Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2003, Blaðsíða 30

Náttúrufræðingurinn - 2003, Blaðsíða 30
Náttúrufræðingurinn 10. mynd. Ytrafjall í Aðaldal, reitur í jaðri um 20 ára gamallar breiðu. Hér var lúpínan þéttust við jaðarinn þar sem hún breiddist út (til vinstri) en hörfaði fljótt og var mjög gisin í eldri hlutanum (til hægri). Fremur litlar breytingar urðu á gróðurfari í lúpínu- breiðum á Ytrafjalli og lítil færsla á reitum á hnitamynd. í þessum reit voru 36 tegundir plantna. - Ytrafjall site, a plot at the edge of a 20 year-old patch, 36 species where recorded within the plot. The lupin did not maintain a dense cover for many years at the site and the effects on ground vegetation where rather limited. Ljósm./Photo: BM. Hvaða gróðurbreytingar fylgja lúpínu? Við framvindu sem verður í kjölfar þess að lúpína nemur land er tals- vert breytilegum gróðri, sem ein- kenndi viðmiðunarreiti okkar á söndum, melum, mosaþembu og mólendi utan breiðna, þrengt til einsleitara gróðurfars (3. og 5. mynd). Innan lúpínubreiðna fækkar tegundum yfirleitt til muna (4. mynd, 2. tafla) þar eð miklu fleiri tegundir hverfa úr gróðri en þær sem nema land og geta vaxið með lúpínunni. Lágvaxnir runnar, starir, seftegundir, smávaxnar breiðblaða jurtir og fléttur hafast ekki við í lúpínubreiðum. Flestar grastegund- ir, hávaxnar breiðblaða jurtir, elfting- ar og mosar, sem eru skuggaþolin, geta hins vegar vaxið áfram með lúpínunni eða numið land í breiðun- um. A svæðum þar sem lúpína hef- ur vaxið lengi myndast því fremur tegundasnautt samfélag lúpínu og grastegunda sem oft er ríkt af elft- ingu og hávöxnum blómjurtum. Helstu einkennistegundir í gróðri þessara svæða eru eftir aðstæðum, auk alaskalúpínunnar, vallarsveif- gras, blásveifgras og túnvingull, brennisóley, túnfífill, túnsúra, blá- gresi, vallelfting, ætihvönn, geit- hvönn, skógarkerfill og mosarnir engjaskraut, móasigð og tildurmosi (12.-13. mynd). Það er hins vegar mikill svæðismunur, einkum á milli lúpínubreiðna á sunnan- og norðan- verðu landinu. A þurrum mela- svæðum inn til landsins á Norður- landi nær lúpína ekki að mynda þéttar, hávaxnar breiður. Þar eru áhrif lúpínu á gróður og jarðveg minni. Þar getur lúpínan jafnvel ýtt undir tegundafjölbreytni og land- nám tegunda, (Borgþór Magnússon, Sigurður H. Magnússon og Bjarni Diðrik Sigurðsson 2001), þeirra á meðal birkis sem að jafnaði á erfitt með að vaxa upp af fræi í þéttri lúpínu (Ása L. Aradóttir 2000). Á sunnanverðu landinu reyndist fjöldi plöntutegunda í reitum á viðmiðun- arlandi utan lúpínubreiðna vera á bilinu 20-60 en hann féll niður í 5-25 inni í elsta hluta breiðna. Á norðan- verðu landinu voru hins vegar 10-55 tegundir í reitum á viðmiðunar- landi, en 3-62 tegundir inni í elsta hluta breiðna. Gróðurframvinda sem fylgir landnámi alaskalúpínu hér á landi, og vísbendingar hafa áður komið fram um (Halldór Þorgeirsson 1979), er fremur lík því sem lýst er í rann- sóknum erlendis þar sem lúpínur leika lykilhlutverk. Samfélög sem myndast í hárri og þéttri lúpínu eru yfirleitt fremur tegundafá og rík af grösum og stórvöxnum blómjurtum en fjölbreytni er meiri þar sem lúpín- 106
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.