Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2003, Blaðsíða 26

Náttúrufræðingurinn - 2003, Blaðsíða 26
Náttúrafræðingurinn o o Sunnanlands/Sc Norðanlands/Ni uthem lceland irthem Icetand C N O * o O o d? Hitastig/ Temperature ^ Úrkoma/ Precipitation b Ov O • f 0Q?<P0o° FOo C O ) H.y.s./ H.a.s. Aldúr lúpínu/ Lupin age o ® c9 ° O ®0 °/93° ° pH vJ CTl 'fð 1 2 1. ás/Axis 1 3. mynd. Niðurstöður fjölbreytugreiningar á gróðurfari reita í og við lúpínubreiður og tengslum þess við umhverfisþætti (2. tafla). Stefna örva gefur til kynna íhvaða átt meg- inbreyting í viðkomandi umhverfisþætti verður, en lengd þeirra hversu sterk fylgnin er. Staðsetning reita er sýnd á 1. og 2. ási hnitunar. - Results of multivariate analysis of variation in vegetation of plots sampled inside and outside lupin patches and its correlation with environmental variables (table 2). Arrow direction indicates direction of main change for the variable whereas the length indicates the strength of the correlation. Positions of plots along Decorana ordination axes 1 and 2. borðs, sinu, fléttna og helstu mosa- tegunda var einnig ákvörðuð á sama hátt. í hverjum smáreit var safnað sýnum af mosum og fléttum til síðari greiningar. Þannig fengust sambærilegar upplýsingar um tíðni háplöntu-, mosa- og fléttutegunda í öllum reitum, en tíðni er fjöldi smá- reita sem tegund finnst í. Fjögur sýni af jarðvegi, frá yfirborði niður á 10 cm dýpi, voru tekin í hverjum reit að lokinni gróðurgreiningu. Við tölfræðilega úrvinnslu og túlkun á gróðurgögnum var notuð fjölbreytugreining. Beitt var hnitun sem var gerð á öllu gagnasafninu í einu, þ.e. 93 reitir frá 26 sniðum á 15 stöðum á landinu. Hnitunin var byggð á tíðni allra þeirra 269 teg- unda háplantna, mosa og fléttna sem fundust í reitunum. Jafnframt var í greiningunni könnuð fylgni um- hverfisþátta við breytileika í gróður- fari. Notað var svonefnt CANOCO- forrit og beitt DCA-hnitun (ter Braak 1987). I gagnasafni yfir umhverfis- þætti voru eftirfarandi breytur fyrir hvern reit: sýrustig, heildarmagn kolefnis og köfnunarefnis í jarðvegi, áætlaður aldur lúpínu, hæð yfir sjáv- armáli, meðalársúrkoma og meðal- árshiti (1. tafla) (Borgþór Magnús- son, Sigurður H. Magnússon og Bjarni D. Sigurðsson 2001). NlÐURSTÖÐUR OG UMFJÖLLUN Megindrættir í gróðri og umhverfisþáttum Við hnitunargreiningu á gróðri og umhverfisþáttum einstakra reita innan lúpínubreiðna og á viðmiðun- arlandi utan þeirra fékkst allgóð mynd af breytileika í gróðurfari og hvað lá að baki honum (3. mynd). Þeim sem er ótamt að lesa úr niður- stöðum sem þessum er rétt að benda á að reitir (punktar) sem liggja ná- lægt hver öðrum á myndinni eru lík- ir að gróðurfari en eftir því sem lengra er á milli þeirra verða þeir ólíkari. I greiningu af þessu tagi rað- ast reitir á 1. ási eftir þeim einkenn- andi gróðri sem best greinir þá að, á 2. ás eftir einkennum sem næstbest aðgreina og síðan koll af kolli á fleiri ásum. Hér er látið nægja að skoða niðurstöður á 1. og 2. ási, sem að jafnaði hafa mest upplýsingagildi. I greiningunni reyndist eigingildi ásanna vera 0,46 og 0,25. Með því að kanna fylgni umhverfisþátta við þessa ása má komast nær um hvað veldur mun á gróðri reita. En hvað má þá lesa út úr þessari skipan reita (3. mynd)? í fyrsta lagi er munur á milli landshluta. Reitir frá svæðum sunnanlands eru mjög dreifðir eftir 1. ási en mynda jafn- framt þétta og afmarkaða þyrpingu lengst til vinstri á ásnum. Reitir frá svæðum norðanlands hafa hins veg- ar minni dreifingu á 1. ási en eru dreifðari á 2. ási. Reitir þaðan mynda heldur ekki viðlíka þyrpingu og reit- ir frá sunnanverðu landinu. Hvað hér liggur að baki má betur greina með því að líta á hvaða breytingar verða á umhverfi og gróðri á milli reita. Inn á myndina hafa verið teiknaðar örvar sem sýna tengsl ein- stakra umhverfisþátta við breyti- leika í gróðurfari, samkvæmt fylgni- útreikningum greiningarinnar. Lengd örva gefur til kynna hversu sterk tengslin eru, en stefna þeirra í hvaða átt meginbreyting verður. Köfnunar- efni (N), kolefni (C) og sýrustig (pH) í jarðvegi höfðu, ásamt aldri lúpínu, sterkust tengsl við gróðurfarið. Tengslin við hita og úrkomu voru nokkru minni og langminnst voru þau við hæð reita yfir sjávarmáli. Stefna veðurfarsþáttanna fór saman við 1. ásinn og aldur lúpínu vék ekki langt þar frá. Breyting á jarðvegs- þáttunum tengdist hins vegar báð- um ásunum (3. mynd). Bein fylgni á milli reitahnita og umhverfisþátta, sem reiknuð var, skýrir þessi tengsl enn frekar (2. tafla). Allir mældir umhverfisþættir, nema hæð reita yfir sjó, höfðu marktæka fylgni við 1. ás, en sterkust var fylgnin við köfnunarefni í jarðvegi og aldur lúpínu. Aðeins jarðvegsþættirnir sýndu marktæka fylgni við 2. ás og var fylgni við kolefni langhæst (2. tafla). 102
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.