Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2001, Blaðsíða 58

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2001, Blaðsíða 58
Albatross (erl. fugl af fýlingaætt), Assa, Bifur, Bliki, Dreki, Dúfa, (Eldeyjar-Súla), Flóin, Geirfugl, Graddi, Hafbliki, Haf- súla, Hafsvala(n), Haförn, Hamrasvanur, Hlýri, Hvalur, Höfrungur, Kópur, Kría(n), Lax(inn), Lómur, Lævirki, Máv- ur, Minkur, Múkki, Otur, Síldin, Skarfur, Skeljungur (= hnúfubakur), Skúmur, Sléttbakur, Snæfugl, Sundhani, Súlan, Svala, Sæljón, Sæstjarnan, Tjaldur, Urta, Pröstur, Örn. Um helmingur af þessum heitum er fuglaheiti. Eitt þeirrra er sérstaklega al- gengt, Haförn, sem 6 skip bera. Dýraheiti eru h'ka 6. stærsti flokkur bátanafna (47). Þessi íslensku bátanöfn heita eftir dýrum: Assa, Bjargfugl(inn), Bjór, Bliki, Brim- ill, Drúði (= sæsvala), Fákur, Fálki, Gammur, Haförn, Háhyrningur, Hlýri, Höfrungur, ísbjörninn, Kópur, Kórall, Krabbi, Kría(n), Krummi, Kúði, Lax(inn), Ljónið, Lóa, Lundi, Mávur, Mjaldur, Orri, Otur, Rita(n), Rostungur, Selur, Síldin, Síli, Skarfur, Skegla, Skúm- ur, Smyrill, Spói, Svanur(inn), Teista, Tjaldur, Uxi, Valur, Veiðibjalla, Þerna, Þröstur, Örn(inn). Hér er eftirtektarvert að nafnið Svanur bera 12 bátar, Kópur 8 bátar og Bliki 7. Sum þessara nafna eru einnig manna- nöfn, Orri, Svanur, Valur, Þröstur og Örn. Eitt nafnið getur verið gælunafn á manni, Krummi, fyrir Hrafn. Meira en helmingur dýranafnanna er nafn á fuglum. “Gerviörnefni” 7. stærsti flokkur skipanafna er svokölluð gerviörnefni. Þau skipanöfn eru 23 talsins. Sum þeirra geta verið raunveruleg örnefni þó að ég hafi ekki fundið þau, því að þau nöfn geta leynst víða. Þessi skipanöfn eru: Akraborg (samsett úr Akranes og Borg- arnes), Bergey, Eldhamar (Eldhamrar er til sem örnefni), Faxaberg, Fiskanes, Fjörunes, Hafborg, Hafey, Hafnartindur, Haftindur, Hólmadrangur (samsett úr Hólmavík og Drangsnes), Kambavík, Ljósafell, Múlaberg, Skýjaborg, Smáey (Smáeyjar eru til), Snætindur, Stálvík, Sunnuberg, Svalbakur, Vestmannaey (Vestmannaeyjar eru til), Víkurberg, Vík- urnes (samsett úr Hólmavík og Drangs- nes). Gerviörnefnin eru líka 7. stærsti flokk- ur bátanafnanna. Þau eru 21 talsins. Þau geta verið samsetl úr tveim örnefnum en virðast ekki til öðruvísi en sem bátanöfn. Þau eru þessi: Arnarborg, Blikanes, Eyfell, Fiskavík, Fuglanes, Gimburey Gulley, Gulltindur, Hafberg, Hafborg, Hafey, ísborg, Lárberg, Máney, Sigurvík, Silfurnes, Snæberg, Sól- artindur, Steiney, Sunnufell, Særif. Ymis þessi nöfn geta verið lil eins og áður sagði en hafa ekki fundist. íbúanöfn 8. stærsti flokkur skipanafnanna og jafnframt sá annar minnsti er íbúanöfn. Þar eru aðeins 10 skipanöfn, en þar af er eitt sem einnig getur verið hestsnafn, Brettingur. Nöfnin eru þessi: Arnfirðingur, Brettingur, Dýrfirðingur, Grindvíkingur, Grundfirðingur, Grunn- víkingur, Keflvíkingur, Sandvíkingur, Siglfirðingur og Skagfirðingur. Eins og áður sagði er oft um að ræða þegar skipið er kennt við staðinn að það er ættað þaðan með einhverju móti, ann- aðhvort lagið eða skipið sjálft. íbúanöfn eru 9. flokkur bátanafna, en aðeins 7 nöfn eru í þeim flokki: Breiðfirðingur, Fúfvíkingur, Grunnvík- ingur, Hólmarinn, Sandvíkingur, Skag- firðingur og Vestfirðingur. Þessi flokkur er minni en búast mætti við um báta, en tiltölulega fleiri skipanöfn eru af þessu tagi. Fyrr á tíð hygg ég að þessi gerð bátanafna hafi verið algengari. Samheiti við skip 9. stærsti flokkur skipanafna eða sá minnsti er heiti á skipum, þ.e. samheiti við orðið skip, skv. Snorra-Eddu. Þau eru þessi: Dreki, Elliði, Knörrinn, Nökkvi, Skúta og Örkin. (ísl.s.útg., 330). Svipaður flokkur bátanafna er til sem ég hef kallað hafsheiti, þar sem eru orð um öldu, sjó, sækonung o.