Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2001, Blaðsíða 24
Magnús Þór Hafsteinsson fréttamaður er menntaður fiskifrceð-
ingur sem hefur fylgst gjörla með sjávarútvegsmálum hérlendis
og erlendis í mörg ár. í viðtali við Sjómannablaðið Víking rœðir
Magnús af hreinskilni um ýmislegt sem miður fer í íslenska
fiskveiðistjórnunarkerfinu og harkaleg viðbrögð LÍÚ við bein-
skeyttum fréttaflutningi
fréttamaður hjá stofnuninni. Sjó-
mannablaðið Víkingur rœddi við
Magnús Þór Hafsteinsson um starf-
ið, brottkast afla, kvótarkerfið og
fleira sem hátt ber í umrœðunni
hér á landi. Hann hefur ákveðnar
skoðanir og er óhræddur við að
láta þœr í Ijós.
- Hvernig gengur að samrœma vinnuna
fyrir Fiskaren og Ríkisútvarpið?
„Petta fer rnjög vel saman. Ég er í þess-
um sjávarútvegsmálum og þegar ég fer til
dæmis út á sjó fyrir Fiskaren munar mig
engu að landa einni sjónvarpsfrétt 1 leið-
inni. Sömuleiðis get ég farið suður í
Sandgerði og komið þaðan með eina
sjónvarpsfrétt, útvarpsviðtöl og heilslðu-
grein í Fiskaren. Mín menntun og áhugi
minn á sjávarútvegsmálum hjálpa mér
mikið í starfinu. Ég hef haft mikinn á-
huga á sjávarútvegsmálum síðan ég var
stráklingur. Ég fór í fiskifræði og ætlaði
að starfa sem fiskifræðingur en fyrir hálf-
gerða tilviljun fór ég að vinna við fjöl-
miðlun og fékk þá bakteríu í blóðið. Það
er miklu skemmtilegra að vinna við þetta
en einhverjar rannsóknir því í þessu
starfi er enginn dagur eins. Maður er
alltaf að vinna að nýjum málum og
kynnast nýju fólki. Ég ferðast mikið og
þetta er mjög lifandi og skemmtilegt
starf.”
- Nú hlýtur þú sem fréttamaður sem
fjallar um sjávarútvegsmál að hafa með
einum eða öðrum hœtti verið dreginn inn í
þær deilur sem hér eru uppi um núverandi
fiskveiðistjómunarkerfi ?
„Flér á íslandi eru sjávarútvegsmál
mjög umdeild og ég get fullyrt að hvergi
á Norðurlöndum eru uppi jafnmiklar
deilur um sjávarútvegsmál og hér þar
Allir þeir sem fylgjast með fréttum
af sjávarútvegsmálum sperra eyrun
þegar Magnús Þór Hafsteinsson
flytur fréttir og viðtöl í sjónvarpi
og útvarpi ríkisins. Hann hefur yf-
irgripsmikla þekkingu á flestu því
sem viðkemur sjávarútvegi, er eink-
ar fundvís á áhugavert efni og á
auðvelt með að koma því á fram-
fœri á skýran og greinargóðan
hátt. Hann er menntaður fiskifrœð-
ingur með meiru en að aðalstarfi
er Magnús blaðamaður hjá
Fiskaren og sér um að afla blaðinu
efnis frá íslandi, Grœnlandi, Fcer-
eyjum og Bretlandseyjum. Starfið
fyrir Ríkisútvarpið er aukavinna,
enda er hann ekki fastráðinn
Magnús Þór Hafsteinsson erfæddur Akranesi árið 1964. Hann er búfrœðingur frá Bœndaskól-
anum á Hólum 1986 með fiskeldi sem sérgrein. Hann tók lokapróf eftir þriggja ára nám ifisk-
eldís- og rekstrarfrœðum frá Héraðsháskóla Sogn og Firðafylkis í Noregi 1989. Cand. mag.
gráða í náttúrufræði frá Héraðsháskóla Sogn og Firðafylkis 1991. Meistarapróf í fiskifræði frá
Háskólanum i Björgvin í Noregi 1994. Vann við kennslu og rannsóknarstörf við Sjávarútvegshá-
skóla Noregs í Tromsö 1994-1997. Magnús vann við fiskirannsóknir og oft með leiðandi vís-
indamönnum á því sviði bœði í Noregi og á íslandi. Hann hefur tekið þátl í rannsóknarleiðangr-
um um gervallt Norðaustur-Atlantshaf. Magnús hefur verið fréttamaður fyrir RUV síðan 1996
og blaðamaður við Fiskarenfrá 1997.
24 - Sjómannablaðið Víkingur