Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2007, Síða 43

Náttúrufræðingurinn - 2007, Síða 43
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Mælistöð - Ár- Tímabil — Lengd - Hámarksdagur - Hámarksfrjótala - Heildarfrjómagn — pollen site year pollen season lenglh peak day max. conc. annual total (SPI) 1988 24.6-31.8 69 16. ágúst 819 5828 1989 28.6-? >62 24.7/25.8 110 1300 1990 18.6-29.8 73 12.ágúst 418 2697 1991 14.6-30.8 78 31. júlf 527 2630 Reykjavík 1992 26.6-29.9 96 H.ágúst 77 984 1993 20.6-23.9 96 5. ágúsl 48 808 1994 16.6-15.9 92 29. júlf 69 1133 1995 25.6-18.9 86 12. júlí 42 780 1996 31.5-8.9 101 9. ágúst 352 2141 1997 19.6-8.9 82 12. ágúst 153 1565 Reykjavík 1998 7.6-27.8 82 18. júlí 347 1999 Akureyri 6.6-22.9 109 27.ágúst 260 1189 Reykjavík 1999 22.6-18.9 89 17. ágúst 119 1004 Akureyri 28.6-23.9 88 19. ágúst 215 1317 Reykjavík 2000 19.6-6.9 80 29. júlf 115 1376 Akureyri 3.6-19.9 109 2. ágúst 173 2005 Reykjavík 2001 19.6-12.9 86 3. ágúst 87 1264 Akureyri 19.6-30.9 104 23. ágúsl 76 825 Reykjavik 2002 7.6-15.9 101 l.ágúst 262 1433 Akureyri 6.6-17.9 104 22. ágúst 193 1904 Reykjavfk 2003 1.6-23.8 84 1. ágúst 372 2038 Akureyri 13.6-23.9 103 4. ágúst 341 2486 Reykjavík 2004 1.6-24.8 85 9. ágúst 314 2205 Akureyri 5.6-27.8 84 26. júlf 238 1905 Reykjavfk 2005 6.6-30.8 86 26. júlf 177 1900 Akureyri 18.6-13.9 88 7. ágúst 292 1839 3. tafla. Helstu einkenni frjótíma grasa á Islandi miðað við samfellt tímabil (skilgreining F). - Main characterístics of the grass pollen season in lceland using defmition F. júní fram til 16. júlí. Skilgreining B spannar heldur þrengra bil, eða frá 19. júní til 12. júlí, og meðalfrjóárið gefur að frjótími grasa hefjist 30. júní. Þegar þröskuldsgildin eru not- uð og einstök ár skoðuð þá hefst frjótími grasa á tímabilinu frá 10. júní til 12. eða 16. júlí og spannar þar með lengsta bilið, eða 33-37 daga. Meðalfrjóárið gefur 29. júní og 1. júlí. Samfelluskilgreiningin gefur heldur þrengra tímabil, eða 29 daga, og skilgreinir upphafið fyrst af öllum aðferðunum, þ.e. allt frá 31. maí og til 28. júní (3. tafla), en 8. júní þegar horft er til meðalfrjóárs- ins (3. mynd og 2. tafla). Grastíminn virðist vera að hefjast fyrr, óháð því hvaða skilgreiningu er beitt. Samfelluskilgreiningin (F) sýnir mesta breytingu, eða 11 daga að jafnaði á 10 ára tímabili, sem jafngildir rúmlega einum degi á ári, en A eða C minnsta breytingu, eða eina viku á 10 ára tímabili. Menn hafa séð svipaða tilhneigingu á meginlandi Evrópu fyrir ýmsar teg- undir, þó einkum þær sem blómg- ast að vori eins og t.d. birkið í Sviss.9 Akureyri. Á Akureyri, þar sem mælingar hafa staðið yfir tíu árum skemur en í Reykjavík, reynist dreifing á upphafsdegi eðlilega minni, eða allt niður í níu daga þeg- ar aðferð B er notuð, en samkvæmt henni féll upphafsdagurinn innan tímabilsins 28. júní til 6. júlí þegar hvert ár fyrir sig er skoðað en 2. júlí þegar horft er á meðalfrjóárið (4. mynd og 2. tafla). Mest er dreifing- in þegar samfelluskilgreiningin er skoðuð, eða 26 dagar, en með henni féll upphafið innan júnímánaðar öll árin, frá 3. júní til 28. júní (3. tafla) og í meðalfrjóárinu 7. júní, eða degi fyrr en í Reykjavík (4. mynd og 2. tafla). Aðferð C skilgreinir frjótíma grasa þrengst, eða í 40 daga, og þar féll upphafið alltaf í júlí, 2.-17. júlí þegar hvert ár er skoðað en 15. júlí í meðalfrjóári (4. mynd og 2. tafla). Hér má einnig sjá tilhneigingu í þá átt að frjótíminn færist fyrr á sumarið en breytingin er nær alltaf minni en í Reykjavík, eða frá því að vera tæplega einn dagur upp í 8 á 10 ára tímabili. Skilgreining E, þröskuldur við frjótölu 10, gefur þó til kynna enn hraðari breytingu, eða um 16 daga á tíu árum. Skilgreining C er hins vegar ein um að gefa vís- bendingu um að upphafi frjótíma grasa hafi seinkað að jafnaði um 0,7 daga á ári. Með því að setja niðurstöður þessara sex aðferða sem skilgreina frjótíma grasa á súlurit byggð á meðalfrjótölum fyrir Reykjavík og Akureyri má glöggt sjá hvernig þær skiptast í þrjá hópa (3. og 4. mynd). Aðferðir Á og C (bláar línur) skil- greina þrengsta tímabilið og taka í raun aðeins til þess tíma sem mest er um frjókorn í lofti. B, D og E eru all- ar á líku róli og ná yfir þann tíma þegar frjótölur fara fyrst að rísa og síðan að hníga (rauð, rauðgul og gul lína) en skilgreining F nær yfir lengs- ta tímabilið og skilgreinir frjótíma grasa víðast (græn lína á 3. og 4. mynd). í 3. töflu eru helstu einkenni frjó- tíma grasa tíunduð fyrir öll árin sem mælt hefur verið. Samfelluskilgrein- ingin var valin til að sýna breytileika í upphafsdegi og lokadegi frjótíma grasa gegnum tíðina. Þetta var gert vegna þess að höfundur telur að sú skilgreining (F) nýtist sjúklingum best til að meta hvenær ráðlegt sé að hefja fyrirbyggjandi aðgerðir, eins og t.d. lyfjatöku, þannig að þeir fái notið sumarsins til jafns við þá sem ekki eru haldnir ofnæmi fyrir gras- frjóum. Hvenær nær þéttleiki GRASFRJÓA HÁMARKI? í Reykjavík hefur hámark grasfrjóa mælst sex sinnum í júlí og ellefu sinnum í ágúst (3. tafla). Sumarið 1989 voru topparnir tveir með um mánaðar millibili, annar í júlí og hinn í ágúst. Grasfrjó í Reykjavík virðast því geta verið í hámarki á tímabilinu 12. júlí til 25. ágúst. 111

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.