þ.h. og er sá flokkur næstminnstur eða 8. að stærð bátanafna. Þau eru 12 og eru einnig flest mannanöfn: Alda, Bára, Bylgja, Dröfn (Elva Dröfn), Gára, Hrönn, Kvika, Röst (einnig samsett nöfn með -röst: Dalaröst, Eyrarröst, Tindaröst), Unnur; Atli, Boði, Sær. Nöfnin að langmestu leyti íslensk Þegar á allt er litið eru nöfn á íslensk- um skipum að langmestu leyti íslensk. Svo hefur reyndar verið lengst af íslands- sögunnar. A 16. öld báru konungsbátar í Vestmannaeyjum íslensk nöfn, líklega þeir fyrstu af því tagi. (Sigfús Johnsen, Saga Vestmannaeyja 11,84 o.áfr.) Þó voru skipin á 19. öld mörg hver með erlend- um nöfnum. Bjarni Sívertsen lét smíða fyrsta þilskipið á íslandi í Hafnarfirði 1803 og hét það Havnefjords Proven. (Einar Laxness, íslandssaga 111,28 (1995). Alfræði Vöku-Helgafells.) Hann átli líka skipið De tvende Sostre 1809. Skip Magnúsar Stephensens hét Providentia. (Saga íslendinga VII, 302). Á skútuöldinni var algengt að skútur keyptar erlendis frá héldu erlendum nöfnum sínum. Fyrsta eimskipið í eigu íslendinga hét Ásgeir litli. Frá þvi að tog- araöld gekk í garð hefur sú tegund skipa yfirleitt borið íslensk nöfn. Heimir Þor- leifsson sagnfræðingur segir í riti sínu um sögu íslenskrar togaraútgerðar fram til 1917, að íslenskir togaraeigendur hafi sýnt þjóðrækni sína glöggt í nafnavali skipanna. Einkum hafi þjóðarsagan og norræn goðafræði verið þeim hugleikin. Tíu togaranöfn voru tekin úr sögunni, frá Garðari landnema til Jóns forseta, og sjö úr goðafræði, Baldur, Bragi, Freyr, Njörður, Rán, Ýmir og Þór. Siðan voru nöfn eins og íslendingur, Jarlinn (hét áður Earl Monmouth), Valur og Víðir, 3 hétu mánaðaheitum, Mars, Apríl og Maí. Aðeins 5 togarar báru útlend nöfn, eins og Coot og Seagull. Erlend útgerð, Vídalínsútgerðin, sem gerði út 6 togara frá Akranesi, lét öll skip sín bera nöfn með -nes, en ekkert fyrstu íslensku félag- anna hafði þann hátt á með togarana. (97-98). Ýmislegt hefur breyst í norrænum skipanöfnum frá miðöldum til nútíma en annað er líkt. Skip voru þá stundum kennd við gefendur, t.d. Sveinsnautr, skip sem Sveinn konungur á Englandi gaf. Skip gat verið kennt við eiganda eða skipasmiðinn eins og síðar, Benedikts- bátrinn, Alfsbúzan. Nöfnin Langhúfr og Skipsstúfr, Járnbarði ogjárnmeis, Rauð- síðan, Stakanhöfði, Stígandi, Trékyllir vísa til lags skipanna. Dýranöfn komu þá líka fyrir: Gammur, Stangarfoli, Uxi, Vís- undr. Ekki voru venjuleg mannanöfn eða staðanöfn nöfn á skipum til forna nema sem undantekning. Grænlenska skipið Vinagautr gæti bent lil Óðins, þar sem Gautur var eitt af heitum hans. í annál- um er nefndur Sankti Pétur og Þorlákr sem skipanöfn. Eitt skipsnafn var íbúa- nafn, íslendingr. Staðarnöfn voru fátíð sem nöfn á skipum, þó t.d. Snækollr (í Sturlungu). (Finn Hodnebo. Skipsnavn. Kulturhistorisk leksikon for nordisk middelalder XV (1970), 560-562; íslend- inga sögur. Nafnaskrá og Annálar og nafnaskrá. íslendingasagnaútgáfan.) Til er yfirlit yfir ensk skip frá 1280- 1380 og þar er flokkunin þessi til saman- burðar: 1) Dýrlinganöfn o.þ.h.: Beata Maria. 2) Önnur trúarleg nöfn, helgisiðir og hátíð- ir: Abbol, Christmas. 3) Kvennanöfn: Alice. 4) Karlanöfn: Andrew. 5) Eftirnöfn (ættarnöfn) manna: Baxter. 6) Skipsteg- und: Langbord. 7) “Góða ferð”, óska- nöfn: Farewell. 8) Dýr: Haddock. 9) Ör- nefni: Langeton. 10) Önnur nöfn, auknefni: Blithe; Frere. (Bertil Sandahl. 1994. Engelska och nederlándska fartygsnamn frán tiden 1280-1380. Övriga namn. NORNA- rapporter 56. Uppsala, 269 o.áfr.) Samanburður við dönsk skipanöfn Samanburður hefur verið gerður við dönsk skipanöfn frá 16. öld, þar sem líka er flokkað í 10 flokka: 1) Biblíunöfn og trúarleg nöfn. Þar eru m.a. Engelen, Arca Noe, Sancte 58 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.