Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2007, Síða 67

Náttúrufræðingurinn - 2007, Síða 67
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Ingvar Atli Sigurðsson Náttúrustofa Suðurlands prófi við háskólann á Tasmaníu 1995. Af helstu rannsóknarverkefn- um Ingvars má nefna jarð- og berg- fræði Vestmannaeyja, í samstarfi við Náttúrufræðistofnun íslands, og aldursgreiningar á bergi frá Vestmannaeyjum, í samstarfi við Náttúrufræðistofnun íslands og ríkisháskólann í Oregon. Jarðfræði norðurhluta Heimaeyjar bendir til þess að sá hluti sé að mestu mynd- aður við gos undir jökli (t.d. Heima- klettur, Klifið og Blátindur) og styðja aldursgreiningarnar þá til- gátu. Einnig má nefna rannsóknir á uppruna frumstæðra bergbráða, í samstarfi við Háskóla Islands, og magn endurunninnar úthafsskorpu í frumstæðri bergbráð, í samstarfi við fjölda erlendra háskóla og rann- sóknastofnana. Yann Kolbeinsson líffræðingur starfar sem sérfræðingur í 75% starfi. Yann er jafnframt í meistara- námi við Háskóla Islands þar sem hann skoðar búsvæði þórshana og óðinshana og ber saman afkomu þeirra innan sama svæðis. Af öðr- um verkefnum Yanns má nefna far- hætti skrofa, í samstarfi við háskól- ann í Barcelona, sæsvölumerkingar, í samstarfi við fjölmarga aðila, að- ferðir til kyngreiningar á sæsvölum og skoðun á stofngerð auðnu- 2. mynd. Rannveig Magnúsdóttir og Marinó Sigursteinsson með holumyndavél að skoða í lundaholur í Ystakletti sumarið 2006. Ljósm.: Yann Kolbeinsson. 1. mynd. Yann Kolbeinsson með skrofuunga í Ystakletti sumarið 2006. Ljósm.: Per Lif. Náttúrustofa Suðurlands var stofn- uð árið 1996 og er rekin af Vest- mannaeyjabæ samkvæmt samningi við umhverfisráðuneytið. Náttúru- stofan er til húsa í Rannsókna- og fræðasetri Vestmannaeyja á Strand- vegi 50 í Vestmannaeyjabæ en þar eru einnig Rannsóknasetur Háskóla Islands; útibú Hafrannsóknastofn- unarinnar; Viska, fræðslu- og sí- menntunarmiðstöð Vestmannaeyja; Rannsóknaþjónustan, Vestmanna- eyjum; Matvælarannsóknir Islands auk fyrirtækja sem ekki koma beint að rannsóknum eða fræðslu. Gott samstarf hefur verið á milli stofn- ana Rannsókna- og fræðasetursins undanfarin ár og samnýta þær ýmsa aðstöðu og búnað. Margrét Hjálmarsdóttir er ritari stofnana Rannsókna- og fræðasetursins. Forstöðumaður Náttúrustofunnar frá árinu 2002 er Ingvar Atli Sig- urðsson. Ingvar nam jarðfræði við Háskóla íslands og lauk doktors- 135

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.