Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2007, Síða 9

Náttúrufræðingurinn - 2007, Síða 9
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags un var notuð til að útbúa 50 metra áhrifasvæði (e. buffer) út frá ám og lækjum. Einnig var stuðst við gróð- urkort frá Náttúrufræðistofnun Is- lands í mælikvarðanum 1:25.000.26 Utbúin voru líkön með skilyrðum sem giltu fyrir einstakar vistgerðir í því skyni að bæta flokkunina. Dæmi um það er notkun hæðarlík- ans til að finna og endurskoða vot- lendisvistir sem komu fram í yfir 4° halla, sem er mesti halli sem vot- lendisvistir mældust í samkvæmt vistgerðarannsóknum Náttúru- fræðistofnunar íslands (Sigurður H. Magnússon o.fl., óbirt gögn). Við ákvörðun nýrrar vistgerðar var stuðst við vatnafarsþekju og gróð- urkort (3. mynd). Einnig var gróðurkortið notað til að ákvarða vistgerð þar sem hún var óviss vegna skugga eða annarra þátta. Þar sem melavistir sköruðust við eyravist á gróðurkorti var þeim breytt í eyravist. Niðurstöður Stýrð flokkun Eftir greiningu SPOT5-myndarinn- ar reyndist lítið samræmi á milli stýrðu flokkunarinnar og vett- vangsgagna. Heildarnákvæmni reyndist tæp 54% ef niðurstöður voru dregnar saman í átta flokka til samræmis við gróðurfélagakortið.35 Best var útkoman í melavistum, sem sýndu 90% nákvæmni. Ekki reyndist unnt að aðgreina eyði- melavist og grasmelavist á grund- velli endurvarpsgilda og snið víði- melavistar lentu nær öll í sameinuð- um flokki melavista. Ekkert snið í víðimóavist féll í rétta vistgerð í flokkuninni (nákvæmni vistgerðar), en þau féllu hins vegar í gilja- og lyngmóavist. Hélumosavist var rnjög dreifð og flokkuðust snið úr henni í fjórar aðrar vistgerðir. Sömu sögu var að segja um gilja- og lyng- móavist sem aðgreindist mjög illa og dreifðist á sex vistgerðir. Þá féll tæplega helmingur sniða rekjumóa- vistar í gilja- og lyngmóavist. Skýringar I I Eyravist [=□ Eyðimelavist [=□ Grasmelavist [=□ Viðimelavist [=□ Melavistir Melagambravist I I Hélumosavist I I Lyngmóavist I I Giljamóavist [=□ Víöimóavist [=□ Starmóavist [=□ Rekjumóavist Lágstaraflóavist Hástaraflóavist ■n Vatn [=□ Ógróið yfirborð 0 12 4 Km 4. mynd. Vistgerðakort af Vesturöræfum og Brúardölum byggt á flokkun SPOT5-gervi- tunglamyndar með sjálfvirkri flokkun. - Map of habitat types made by unsupervised classification of the SPOT5 image. 77

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.