Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2007, Page 6

Náttúrufræðingurinn - 2007, Page 6
Náttúrufræðingurinn Arnardalur er grösugur og markast af tveimur lágum hryggjum, Dyngjuhálsi að austan og Amardals- fjöllum að vestan. Jarðvegur er send- inn og ber gróðurfarið keim af því. Gögn Gróðurkort og gögn úr vistgerða- rannsóknum 1999 og 2000 voru fengin frá Náttúrufræðistofnun ís- lands og voru nýtt í rannsókninni en ekki safnað sérstaklega með hana í huga. Sumarið 2004 var aflað nýrra gagna um vistgerðir vegna rannsóknarinnar og er gerð grein fyrir þeim síðar. Gróður- og landgreining af rann- sóknarsvæðinu var fyrst unnin árin 1968-1969 af Rannsóknastofnun landbúnaðarins.27 Hún var endur- skoðuð af Náttúrufræðistofnun ís- lands 1999 og 2000 og þá unnin í mælikvarðanum 1:25.000.26 Endur- skoðuðu kortin voru notuð til að staðsetja mælisnið (200 x 2 m) fyrir vistgerðarannsóknir. Vistgerða- flokkunin byggist á þekju og teg- undasamsetningu gróðurs á þess- um sniðum, þ.e. þekju háplantna, tveggja tegunda mosa, lágplöntu- skánar og breiskjufléttna. Gróður- gögnin voru flokkuð með TWIN- SPAN-aðferð28 sem er stigskipt og skiptir gróðurfarsgögnum í flokka út frá breytingum á tegundasam- setningu (Sigurður H. Magnússon o.fl., óbirt gögn). Helsta gagnrýni á þessa aðferð er að stigskipting finn- ist varla við náttúrlegar aðstæður og að sitt hvorum megin við hverja skiptingu séu mjög gróðurfarslega lík gögn sem gætu alveg eins flokk- ast saman.10-28 Einnig var unnið úr gróðurgögnunum með hnitunar- greiningu til að greina breytileika í gróðurfari og umhverfisþáttum innan og milli svæða.24 Lýsingar á aðferðum við mælingar og flokkun sniða í vistgerðir eru í skýrslum Náttúrufræðistofnunar.24-26 Alls voru 73 mælisnið í 15 vist- gerðum úr fyrri rannsóknum notuð við flokkunina, 60 á Vesturöræfum og Brúardölum og 13 í Arnardal. Af þessum vistgerðum eru fjórar nær eingöngu bundnar við Arnardal. í 1. töflu er sýnt yfirlit yfir þær vist- gerðir sem flokkaðar voru á svæð- inu, fjölda sniða í hverri vistgerð ásamt nokkrum gróðurþáttum sem mældir voru á vettvangi og líklegt er að hafi áhrif á endurvarp. Á vistgerðakorti af Vesturöræfum og Brúardölum komu alls fyrir 22 land- og vistgerðir eftir vörpun gróðurfélaga í vistgerðir (hér eftir kallað gróðurfélagakort). Ekki var hægt að fá fram allar vistgerðir TWINSPAN-flokkunarinnar með þessari aðferð þar sem í gróður- lykli25 er t.d. ekki gerður greinar- munur á melum eftir tegundasam- setningu. Því er aðeins einn flokkur melavista á gróðurfélagakorti af svæðinu. Þá var ekki hægt að að- greina giljamóavist og lyngmóavist og eru þær því saman í flokknum gilja- og lyngmóavist. Á gróðurfé- lagakortinu eru einnig landgerðir sem ekki var reynt að flokka niður með fjarkönnunaraðferðinni, svo sem skriður og klettar og vikravist, og einnig nokkrar vistgerðir með rnjög litla útbreiðslu sem engin mælisnið voru í. Fj arkönnunargögn SPOT5-myndin sem notuð var til flokkunar er frá 9. september 2002, en hún var hnitsett og upprétt af Spotimage. Við uppréttinguna var notað stafrænt landhæðarlíkan frá bandaríska hernum með 90 m möskvastærð og 20 m hæðarná- kvæmni (í 90% tilvika), en ekki var notast við stýripunkta (e. ground control points) eins og síðar var gert, svo sem fram kemur hjá Ingvari Matthíassyni og Kolbeini Árnasyni.23 Könnun Landmælinga Islands á staðsetningarnákvæmni myndarinnar sýnir að minnsta frávik er 0,0 m, mesta frávik er 23 m og miðgildi 10 m.23 í SPOT5- Vistgerð/landgerð - Habitat type Heildarþekja gróðurs - Vegetation cover (%) Gróska (þekja háplantna x hæð gróðurs) - Cover of vascular plants x vegetation height Þekja lágplöntuskánar — - Cover of cryptogamic crust (%) Þekja mosa - Moss cover Fjöldi sniða til flokkunar - Training data (N) Fjöldi sniða til sannprófunar - Test data (N) Grasmelavist 9,6 66,2 0,6 2,8 3 2 Eyðimelavist 6,4 10,6 2,3 1,8 9 7 Víöimelavist 26,4 26,7 14 6,9 10 21 Melhólar 10 78,7 <0,1 <0,1 3 Melagambravist 76,7 63,9 30 38,9 1 Hélumosavist 63,3 70,1 26,8 27,4 7 10 Víðimóavist 89,5 777 18,1 23,6 3 4 Lyngmóavist 74,7 153,8 26,2 28 8 30 Giljamóavist 94,2 455,6 8,3 46,7 9 6 Starmóavist 92,6 284,6 9,6 53,5 5 12 Rekjuvist 90,9 140,8 18,4 60,1 1 Rekjumóavist 96,9 483,9 4,9 67,4 8 21 Lágstaraflóavist 96,7 381,6 0,8 82,2 4 15 Sandmýravist 72,8 313,5 1,1 58,3 1 Hástaraflóavist 96,7 1599,7 0 80,9 1 2 I. tafla. Megineinkenni vistgerða í gróðurþekju og grósku, samkvæmt mæiingum Náttúmfræðistofnunar íslands á vistgerðum, og fjötdi sniða sem notuð voru til fokkunar og til að sannprófa flokkun á rannsóknarsvæðinu. - Main characteristics of habitat types in vegetation cover and quantity and number of traíning and test data in the study area. 74

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.