Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2007, Qupperneq 57

Náttúrufræðingurinn - 2007, Qupperneq 57
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags reynt var að mæla yfir hundrað plöntur á hverju svæði. Hæð hverrar plöntu var mæld að hæsta brumi og mesta þvermál megin- stofns var mælt. Skráð var hvort planta væri í blóma, þ.e. hvort hún bæri kvenrekla og þeir þá taldir. Til að meta beitarálag voru ummerki sauðfjárbeitar á plöntum skráð en beit á ársvexti 2004 var sleppt til að koma í veg fyrir skekkju vegna tímamunar í gagnasöfnun. Innan hvers 50*50 m reits voru tíu 0,5*0,5 m rammar lagðir tilviljunarkennt út og allar birkikímplöntur innan hvers ramma skráðar. Aldursgreining A mið-norðursvæðinu (MN) var birkiplöntunum skipt í þrjá flokka eftir þvermáli stofnsins: 1) 0-7,99 mm, 2) 8-14,99 mm og 3) >15 mm. Rúmlega tuttugu fyrstu plönturnar sem mældar voru úr hverjum flokki voru sagaðar við rótarháls og árhringir þeirra taldir undir víðsjá. Samtals voru 64 birkiplöntur aldursgreindar á þennan hátt. Gott aðhvarf (r2 = 0,78; p < 0,001) var á milli aldurs birkis og þvermáls stofns. Því var hægt að meta aldur plantna út frá þvermáli stofns sam- kvæmt jöfnunni: Aldur (ár) = 0,36 * þvermál (mm) + 4,73. Úrvinnsla gagna Fervikagreining var notuð við sam- anburð á milli svæða. Samband milli aldurs og þvermáls, beitar- merkja og þéttleika og beitarmerkja og hæðar var kannað með línulegu aðhvarfi. Gögnin voru greind með tölfræðiforritinu SYSTAT 916 en fyrst var gögnunum umbreytt með logra (log 10). Niðurstöður Af þeim 432 plöntum sem skoðaðar voru báru aðeins 11 rekla (2,6%) og var fjöldi rekla mjög breytilegur á milli plantna, frá einum upp í 66 rekla á plöntu. Meðalfjöldi rekla á blómstrandi plöntum var 9,2 (±5,88) en miðgildið tveir reklar. Blóm- strandi plöntur reyndust vera á aldrinum 8 til 17 ára en meðalaldur þeirra var tæp 13 ár (12,7±0,89 ár). Aðeins ein kímplanta fannst í þeim hundrað 0,5*0,5 m römmum sem lagðir voru út í tilraunarreitunum. Marktækur munur var á þéttleika birkis milli svæða (d.f. = 3; p < 0,001; 3. mynd). Birki var mjög strjált á austasta svæðinu (A) og á mið-suðursvæðinu (MS) en þétt- leikinn var hins vegar langmestur á mið-norðursvæðinu (MN). Meðalhæð birkis á rannsókn- arsvæðunum var 12,9 cm (±0,63) og hæsta plantan 72,2 cm (4. og 5. mynd). Hæstu plönturnar voru á syðra svæðinu á miðjum sandi en þær lægstu á vestasta svæðinu (V). Beitarálag af völdum sauðfjár var mismikið eftir svæðum (6. og 7. mynd). Beitin var minnst á mið- norðursvæðinu þar sem 4,2% plantna báru merki beitar en beitarálag var tífalt meira á vestasta svæðinu þar sem það var mest (43,2% plantna með ummerki beitar). Ekki reyndist vera mark- tækt aðhvarf á milli beitar og hæðar eða beitar og þéttleika plantna. Elsta birkiplantan í úrtakinu var frá 1977 (27 ára) og sú yngsta frá 2002 (2 ára). Landnemum fjölgaði jafnt og þétt á 10. áratugnum og var meirihluti plantna (80%) frá árunum 1989-1999, þar af um fjórðungur frá 1998. Frá urn 1998 til 2004 var mjög lítil nýliðun (8. mynd). Meðalaldur birkis á Skeiðarársandi var 8,2 ár (±0,15) og var marktækur aldurs- munur á milli svæða (d.f. = 3; p < 0,001). Meðalaldur plantna var hæs- tur á mið-suðursvæðinu (9,8±0,33 ára), plöntur á mið-norðursvæðinu voru aðeins yngri (8,9±0,35 ára) en meðalaldur var lægstur á vestasta og austasta svæðinu (6,9±0,15 og 7,7±0,24 ára). E «3 C +■> c ro Q. OJ s 'O) JD. n> <o <D 3. mynd. Þéttleiki birkiplantna á rannsóknarsvæÖunwn á Skeiðarársandi sumarið 2004. Súlurnar sýna meðaltöl og lóðréttu strikin staðalskekkju meðaltalsins. Svæðum er raðað eftir fjarlægð frá Skaftafelli þaðan sem áætla má að mesta fræregnið komi. A er austasta svæðið, MN mið-norðursvæðið, MS mið-suðursvæðið og V vestasta svæðið. - Density (±SE) of mountain birch at four study sites on Skeiðarársandur in 2004. The order of the study sites is east 64), mid-north (MN), mid-south (MS) and west (V) from left to right, beginning with the site closest to Skaftafell where most ofthe seedrain comesfrom. 125
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.