Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2007, Qupperneq 50

Náttúrufræðingurinn - 2007, Qupperneq 50
Náttúrufræðingurinn -8400 árin og verður hún notuð hér til að ræða ýmsa möguleika á gerð, lögun og breytingu á aðfærslukerfi kvikunnar undir eldstöðinni í tím- ans rás. STIKLAÐ Á STÓRU UM Kötlu OG GOSSÖGU HENNAR Kötlukerfið er þriðja virkasta eld- stöðvakerfi landsins hvað gostíðni varðar; einungis Grímsvatna- og Veiðivatnakerfin eru virkari.15 Það hefur líklega verið virkt í nokkur hundruð þúsund ár.1617 Kerfið er um 80 km langt en frá suðvesturhlutan- um, þar sem megineldstöðin liggur undir Mýrdalsjökli, liggur sprungu- sveimur til norðausturs sem teygir sig langleiðina að Vatnajökli.16 Kvika sem myndast í Kötlukerfinu tilheyrir millibergröðinni og er að mestu basalt, en auk þess eru í það minnsta 12 súr gjóskulög þekkt og súrar jarðmyndanir (dasít og rýólít) hafa fundist í megineldstöð- inni.16-18'19-20 Á nútíma (síðustu -10.000 ár) hef- ur Katla gosið minnst 300 sinnum og eru 20 söguleg gos þekkt.2122 Á sögulegum tíma hefur eldstöðin gosið nokkuð reglulega, eða 1-3 sinnum á öld, en meðallengd gos- hléa síðan um 1500 e.Kr. er 47 ár (spönn frá 13 til 88 ára22). Á forsögu- legum tíma (þ.e. fyrir landnám Is- lands) var eldstöðin hins vegar mun virkari og hefur fjöldi gosa verið að meðaltali 4 á öld en þó má sjá allt að 6-7 gos á öld á ákveðnum tímabil- um. Meðallengd goshléa á þessum tíma var 25 ár (spönn frá 1 ári til 80 ára).21 SÝNASÖFNUN OG ÚRVINNSLA GAGNA Gjóskulögum, sem endurspegla -8400 ár af gossögu Kötlu, hefur verið safnað úr samsettu jarðvegs- sniði á Álftaversafrétti, austan eld- stöðvarinnar (3. mynd). Sniðið, sem er alls 9,8 m þykkt, er samsett í meg- inatriðum úr þremur opnum (þar sem innviðir jarðlaga sjást), tveimur úr Atley og einni úr Rjúpnafelli. í því eru 190 gjóskulög af forsöguleg- um aldri og á sama svæði fundust 18 söguleg gjóskulög og því er heildarfjöldi gjóskulaga á svæðinu 208. Hverju forsögulegu gjóskulagi var gefinn aldur sem metinn var út frá upphleðsluhraða jarðvegs í snið- inu, en undirstaða slíkra útreikn- inga eru svokölluð leiðarlög (auð- þekkjanleg gjóskulög) sem þegar hafa verið tímasett með geislakols- greiningu, svo sem Hekla-4 og súr gjóskulög frá Kötlu sem stundum eru nefnd „Nálalög" vegna ílangrar lögunar gjóskukornanna.18-21 Aðalefni (eða þau tíu efni sem mynda 98-99% af heildarefnasam- setningu bergs: SiÖ2, TiÖ2, AI2O3, Feö, MnO, MgO, CaO, Na^O, K2O, P2O5) voru greind í 126 sýnum með örgreini í Clermont-Ferrand, Frakk- landi.21-23 Niðurstöður Af alls 126 efnagreindum gjósku- lögum eru 111 ættuð frá Kötlukerf- inu. Önnur efnagreind gjóskulög eiga upptök í Grímsvötnum, Veiði- vötnum og Heklu. Kötlugjóska af svipuðum aldri hefur einsleita efnasamsetningu, en þegar litið er yfir alla gagnaröðina kemur í ljós kerfisbundin breyting á efnasam- setningu gjóskunnar (4. mynd). Þessar breytingar má nota til að skipta nútímavirkni Kötlukerfisins í átta tímabil sem eru 510-1750 ára löng. Tímabilin eru númeruð með rómverskum tölum frá I til VIII, þar sem sögulegur tími hefur töluna I og elsta tímabilið töluna VIII. Tíma- bilin einkennast ýmist af stöðug- um, óreglulegum eða jafnt hækk- andi styrk hins kvikusækna efnis K2O (þegar kvikan kólnar og tekur að kristallast sækist K2O eftir því að dvelja í kvikunni, þ.e. það gengur seint og illa inn í kristalla) og styðja önnur aðalefni við þessa skipt- ingu.2123 Á tímabilum VIII, V og I er K^O-gildið stöðugt, tímabil VII og IV einkennast af óreglulegu gildi K20 (wt%) n 0,5 0,7 0,9 1,1 1,3 1 1 A II Eldgjá _ 2 03 Jdw ‘03 djtm E 3 III M ZJ m T3 Æ c lAffi d 4 c/) H o IV JZL r 5 “D V "jj* < 6 VI w - 7 VII 8 VIII 141 Hólmsá? 9 4. mynd Grafið sýnir breytingu á styrk K20 (gefnum í þyngdarprósentum, wt%) í Kötlugjósku með tíma. Aldur gjósku- laganna er reiknaður út frá upp- hleðsluhraða jarðvegs milli þekktra leiðarlaga í samsettu jarðvegssniði á Álftaversafrétti. Gjóskulögunum er skipt upp í átta tímabil (merkt I - VIII) sem skilgreind hafa verið útfrá skörpum skilum í efnasamsetningu þeirra. Tímabil I tekur yfir sögulegan tíma og hefst með Eldgjáreldum en elsta tímabilinu (VIII) virðist Ijúka með Hólmsáreldum. - Concentrations of K2O (in wt%) in Katla tephra plotted against age in kiloyears (ka). The age curve is constructed using 2005 AD as a reference year and is based on calculated soil accumulation rate (SAR) and calibrated 14C ages for dated tephra layers. The column on the left shows eight periods (numbered I-VIII) identified from abrupt changes in the compositional patterns. 118 Á
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.