Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2003, Blaðsíða 49

Náttúrufræðingurinn - 2003, Blaðsíða 49
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 5. desember 1996. Gömul stikn á sandínumfrá pvífyrir opnun hringvegarins 1974. Ljósmynd Oddur Sigurðsson. ur þess í bréfinu til stjórnarinnar að bátur með 12 mönnum hafi farist við Ingólfshöfða 6. apríl 1746, en fram kemur að menn töldu höfnina hafa verið betri áður. Sveinn varð að dvelja í Skaftafelli nokkra daga í bakaleið og varð að fara jökulinn til að komast vestur fyrir Skeiðará, og mun það vera fyrsta ferð á jökli yfir Skeiðará sem heimild er til um, en fram kemur hjá Sveini að áður hafi sú leið verið far- in en sé stundum ófær, jafnvel gang- andi manni. En nú kemur fram hjá Sveini að Skeiðará rann að Skafta- fellsbrekkunum vestanverðum, því hann varð að fara inn úr Grjóthól til að komast á jökulinn. Veturinn eftir var Sveini skrifað úr Oræfum og þess þá getið að 9. janúar (1794) hefði drukknað margt fé frá Svína- felli í Skeiðará, svo að greinilegt er að þá hefur hún runnið austur með sveitinni. Líklegt má telja að Skeið- ará hafi ekki verið búin að renna lengi að brekkunum, því svo er að sjá, eftir sögnum sem virðast traust- ar, að hún hafi ekki runnið austur með brekkunum fyrr en í og eftir stóra hlaupið 1861. Sveinn spurði Jón Einarsson í Skaftafelli hvernig nafnið Skeiðará hefði orðið til, en hann kvaðst hafa heyrt að vefjar- skeið hefði tapast í ánni og af því hefði hún fengið nafnið. Þetta er elsta sagan um hvernig nafnið varð til og getur verið rétt, en þar sem vit- að er að nafnið var þá a.m.k. tveggja alda gamalt getur þetta einfaldlega verið skýringartilraun. GAMLI farvegur Því miður hefur Sveinn ekki skrifað lýsingu á Skeiðarársandi sem hægt væri að bera saman við seinni lýs- ingar, en hann segir Skeiðará hafa til skamms tíma runnið í Gamla farvegi austanhallt á miðjum Sandi. Sam- kvæmt þeim heimildum sem til eru virðist eitthvað bogið við þetta. Að vísu átti áin til að renna stuttan tíma nærri miðjum Sandi síðar og getur hafa gert það einhvern tíma á 18. öld, en fram yfir aldamótin 1900 var vel þekkt örnefni austarlega á sand- inum Gamli farvegur, og virðist hafa verið sá farvegur sem hún rann í, að sögn Sigurðar Stefánssonar sýslu- manns sem áður er getið. Eftir því sem mér var sagt af mönnum sem vel vissu hvar sá farvegur var, virtist mér hann hafa verið smáspöl austan við Sæluhúskvísl, en óvíst hvað hann náði langt upp á Sand. Hugs- anlega gæti hafa fallið niður hjá Sveini orðið „fram", og hefðu átt að vera „austanhallt fram á miðjum sandi" því þá hefði það verið rétt staðsetning á þeim Gamla farvegi sem þekktur var fram yfir 1900. Hann mun hafa verið vel gróinn, sennilega stör, á þeim tíma sem faðir minn, Björn Pálsson, og Stefán Bene- diktsson, bóndi í Hæðum í Skafta- felli, þekktu hann, því að þeirra sögn heyjaði Þorsteinn Guðmundsson þar á 20 hesta árið 1902, en árið eftir jafnaði hlaup svo rækilega um far- veginn að hans sér engan stað, en sá heyskapur getur ekki hafa verið of- arlega á Sandinum. En til er ein heimild um hvað menn töldu Gamla farveg vera langt frá Hörðuskriðu; hún er í skýrslu Guðlaugs Guðmundssonar sýslu- manns um Skeiðarárhlaupið 1897 og er birt í bók Sigurðar Þórarinssonar „Vötnin stríð", á bls. 106. Sú skýrsla er byggð á athugun Stefáns Þor- valdssonar pósts, sem hafði farið ásamt tveirn öðrum til að kanna hvort hægt væri að komast austur yfir Skeiðarársand og ljúka af póst- ferð sem hlaupið hafði komið í veg fyrir. I skýrslunni segir m.a.: „Hæð- ina á hrönninni eða jöklinum segja þeir ýkjulaust 11-13 mannhæðir, þ.e. 60-80 fet, og hún nær frá Hörðu- skriðu að svonefndum „Gamlafar- veg", en það segja menn að muni vera nál. 3A mílu." Samkvæmt því 125
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.