Náttúrufræðingurinn - 2007, Qupperneq 72
Náttúrufræðingurinn
Ritfregnir_____________
Hjörleifur Guttormsson og Sigurður Blöndal
Hallormsstaður
í SKÓGUM
Náttúra og saga höfðubóls
og þjóðskógar
Mál og menning, Reykjavík 2005 (351 bls.)-
Aðalhöfundar bókarinnar eru höfð-
ingjarnir Hjörleifur Guttormsson,
náttúrufræðingur og fyrrum
alþingismaður, og Sigurður
Blöndal, fyrrum skógræktarstjóri,
en Hjörleifur er jafnframt ritstjóri.
Aðrir höfundar efnis eru þau
Guðný Zoéga, fornleifafræðingur,
Gunnar Guttormsson, vélfræðing-
ur, Haukur Jóhannesson, jarðfræð-
ingur, Loftur Guttormsson, sagn-
fræðingur, Sif Vígþórsdóttir, fyrr-
verandi skólastjóri grunnskólans á
Hallormsstað, Sigrún Hrafnsdóttir,
skólastjóri Hússtjórnarskólans á
Hallormsstað, og Þór Þorfinnsson,
skógarvörður Austurlands.
Bókin fjallar um Skóga, sem er
svæðið austan Lagarfljóts, frá Valla-
neshálsi í norðri til Gilsár í suðri.
Bókinni er skipt upp í átta kafla þar
sem fjallað er ítarlega um staðhætti,
náttúrufar, jarðfræði, fornminjar,
þjóðtrú og sögu, með aðaláhersluna
á höfuðbólið Hallormsstað, skóla-
setrið og vöggu skipulagðrar skóg-
ræktar á Islandi. I bókinni eru mjög
fróðleg kort sem tengjast svæðinu
og einnig fjölmargar ljósmyndir og
annað myndefni sem eykur gildi
hennar sem almenns fræðirits. Bók-
in hefur hlotið opinbera viðurkenn-
ingu sem slík, m.a. menningarverð-
laun DV í flokki fræðirita árið 2006.
Við sem höfum verið svo heppin
að fá að una við leik og störf á þessu
svæði vitum að Hallormsstaður og
Skógar eru ein af perlum íslenskrar
náttúru, ekki síst fyrir þá sem áhuga
hafa á lífríki og náttúrufari. Gamli
Hallormsstaðarskógur var girtur af
og beitarfriðaður á árunum
1905-1908 og má á margan hátt líta
á hann sem eitt elsta náttúruvernd-
arsvæði landsins, þó að stofnað
væri til hans löngu áður en hugtak-
ið þjóðgarður eða hugmyndafræði
þjóðgarða varð Islendingum töm.
Birkiskógurinn hefur breiðst mikið
út síðan, en elstu hlutar hans, sem
fengið hafa að vaxa og dafna
óáreittir í heila öld, eru nú þeir
íslensku skógar sem næst komast
því að geta kallast frumskógar. Það
er ógleymanleg reynsla að reika um
elsta hluta skógarins, sem sumstað-
ar er byrjaður að endurnýja sig. Þar
fannst nýlega elsta lifandi tré sem
vitað er um hérlendis, ríflega 180
ára ilmbjörk. Það er ekki bara skóg-
urinn sjálfur heldur einnig botn-
gróðurinn og allt lífríki sem vekur
áhuga. Þarna kemst maður e.t.v.
næst því að sjá íslenska náttúru eins
og hún getur hafa litið út þegar
Graut-Atli Þórisson nam Atlavík og
nágrenni á 9. öld.
Landnýting hefur smám saman
breyst í Skógum og nú er enginn
sauðfjárbúskapur lengur á svæðinu
frá Vallanesi að Gilsá, að frátöldum
einum bæ, Víkingsstöðum. Með því
að bera saman nokkrar aðliggjandi
jarðir sem hafa verið beitarfriðaðar
með nokkurra áratuga millibili má
með eigin augum sjá hvernig gróð-
ur og annað lífríki tekur stakka-
skiptum. Með bókina í hendi er
auðvelt fyrir hvern sem er að kynn-
ast sögu þessa svæðis og dýpkar
hún mjög skilning manns á því sem
fyrir augu ber.
Hallormsstaður var og er vagga
skógræktar á íslandi. Fyrir þau
okkar sem áhuga hafa á þeim mál-
um eru hinir ræktuðu skógar svæð-
isins ákaflega forvitnilegir. Þar finn-
ast óvenjumargar sjaldséðar trjáteg-
undir, auk þess sem þar eru nokkrir
elstu samfelldu skógarlundir lands-
ins. Bókin rekur m.a. hundrað ára
sögu trjá- og skógræktar á Hall-
ormsstað og er ómetanleg heimild
um þá merkilegu sögu.
Þó að undirritaður beini hér at-
hyglinni einkum að þeim hlutum
sem snerta hans aðaláhugasvið, þá
eru kaflarnir um jarðfræði og sögu
Hallormsstaðar, um skólasetrin og
um kvæði og myndlist sem tengjast
Hallormsstað einstaklega fróðleg og
skemmtileg lesning.
Eins og fram kom er bókin sam-
sett úr átta meginköflum, sem flest-
ir eru síðan brotnir upp í marga
nokkuð sjálfstæða undirkafla og
box. Þessi uppbygging er bæði
styrkleiki og veikleiki bókarinnar.
Styrkleikinn er að þetta býður upp á
mjög fjölbreytileg efnistök, sem höf-
undar nýta sér mjög vel. Hér finna
allir eitthvað sem sérstaklega vekur
áhuga þeirra og tengist þessu vel
afmarkaða svæði. Veikleikinn er
um leið að stundum getur verið
álitamál hvar mismunandi undir-
kaflar eða box ættu að birtast. Eina