Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2007, Síða 3

Náttúrufræðingurinn - 2007, Síða 3
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags VATNIÐ OG BYGGÐIN Vatn, til hvers? Við viljum vatn, við þörfnumst vatns og við erum vatn að miklu leyti. Hvort heldur er um að ræða flóðhesta eða menn er ásóknin í vatn mikil. Við sækjum í vatn til leiks, yndisauka, fróðleiks, heilsubótar og margs annars. Ná- býli við vatn er mikill munaður og aðgangur að hreinu vatni felur í sér lífsgæði sem stór hluti mannkyns fer á mis við. Myndun þéttbýlis leiðir til þess að vötn og ár verða oft óaðgengileg og því framandi í hug- um þéttbýlisbúa. Vatnið er hreint þegar það er leitt til þéttbýlis en óhreint þegar það rennur frá því. í daglegu amstri veltum við því lítið fyrir okkur hversu heilnæmt vatnið kunni að vera þegar það kemur til okkar og enn síður hversu heil- næmt það sé þegar það fer frá okkur. Fyrir öllu þessu er séð og við þurfum engar áhyggjur að hafa. Við treystum því að uppruni vatns- ins og pípurnar sem leiða það til okkar séu þeirrar gerðar að þar séu ekki skaðleg efni sem geti síðar á lífsleiðinni leitt til heilsubrests. Við erum lánsöm; á íslandi er vatnið hreint og það er talið heilnæmt. Margir telja það einn af stærstu kostum þess að búa hér á landi. ís- land er strjálbýlt land og þar með hefur byggð fram að þessu tiltölu- lega lítið þrengt að þeirri auðlind sem vatnið er. Á suðvesturhorni landsins er farið að bera á hlið- stæðri þróun og margar fjölmenn- ari þjóðir heims hafa þurft að horfast í augu við samfara aukinni borgarmenningu. Náttúran verður að víkja og þar með vatnið. Reynd- ar má segja að hvað þetta varðar hafi Reykvíkingar snemma tekið til hendinni. Snemma á síðustu öld var Lækurinn beislaður og lokaður niður í ræsi; sömu örlög biðu Rauð- arár sem nú rennur undir Hlemm- torgi og þaðan til sjávar. Á höfuðborgarsvæðinu hefur ásókn í land undir byggð aukist gíf- urlega á síðustu áratugum. Byggðaþróun í þéttbýli hér á landi einkennist af mikilli landnotkun. Núorðið er stór hluti margra vatna- sviða, stöðuvatna og vatnsfalla á suðvesturhorni landsins byggður. Það þarf ekki að fjölyrða um áhrif þess að malbika mikinn hluta vatnasviða, leggja þau undir golf- velli eða byggingar. Vatnasviðum má líkja við líffæri. Á vatnasviðun- um binst orka og hlaðast upp nær- ingarefni sem nýtast lífverum neð- ar á vatnasviðunum. Vatnasviðin tempra rennsli vatna og draga úr hitasveiflum. Þannig má ljóst vera að mikil röskun á vatnasviðum leiðir af sér röskun á stöðuvötnum og vatnsföllum. í lok marsmánaðar 2007 var hald- in ráðstefna um vötn og vatnasvið á höfuðborgarsvæðinu, ástand þeirra og horfur. Þar leiddu saman hesta sína margir af helstu sérfræð- ingum landsins um skipulagsmál og náttúrufar á vatnasviðum á höfuðborgarsvæðinu, sem nær úr Hvalfirði og suður á Vatnsleysu- strönd. Á ráðstefnunni var gerð grein fyrir reynslu nágrannaþjóða okkar af áhrifum borgarmyndunar á vötn og vatnasvið. Markmið ráð- stefnunnar var að vekja athygli á áhrifum þéttbýlismyndunar á vötn og vatnasvið og nauðsyn þess að við skipulag hverskyns mannvirkja sé tekið tillit til þeirrar auðlindar sem vatn er strax í upphafi skipu- lagsferla. Helstu niðurstöður ráð- stefnunnar voru: Að hvergi verði hnikað frá þeirri vernd sem lýtur að neysluvatni á höfuðborgarsvæðinu og að sporn- að verði gegn hverskyns sókn í það land sem vatnsverndin nær yfir. Að líffræðilegum fjölbreytileika vatna sé viðhaldið og vistgæði þeirra vatna sem raskað hefur verið verði aukin og komið í veg fyrir að vatnavistkerfum á höfuðborgar- svæðunum hnigni vegna aukinnar byggðar. Að sveitarfélögin hefji samvinnu um samræmda vöktun á vistkerf- um vatna og vatnasviða á höfuð- borgarsvæðinu. Helstu niðurstöður ráðstefnunnar voru: Að hvergi verði hnikað frá þeirri vernd sem lýtur að neysluvatni á höfuðborgarsvæðinu og að sporn- að verði gegn hverskyns sókn í það land sem vatnsverndin nær yfir. Að líffræðilegum fjölbreytileika vatna sé viðhaldið og vistgæði þeirra vatna sem raskað hefur ver- ið verði aukin og komið í veg fyrir að vatnavistkerfum á höfuðborgar- svæðunum hnigni vegna aukinnar byggðar. Að sveitarfélögin hefji samvinnu um samræmda vöktun á vistkerf- um vatna og vatnasviða á höfuð- borgarsvæðinu. Jón S. Ólafsson líffræðingur 71

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.