Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2007, Qupperneq 63

Náttúrufræðingurinn - 2007, Qupperneq 63
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 2. inynd. Árið 2003 gáfu írakar út 10.000 dínara seðil með mynd af arabískum stærðfræðingi, Ibn al-Haytham (965- 1040), sem leiddi fram ýmsar kennisetningar um eðli Ijóss og sjónar. jafnframt var innkallaður seðill með sama verðgildi með mynd af Saddam Hussein. Lippersheys hafnað. En ítalskur fjölfræðingur, Galileo Galilei, hafði pata af störfum Lippersheys og lét árið 1609 smíða sjónauka sömu gerðar og bylti með hjálp hans hug- myndum okkar um eðli alheimsins, sem hér verður ekki rakið. Einfaldur sjónauki er hólkur með linsu á báðum endum. Hlutglerið, sem snýr að viðfanginu, varpar stækkaðri mynd sem hin linsan, augnglerið, beinir inn í auga athug- andans. I sjónaukum þeirra Lippersheys og Galileos var hlutglerið safngler eða stækkunargler og stækkaði því myndina af viðfanginu. En augn- glerið, sem horft var í, var dreifigler sem minnkaði þessa mynd, þótt heildarútkoman væri að sjálfsögðu stækkun. Kosturinn við þessa skipan er að myndin sem birtist athugand- anum smjr rétt. Þessi einfalda sam- setning, safngler og dreifigler, hefur verið notuð í litlum leikhúskíkjum. Árið 1611 endurbætti Johannes Kepler stjörnusjónaukann með því að setja safngler í báða enda hans. Þessi skipan er enn á öllum stjörnu- sjónaukum með linsum, þótt sam- sett linsukerfi séu nú komin í stað einfaldra safnglerja. Um spegil- sjónauka verður hér ekki fjallað, eins og fyrr er getið. Stjörnusjónaukar OG JARÐSJÓNAUKAR Stjörnusjónauki Keplers sýndi það sem fyrir augu bar á hvolfi. Það á enn við um flesta stjörnusjónauka af þessari gerð og kemur ekki að sök. Þetta er aftur á móti til trafala í venjulegum sjónaukum og framan af leystu menn vandann með því að skjóta aukasafnlinsu eða linsukerfi inn í sjónpípuna, sem rétti af öfugu myndina úr hlutglerinu. Þannig urðu til þær löngu sjónpípur sem sjást í ævintýrakvikmyndum í höndum sjóræningjaforingja og annarra kapteina á seglskipum. NÚTÍMA HANDSJÓNAUKAR I nútíma handkíkjum eru jafnan tvö linsukerfi, hlutgler og augngler. Myndinni er snúið rétt og geisla- brautin auk þess stytt - og þar með kíkirinn allur - með prismum, gler- strendingum sem senda geislann fram og aftur og snúa í leiðinni braut hans við svo myndin birtist rétt í augum athuganda (3. mynd). ítalskur sjónglerjasmiður, Ignazio Porro, fékk árið 1854 einkaleyfi á prismakerfi sem lengi hefur verið notað í handsjónaukum. Jafnframt því sem myndinni er snúið við er ljósgeislanum beint til hliðar, svo meira bil verður á milli hlutglerja en au^nglerja. Ymis tæknivandamál voru í vegi fyrir þróun prismakíkjanna sem voru ekki leyst fyrr en undir lok 19. aldar, þegar þýska fyrirtækið Carl Zeiss setti brúklega prismakíkja af porrogerð á markað. 3. mynd. Braut Ijóss um porroprismakíki (t.v.) og þakprismakíki (t.h.). Myndin kemur úr hlutglerinu á hvolfi og spegluð um lóðréttan ás. Ljósið fer um tvö prismu. í þvífyrra er myndinni snúið á réttan kjöl en í hinu er spegilmyndinni snúið við. Önnur gerð prismakíkja kom fljótlega fram, sem í eru svokölluð þakprismu („roof prism” á ensku, „Dachkantprisma" á þýsku). Þessir kíkjar eru oft léttari en samsvarandi porrokíkjar og fyrirferðarminni, einkum á breiddina, því hlutglerin eru beint framan við augnglerin. Þeir eru hins vegar flóknari í fram- leiðslu en porrokíkjar og þar með dýrari og voru framan af viðkvæm- ari fyrir áföllum og hnjaski. Nú hafa framleiðendur vandaðra sjónauka komist fyrir þannig tæknivanda og bestu (og dýrustu) þakprismakíkjar taka samsvarandi porrokíkjum fram um myndgæði ef nokkuð er. Hins vegar hafa líka orðið framfarir í gerð porroprismna, svo flestir menn geta verið fullsæmdir af hvorri gerðinni sem er ef tækin koma frá traustum og virtum fram- leiðanda. Þeir sem vit hafa á vara samt við ódýrum þakprismakíkj- um: Ætli menn ekki að festa umtals- vert fé í sjónauka er öruggara að halla sér að porrogerðunum. En yfirleitt á það við, á þessu sviði eins og öðrum, að menn fá það sem þeir greiða fyrir, að því tilskildu að þeir viti hvaðþeir þurfa og festi ekkifé í óþörfum búnaði sem í mörgum tilvikum þyngir ktkinn. 131
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.