í Fellum í Norður-Múlasýslu. Fluttist til Kanada 1875. Kennari og rithöfundur í Manitoba lengst af. Meðal skáldsagna hans eru Ei- ríkur Hansson og Brasilíufararnir . Q Veðursíminn *|gr VEBURSTOFA 902 0600 W íslahds símatorg í 2. verðflokki, 16,60 kr. á mínútu (m. vsk) Veður á sjó Nýjustu veðurathuganir: Veljið 6 Sjóveðurspá: Veljið 2 Veðursíminn er gerður fyrir tónval. Þeir sjómenn, sem eru með gamla NMT-síma og geta ekki notað tónval, geta nálgast sjóveðurspá með því að hringja beint í 902 0602 Veður á landi Veðurhorfur næsta sólarhring og nýjustu veðurathuganir fyrir einstök spásvæði: Veljið 8 og síðan tölu svæðisins. Til að velja annað spásvæði: Veljið * og tölu nýja svæðisins. Veðurupplýsingar í GSM síma Sjá nánar á vefsíðu Veðurstofunnar, WWW.Vedur.ÍS , ^ t Ha*6u1»rd / , Jjjíj I Nbró-iit»>4 j jL+iM\*r<á •>w . ; •• -i. | V) (.Mlífo), • 3» 21 22 . ™Ö.1. aafjitin-d 64 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.