Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2007, Síða 53

Náttúrufræðingurinn - 2007, Síða 53
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 6. mynd. Fjöldi gjóskulaga á 500 ára tímaeiningu reiknaður fyrir hvert tímabil sem fall af tíma. Vinstra megin er sýnd einfölduð yfirlitsmynd af hegðun kvikusækinna efna í gjóskulögunum (styrkur K^O íþyngdarprósentum, wt%). Þegar aðfærslukerfið þróast úr einföldu kerfi (VIII og V) yfir í kerfi ganga og sillna (VII og III) verður gostíðni hærri og hún lækkar svo aftur þegar kvikuhólf hefur náð að þróast í aðfærslukerfinu. Aldur er sýndur hægra megin. Dökkgráu súlurnar sýna efnagreind gjóskulög en þær Ijósgráu innihalda að auki gjóskulögfrá Kötlu sem borin voru kennsl á í mörkinni (sjá frekari um- fjöllun í heimild 21). - Tephra layer frequeticy (TLF) per 500 years calculated for each of the eight time periods. The periods are shown on the left together with variations of incompatible element concentrations during the different periods. Age (ka) is shown on the right. When the plumbing system evolves from a simple one (VIII and V) to a sill and dyke complex (VII and IV), the TLF augments. The TLF drops again when the plumbing system evolves from a dyke and sill complex to a magma chamber. The darkgrey columns represent the analyzed Katla layers whereas the light grey columns include field- identified layers as ivell (see reference 21 for further details). hennar þau ~8400 ár sem þekkt eru á nútíma má útskýra ró hennar út frá lögun aðfærslukerfisins. Ef að- færslukerfið þróast úr einföldu kerfi, eins og virðist ríkja í dag, yfir í kerfi ganga og lagganga, eins og fordæmi eru fyrir, má gera ráð fyrir tíðari gosum frá Kötlu í framtíðinni. SAMANTEKT Gossaga Kötlukerfisins hefur verið lesin úr gjóskulögum sem varðveitt eru í jarðvegi á Alftaversafrétti, austan Mýrdalsjökuls. Gjóskan er basaltgjóska úr millibergröðinni sem sýnir litla en greinilega breyt- ingu með tíma. Gossögunni má skipta í átta tímabil út frá breyting- um í aðalefnasamsetningu gjósk- unnar. Samskonar hegðunarmynst- ur birtist tvisvar á þeim ~8400 árum sem rannsökuð eru, sem skýra má á þann hátt að einfalt að- færslukerfi þróist yfir í kerfi ganga og sillna sem síðar myndar grunn- stætt kvikuhólf. Breytingar á að- færslukerfinu hafa áhrif á gostíðni eldstöðvarinnar með þeim hætti að hún eykst þegar kerfi ganga og sill- na tekur við af einföldu aðfærslu- kerfi en fellur á ný þegar kvikuhólf hefur myndast. Samkvæmt þessu líkani er Katla nú á tímabili ein- falds aðfærslukerfis og gostíðni hennar er þar af leiðandi lág. SUMMARY A study of the tephra stratigraphy east of the Katla volcano in South-Iceland has been undertaken in a composite soil sect- ion. The section records ~8400 years of ex- plosive activity from Katla volcano and includes 208 tephra layers of which 126 samples were analysed for major-element composition. The age of individual Katla layers was calculated using soil accumula- tion rates (SAR) derived from soil thick- nesses between 14C-dated marker tephra layers. Temporal variations in major-elem- ent compositions may be used to divide the -8400 year record into eight intervals of 510-1750 year durations. The change in concentration of incompatible elements (i.e., K2O) in individual intervals is characterized as steady, irregular and stea- dily increasing. The observed pattem of changes in tephra composition within indi- vidual time intervals suggests different conditions in the plumbing system beneath Katla volcano. Two cycles are observed throughout the Holocene, each involving three stages of plumbing system evolution, which may be explained in this way: A cycle begins with a simple plumbing sy- stem, indicated by a steady state in major element compositions. This is followed by a sill and dyke system, a period character- ized by irregular variations in major-elem- ent composition with time, and eventually leads to the formation of a magma cham- ber, represented by a uniform increase of incompatible element concentration with time. The eruption frequency within each cycle increases from the stage of a simple plumbing system to the sill and dyke complex stage and then drops again dur- ing magma chamber stage. In accordance with this model, the Katla volcano is at present in a stage of a simple plumbing sy- stem characterized by steady state magma composition and relatively low eruption frequency. 121

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.