Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2007, Side 27

Náttúrufræðingurinn - 2007, Side 27
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 6. mynd. Steingerðar leifar lauftrjáa frá Selárdal í Arnarfirði. a. Arnarlind, stórvaxið sepótt laufblað, IMNH 1946-02. b. Arnarlind, hálfvaxið sepótt laufblað með hjartalaga blaðbotn og marga aðalstrengi. Fjöldi hliðarstrengja kvíslast út frá ytri aðalstrengjum, IMNH 17. c. Arnarlind, nærmynd afblaðrönd sem sýnir tónn og hliðartannlægt strengjakerfi, IMNH 310-02. d. Arnarlind, nærmynd affsem sýnir aðal- og undirtönn, IMNH 5554. e. Arnarlind, smávaxið laufblað, IMNH 5555. f. Arnarlind, hálfvaxið laufblað með hliðartann- lægt strengjakerfi og tennta blaðrönd, IMNH 5554. g. Arnarlind, nærmynd affsem sýnir kvíslun Jdiðarstrengs og svæði eftir hárbrúska þar sem kvíslun á sér stað, IMNH 5554. h. Arnarlind, nærmynd af þverstrengjakerfi, IMNH 1952. i. Arnarlind, nærmynd af a sem sýnir þverstrengi og hornstrengjakerfi, IMNH 1946-02. j. Arnarlind, nærmynd afa sem sýnir smástrengjakerfið (5° strengi), IMNH 1946-02. Mælikvarðinn er 5 cm á mynd a-b og e-f, 5 mm á mynd c-d og g-i, 2,5 mm á mynd j. - Angiosperm fossils from Selárdalur in Arnarfjörður. a. Tilia selardalense, large leaf IMNH 1946-02. b. Tilia selardalense, median-sized leaf with cordate base and sever- al primary veins, outer ones with numerous curved external veins, IMNH 17. c. Tilia selardalense, close-up of leaf margin shoiving semicraspedodromous venation and tooth, IMNH 310-02. d. Tilia selardalense, close-up off showing primary and secondary teeth, IMNH 5554. e. Tilia selardalense, small leaf IMNH 5555. f. Tilia selardalense, median-sized leaf with semicraspedodromous venation and toothed margin, IMNH 5554. g. Tilia selardalense, close-up of f showing forking of secondary veins with conspicuous pocket domatia in axils ofbranches, IMNH 5554. h. Tilia selardalense, close-up shozving simple tertiary veins, IMNH 1952. i. Tilia selardalense, close-up of a showing tertiary and quaternary venation, IMNH 1946-02. j. Tilia selardalense, close-up of a showing quadrangular areoles, IMNH 1946-02. Scale bar is 5 cm in panel a-b and e-f and 5 mm in panel c-d and g-i, and 2.5 mm in panel j. hefur fundist þar magnólía (7. mynd a) og toppur (Lonicera) (7. mynd b), en laufblöð þessara ætt- kvísla eru mjög lík í útliti við fyrstu sýn. Þá hafa verið borin kennsl á hvítplatanvið (Platanus leucopliylla) (7. mynd c-d). Nær allir steingerv- ingarnir frá Selárdal eru af blöðum lauftrjáa, en leifar barrtrjáa eru sjaldgæf sjón í setlögunum í Selár- dal og eingöngu hafa fundist örfáar greninálar (Picea) (2. mynd c). Steingervingarnir frá Botni í Súg- andafirði (2. tafla) eru að ýmsu leyti frábrugðnir þeim í Selárdal. I Botni ber mest á leifum barrtrjáa og lauf- blöð lauftrjáa finnast sjaldan. Þá eru varðveisluhættir um margt öðruvísi en í Selárdal. Steingervingarnir finnast í rofseti sem er sandbland- aður siltsteinn með kolalinsum. Þeir eru ýmist samanpressaðar kolaleif- ar, svartkolað blaðefni eða viður, en hann er mest áberandi. Mest ber á greinum fornrauðviðar (Sequoia abietina) (2. mynd i-o), en þær eru frekar breiðar og með aflangar nál- ar. Kolaðar greinar evrópu- vatnafuru (Glyptostrobus europaeus) eru einnig algengar, en að auki hafa fundist könglar sömu tegundar (2. mynd e, h). Greinar hennar sýna töluverðan formfræðilegan breyti- leika og fundist hafa bæði lang- greinar (2. mynd f) og stuttgreinar (2. mynd d, g). Þó að flestir stein- gervinganna frá Botni tilheyri forn- rauðviði og evrópuvatnafuru hafa einnig fundist leifar barrtrjáa af grátviðarætt (Cupressaceae) (2. mynd a-b), en þar sem einungis hafa fundist örfá eintök hefur ná- kvæmari greining reynst ógerleg. Þó að blöð lauftrjáa séu sjaldgæf í setlögunum í Botni (einungis hafa fundist blaðbrot af arnarbeyki og elri) þá eru beykialdin frekar algeng (3. mynd d). Steingervingarnir frá Ketilseyri (2. tafla) eru varðveittir í rauðleitum silt- og sandsteini. I setinu má greina för eftir plöntur (laufblöð, aldin, fræ). Leifarnar eru ekki kol- aðar heldur einungis för sem hafa mótast í setið þegar það safnaðist fyrir, en það varð síðar að setbergi. Varðveisla steingervinga við Ketils- eyri er frekar slæm og setið er greinilega mjög veðrað rofset, lík- legast jarðvegur. I setinu ber mest á blöðum arnarbeykis (3. mynd h-i), en einnig eru þar vængjuð beykifræ (3. mynd j-k). Þá hafa einnig fund- ist vængaldin asks (Fraxinus) (3. mynd 1), rekilblað af birki (Betula) (4. mynd g) og laufblöð og blaðhlut- ar af magnólíu, toppi, hvítplatan- viði og arnarlind. PLÖNTUSAMFÉLÖG OG VISTFRÆÐI Eitt helsta einkenni plöntusam- félagsins frá Selárdal er hversu arn- arbeyki er áberandi, en leifar þess finnast í yfir 90% þeirra hand- sýna sem þar hefur verið safnað. Samsetning flórunnar er einkenn- andi fyrir harðviðarskóga í heit- tempruðu og röku loftslagi eins og nú ríkir í austurhluta Norður-Am- eríku (í Appalachiafjöllum),17 aust- urhluta Evrópu og vesturhluta Asíu (við norðan- og austanvert Svarta- haf og sunnanvert Kaspíhaf)18 og í Austur-Asíu (í Japan og Mið- og Austur-Kína).19 Algengar ættkvíslir eru m.a. lind og kastanía (2. tafla). Lítið sem ekkert finnst af víði (Sal- ix), ösp (Populus) eða vatnafuru í setlögunum í Selárdal, en þessar ættkvíslir eru einkennandi fyrir plöntusamfélög í nálægð við dældir þar sem setlagasöfnun á sér stað (m.a. mýrlendi, stöðuvötn og ár). Plöntusamfélagið í Selárdal virðist endurspegla einskonar jaðarsamfé- lag („allochthonous" eða „zonal samfélag) samanborið við plöntu- samfélagið úr setlögunum frá Botni, þar sem staðbundinn láglendis- gróður („autochthonous" eða „azonal" samfélag) virðist hafa ver- ið ríkjandi. Oft hefur verið bent á muninn á plöntusamfélögum á há- lendari svæðum (eins og í Selárdal) annars vegar og á láglendi (eins og í Botni) hins vegar.20-2122 Slík samfélög geta verið töluvert ólík þó að þau séu samtíma og hafi lifað í nánast eins loftslagi. Plöntusamfélagið í 95

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.