Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2007, Qupperneq 17

Náttúrufræðingurinn - 2007, Qupperneq 17
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Friðgeir Grímsson, Leifur A. Símonarson og Thomas Denk Elstu flórur ÍSLANDS Igreininni er lýst eins nákvæmlega og unnt er plöntusamfélögum úr elstu setlagasyrpum á íslandi, en þær eru taldar 15 og 13,5 milljón ára. Allmargar plöntutegundanna sem hér verður fjallað um hafa ekki ver- ið greindar áður úr íslenskum jarðlögum og sagt er frá nýrri tegund af linditré sem nýlega var nafngreind og fékk latneska nafnið Tilia selardalen- se', en við höfum kosið að nefna arnarlind á íslensku. Þegar bornir eru sam- an 15 milljón ára gamlir plöntusteingervingar frá Selárdal í Arnarfirði og Botni í Súgandafirði kemur í ljós að á þessum tíma þrifust hér mismunandi gerðir af plöntusamfélögum og geta þau gefið okkur töluverðar upplýsing- ar um ýmsa umhverfisþætti sem hér voru ríkjandi. Plöntuleifarnar í Selár- dal og setlögin sem þær eru varðveittar í bera vott um frekar orkuríkt há- lendissvæði markað af eldvirkni, en plöntuleifarnar og setlögin í Botni endurspegla hins vegar plöntusamfélag á láglendi. Plöntusamfélagið í set- lögunum í Selárdal einkennist af lauftrjám og algengasta tegundin þar er arnarbeyki (Fagus friedrichii), en barrtré sem þrífast best í mýrum og fenj- um, og einnig á þurrari svæðum, setja svip sinn á samfélagið í Botni. Plöntuleifarnar sem fundist hafa ofan Ketilseyrar í Dýrafirði eru yngri, eða um 13,5 milljón ára, og þar er flóran einhæfari og svipar meira til plöntu- samfélagsins í Selárdal en í Botni. Litlar breytingar virðast hins vegar hafa orðið á samsetningu flórunnar á tímabilinu frá því fyrir 15 milljón árum og þar til fyrir 13,5 milljón árum. Islensk plöntusamfélög á þessum tíma voru allrík af plöntum náskyldum núlifandi tegundum sem einkenna heit- tempruð miðjarðarsvæði, meðal annars vatnafuru (Glyptostrobus), magnól- íu (Magnolia) og hjartartré (Cercidiphyllum). Benda plöntusamfélögin ein- dregið til þess að hér hafi verið frekar heitt og rakt heittemprað loftslag (svokallað Cfa-loftslag samkvæmt flokkunarkerfi Köppens).2 Rannsóknir á dreifiháttum plöntuhópa úr elstu setlögum landsins sýna að sumir þeirra, eins og kastanía (Aesculus) og beyki (Fagiis), hefðu ekki getað numið hér land ef frum-ísland hefði verið aðskilið frá meginlöndum af víðáttumiklu hafi. Þar að auki dreifast flestar aðrar tegundir sem þarna finnast með vindi frekar stutt frá móðurplöntunni. Rannsóknir sýna að þegar plöntur námu land á frum-íslandi var það enn tengt við meginland Evrópu eða Norður-Ameríku á einhvern hátt. Þetta landsvæði var hluti af Grænlands- Skotlands þverhryggnum, en vitað er að stór hluti hans var ofan sjávar- máls alveg frá upphafi nýlífsaldar og til loka ólígósentíma og ef til vill með einhverjum hætti allt fram á miðbik míósentíma. INNGANGUR Hinn tertíeri jarðlagastafli Islands er að stærstum hluta gerður úr basalthraunum og eru þau elstu um 16 milljón ára. Vegna mikillar eld- virkni hafa tíð eldgos og hraun- rennsli eftir yfirborði gert það að verkum að hraun hafa lagst yfir set- lagasyrpur og víða varið setlögin gegn rofi. í dag hafa verið borin kennsl á sex áberandi setlagasyrpur á Vestfjörðum og Vesturlandi (1. mynd): Selárdals-Botns setlaga- syrpuna (15 milljón ára), Dufans- dals-Ketilseyrar setlagasyrpuna (13,5 milljón ára), Brjánslækjar- Seljár setlagasyrpuna (12 milljón ára), Tröllatungu-Gautshamars set- lagasyrpuna (10 milljón ára), Skarðsstrandar-Mókollsdals set- lagasyrpuna (9-8 milljón ára) og Hreðavatns-Stafholts setlagasyrp- una (7-6 milljón ára). Setlögin í þessum syrpum eru að mestu rauð- leitur forn jarðvegur eða foksandur, dökkleit eða svört kolalög, gosrænt set (gjóska) og margbreytilegt straum- og stöðuvatnaset. I setlög- unum hafa víða fundist gró og frjó- korn, steingerð laufblöð eða för eftir þau, barrnálar, aldin, könglar, fræ og stöngulhlutar. Steingervingar úr setlögum frá síðmíósentíma (12 til 6 milljón ára) hafa verið rannsakaðir allmikið, m.a. af O. Heer3, Jóhannesi Áskelssyni4, W.L. Friedrich5 og Leifi Náttúrufræðingurinn 75 (2-4), bls. 85-106, 2007 85
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.