Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2007, Page 35

Náttúrufræðingurinn - 2007, Page 35
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags þessum tímum, þegar Norður-Atl- antshafið breikkaði sífellt, er talið að flutningsleiðin yfir Svalbarða hafi rofnað og líklegt er að sá hluti af Grænlands-Skotlands þverhryggn- um sem lá um Færeyjar og frum-ís- land hafi þá orðið illfær plöntum með stuttan dreifiradíus. Plöntur höfðu þó enn góða möguleika á að dreifa sér milli frum-íslands og Grænlands þar sem nýmyndaður Kolbeinseyjarhryggur og möttulefni frá heita reitnum tengdu ennþá frum-ísland við Grænland (11. mynd; fyrir 15 milljón árum). Vegna gliðnunar Norður-Atlantshafs- hryggjarins á Islandi ætti landið að lengjast um 20 km á einni ármilljón út frá rekhryggnum, en roföflin sverfa af landinu vestan- og austan- megin samfara því að þungt bergið sígur í sjó þegar fjarlægðin frá heita reitnum er orðin svo mikil að upp- drifsins frá honum nýtur ekki leng- ur við. Því lengist landið varla telj- andi við núverandi aðstæður.551 dag virðast rekbelti landsins hafa ákveð- inn líftíma og loks kulna þau og ný rekbelti taka við nær heita reitnum. Rekbeltin færast því nær honum og möttulefnum sem þar koma til yfir- borðs. Rannsóknir á rekbeltum Is- lands sýna endurtekna og snögga austurfærslu þeirra eða „stökk" sem viðbrögð við hægfara vesturfærslu flekaskilanna (á milljónum ára) vegna staðsetningar heita reitsins. Fyrir 24 til 15 milljón árum var gliðnunin á svonefndu Vestfjarða- rekbelti (nú neðansjávar norðvestan við Vestfirði),28 en fyrir um 15 millj- ón árum varð nýtt rekbelti virkt og er það kennt við Snæfellsnes. Plöntusteingervingar og jarðhniks- ferli benda til þess að samfara því að Grænlands-íslands hluti Græn- lands-Skotlands þverhryggjarins lengdist hafi heiti reiturinn ekki lengur getað haldið öllu landsvæð- inu ofan sjávarmáls. Þar sem nýja Snæfellsnesrekbeltið varð sífellt virkara meðan virkni Vestfjarðarek- beltisins minnkaði stöðugt, uns það að lokum kulnaði, má gera ráð fyrir því að vestasti hluti landsins hafi kólnað og sigið niður fyrir sjávar- mál. Þegar þetta gerðist rofnaði landsambandið við Grænland og plöntur með stuttan dreifiradíus gátu ekki lengur flust eða dreift sér á milli landanna. Fyrir um 7-6 milljón árum dró úr virkni á suðurhluta Snæfellsnesrekbeltisins og núver- andi Reykjanesrekbelti varð virkt. Nyrðri hluti þessa forna rekbeltis kólnaði síðan og varð óvirkur fyrir um 4-3 milljón árum en þá varð nýtt rekbelti virkt á Norðausturlandi og er það enn.56 A þessum tímum var ísland orðið eyja og hafði raunar verið í milljónir ára (11. mynd). Loftslag OG GRÓÐURFAR Á ÍSLANDI FYRIR15 TIL 13,5 MILLJÓN ÁRUM Rannsóknir á djúpsjávarseti benda til þess að sú hnattræna hlýnun sem varð um miðbik míósentíma hafi náð hámarki fyrir 16-15 milljón árum.57 Sú staðreynd að hér finnast í jarðlögum plöntur af grátviðarætt, evrópuvatnafura, hvítplatanviður, magnólía og kastanía bendir til þess að hér hafi ríkt frekar heittemprað og rakt loftslag, en það er í góðu samræmi við túlkanir vísinda- manna á loftslagi út frá suðlægari flórum í jarðlögum á meginlandi Evrópu og Norður-Ameríku.58'59'60 Plöntuhópar eins og vatnafura, hjartartré og kastanía benda til þess að hér hafi verið milt miðjarðar- loftslag, án þurrkatímabila en með heit sumur (Cfa-loftslag). Strand- rauðviður (Sequoia sempervirens) er eina núlifandi tegundin sem er ná- skyld fornrauðviðnum og vex í röku miðjarðarloftslagi (Csa-lofts- lagi) á svæðum þar sem tíðar þokur bæta fyrir úrkomuleysi. Þetta bend- ir til þess að fornrauðviður míósen- tíma hafi þurft á frekar röku og hlýju loftslagi að halda án langvar- andi þurrkatímabila til þess að dafna vel. Einnig er athyglisvert hversu flóran hefur áberandi yfir- bragð tempraðs loftslags og má í því sambandi nefna ættkvíslirnar beyki, álm, lind, hlyn og elri. Nánari upplýsingar um hitastig á Islandi á míósentíma má fá með því að bera steingerðu plönturnar frá Selárdal, Botni og Ketilseyri saman við náskylda núlifandi plöntuhópa eða tegundir (12. mynd). Ef mögu- legt er að greina steingervinga til tegunda út frá formfræðilegum ein- kennum er oft hægt að bera þá sam- an við núlifandi tegundir með sömu eða svipuð einkenni. Nú á dögum er útbreiðsla trjáplantna allvel þekkt og gróðurfarskort og loftslagskort (t.d. ársmeðalhiti landsvæða) að- gengileg flestum. Með samnýtingu þessara gagna má finna þann árs- meðalhita sem ákveðin trjáplanta þrífst við í dag. Til þess að fá sem nákvæmastar upplýsingar um árs- meðalhitann sem ríkti þegar ákveðnar plöntur lifðu á fyrri jarð- sögutímum er nauðsynlegt að vanda vel til greiningar plöntuleifa úr jarðlögum og einnig fást betri niðurstöður ef fleiri en færri tegund- ir steingerðra og núlifandi plantna eru bornar saman. I þessu sambandi má benda á að oft er ársmeðalhiti sem tiltekin tegund þrífst við ekki sá sami og aðrar tegundir sömu ætt- kvíslar kjósa. Ef tekið er mið af ætt- kvíslinni í heild fæst því oft ársmeð- alhiti á breiðara bili en ef eingöngu er notast við tiltekna tegund. A 12. mynd má sjá þá plöntuhópa og teg- undir sem eru sambærilegar plönt- unum úr elstu setlögum á íslandi. Plöntur þessar vaxa í dag í tempruð- um og heittempruðum skógum Norður-Ameríku, Evrópu og Asíu. Þær gefa til kynna að ársmeðalhiti hér á landi fyrir 15-13,5 milljón árum hafi verið á bilinu 9,3-10,5°C. Bent skal á að eina núlifandi vatnafuran, Glyptostrobus pensilis eða kínavatnafura, sem vex í Kína og Víetnam, fellur utan við þetta hitastigsbil, en talið er að núverandi útbreiðsla tegundarinnar sé til kom- in seint á nýlífsöld og vitað er að hún hafði mun meiri útbreiðslu áður fyrr og var þá algeng í plöntu- samfélögum á norðlægum slóðum. Fyrr á nýlífsöld er hún því talin hafa þrifist við lægra hitastig en hún 103

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.