Náttúrufræðingurinn - 2007, Page 71
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
3. mynd. Húisandarkolla með níu unga. Ljósm.: Hjálmar R. Bárðarson.
Húsandarkollan á myndinni hér
að ofan er með níu unga á læk sem
fellur úr Mývatni í Laxá (3. mynd).
Húsandaungarnir eru nýlega
komnir úr hreiðrinu. Þeir eru þá
mógráir að ofan, hvítir á kverk og á
hálshliðum og með hvíta díla á
bolnum.
Til hægri er mynd af ungum
húsandarstegg, um ársgömlum (4.
mynd). I ungfuglabúningi er stegg-
urinn líkur kollunni en stærri, hvít-
ur á bringu og við nefrót vottar fyrir
ljósum hálfmánabletti.
4. mynd. Ungur húsandarsteggur. Ljósm.: Hjálmar R. Bárðarson.
UM HÖFUNDINN
Hjálmar R. Bárðarson (f. 1918) lauk prófi í skipaverkfræði (M.Sc.) við Danmarks Tekniske Hojskole (DTU) í Kaupmannahöfn 1947.
Hann starfaði sem skipaverkfræðingur hjá Helsingor Skibsværft í Danmörku, hjá skipasmíðastöð í Englandi og hjá Stálsmiðjunni
hf. í Reykjavík 1948-1954. Hann var skipaskoðunarstjóri 1954-1970 og siglingamálastjóri 1970-1985. Hjálmar sá um hönnun og
smíði fyrsta stálskips sem smíðað var á Islandi. Hann var sæmdur riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu 1974 og stórriddara-
krossi 1981. Hann var forseti Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar (IMO) 1969-1971 og formaður ýmissa nefnda á alþjóðaráðstefn-
um um öryggismál skipa, siglingamál og varnir gegn mengun sjávar. Fyrir þau störf hlaut hann verðlaun IMO 1983. Hjálmar sat í
stjóm Verkfræðingafélags íslands 1961-1963 og í Náttúruvemdarráði 1975-1981. Hjálmar ritaði 12 myndskreyttar bækur, aðallega
um þjóðlegan fróðleik og náttúru íslands. Fyrir framlag sitt til landkynningar hlaut hann farandbikar Ferðamálaráðs 1989 og var
útnefndur heiðursfélagi í Hinu íslenska náttúrufræðifélagi sama ár. Þá er hann heiðursfélagi í Danske Camera Pictorialister í
Danmörku og alþjóðasamtökum ljósmyndara (E. FIAP).
139