Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2001, Side 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2001, Side 15
Frumvarp Guðjóns A. Kristjánssonar á Alþingi íslenskir sjómenn fái rétt til fiskveioa á eigin bát Guðjón A. Kristjánsson lagði á Alþingi fram frumvarp til laga um rétt íslenskra ríkisborgara til fiskveiða á eigin bát rninni en 30 brl. Rétturinn verður ekki framseljanlegur. Samkvæml frumvarpinu má íslenskur ríkisborgari stunda fisk- veiðar í atvinnuskyni á eigin skipi að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum: Hann skal hafa atvinnuréttindi sem skipstjóri á fiskiskipi og hafa stundað fiskveiðar sem aðalstarf í að minnsta kosti fimm ár eftir 15 ára aldur. Námstími við réttindanám i sjómannaskólum jafngildir starfi. Skipið skal hafa fullgilt haffærisvottorð og al- mennt veiðileyfi útgefið af Fiskistofu. Á hverju fiskveiðiári á sami maðaur rétt til 30 sóknardaga einu sinni á sama fiskiskipi. Þótt skipið sé selt skapast ekki nýr veiðiréttur á sama fiskveiðiári. Sókn- ardagar teljast í klukkustundum, samtals 720 klst. Stunda má þessar veiðar á tíma- bilinu 15. mars. til 15. nóvember ár Guðjón A. Kristjdnsson. hvert með tveimur sjálfvirkum handfæra- vindum. Allir sem haldið hafa úti eigin fari til fiskveiða eftir almennu 30 sóknardaga veiðileyfi með handfærum í þrjú ár og nýtt 2/3 daganna, samtals 480 klst, ár hvert og hafa haft meira en 70% tekna sinna af sjómennsku, þar með taldar líf- eyristekjur sjómanna, eiga eftir það rétt til að stunda handfæraveiðar í 50 daga. Við annan mann ráðinn heimilast þrjár sjálfvirkar handfæravindur alls. Þeir sem hafa verið í dagakerfi eða gert út bát undir 30 brl. sl. tvö ár eiga rétt í 70 veiðidaga strax með þremur sjálfvirkum handfæravindum eða fjórum á tvo menn eða fimm á þrjá menn. Sama rétt eiga sjómenn með 25 ára starfsreynslu af sjó- mennsku að uppfylltum skilyrðum laga um atvinnuréttindi til skipstjórnar. Lögin á sjómenn Gerðardómur ákveði um kjaramál fiskimanna 1 lögunum sem sett voru á sjómenn segir í 2. grein að hafi ekki samist i deilu FFSÍ og SSÍ og LÍÚ fyrir 1. júní skuli Hæstiréttur tilefna þrjá ntenn í gerðardóm. Skal gerðardómurinn á- kveða eftirfarandi um kjaramál fiski- manna í þeim samtökum: a. atriði er tengjast markmiðum varð- andi verð til viðmiðunar í hluta- skiptum á þorski, ýsu og karfa í beinum viðskiptum skyldra aðila, b. atriði er varða þau áhrif sem breyt- ing á fjölda í áhöfn hefur á skipta- kjör, c. atriði er varða kauptryggingu og launaliði, d. atriði er varða slysatryggingu, e. atriði er varða afmörkun á helgarfríi fiskimanna á netaveiðum, f. atriði er varða mótframlag útvegs- manna vegna viðbótarlífeyrissparnað- ar fiskimanna og g. önnur atriði sem nauðsynlegt er að taka á varðandi kjaramál. Hæstiréttur kveður á um hver hinna þriggja gerðardómsmanna skuli vera formaður dómsins og kallar hann dóminn sarnan. Gerðardómurinn setur sér starfsreglur, aflar nauðsynlegra gagna og getur krafist skýrslna, munn- legra og skriflegra, af þeim aðilum sem gerðardómurinn telur nauðsynlegt. Aðilar samkvæmt 1. gr. (þ.e. deiluaðil- ar) skulu eiga rétt á að gera gerðar- dóminum grein fyrir sjónarmiðum sín- uin. Skal gerðardómurinn ætla þeirn hæfilegan frest í því skyni. Sjómannablaðið Víkingur - 15

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.