Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2003, Síða 16

Náttúrufræðingurinn - 2003, Síða 16
Náttúrufræðingurinn stöður marga bálka í stóru broti. Þjóðverjar og Norðurlandabúar koma einnig við sögu. Norðmenn voru trúir hafinu eins og löngum áður og fóru í margan leiðangurinn um Norðurhöf. Ber þar í haffræðinni hæst Henrik Mohn (1835-1916), Björn Helland-Hansen (1877-1957) og Fridtjof Nansen (1861-1930), en þeir lýstu ítarlega m.a. straumum í Norðurhöfum og áttu tveir þeir síð- arnefndu stóran hlut í nákvæmum mælingum haffræðinga síðari tíma. Svíar áttu og sína haffræðinga, m.a. Otto Pettersson (1848-1941), sem helgaði sig einkum hafstraumum og skýringum á breytileika þeirra. Frjó- ar kenningar hans hafa þó ekki allar staðist tímans tönn. Danir komu mikið við sögu á 19. öldinni á norð- anverðu Norður-Atlantshafi, og verð- ur nánar sagt frá því hér á eftir. Norræni skólinn lagði þannig um og eftir aldamótin 1900 drjúgt af mörkum á sviði haffræða, þá einnig á sviði fræðilegrar haffræði. Menn nýttu sér tíðum lögmál eðlis- fræða og veðurfræða, sem voru í miklum metum í Þýskalandi, Sví- þjóð og seinna einnig í Noregi. Sænski eðlisfræðingurinn Vagn Walfried Ekman sýndi (1905) m.a. fræðilega hvernig og hvers vegna hafstraumar á norðurhveli leita til hægri við vindstefnuna, jafnframt því sem aðrir Svíar og Norðmenn áttu mikinn hlut í grundvallaratrið- um fræðilegrar straumfræði. SjÓRAN NSÓKN I R DANA Á ÍSLENSKUM OG NÁLÆGUM HAFSVÆÐUM Allt frá fyrri hluta nítjándu aldar og fram að seinni heimsstyrjöld birtu Danir fjölda greina um hafsvæðið umhverfis Island og nálæg haf- svæði. Niðurstöðurnar byggðust á athugunum á dönskum varð- og herskipum sem og rannsóknaskip- um. Höfundar voru m.a. forstjórar dönsku sjómælinganna og veður- stofunnar, flotaforingjar og skipstjór- ar sem og haffræðingar. Hæst ber meðal annarra Carls Irminger flota- foringja, sem birti 1843,1853 og 1861 greinar um hafstrauma og hitastig á norðanverðu Norður-Atlantshafi. Niðurstöður hans um heitu og köldu straumana á Islandsmiðum mörkuðu þáttaskil, og sú grein Golfstraumskerfisins sem berst hingað til lands er við hann kennd, þ.e. Irmingerstraumur. Þess er getið í ritum að íslenskur maður, Einar Ás- mundsson í Nesi, hafi fyrstur manna (1861) gert sér hugmynd um að grein úr hlýsjónum, Hóastraum, færi austur með Norðurlandi. Irminger hafði ályktað í greinum sínum að kaldur straumurinn að norðan væri þar á ferðinni. Víðlesinn maður eins og Einar í Nesi hefur e.t.v. þekkt rit- gerðir Irmingers og að einhverju leyti byggt skoðanir sínar á þeim, skoðanir sem síðan styrktust af hyggindum heimamanns. Sjórann- sóknir Dana hér við land á varðskip- inu „Fylla" (1878-1879) tóku af allan vafa um að hugmynd Einars í Nesi væri rétt. I þeim leiðöngrum var afl- að upplýsinga um skilin milli kalda og hlýja sjávarins í Grænlandssundi og fyrir Norðurlandi, og einnig um ástand sjávar í djúplögum. Sömu- leiðis birtust niðurstöður mælinga um dýpi milli Færeyja, Islands og Grænlands, þ.e.a.s. um neðansjávar- hrygginn milli landanna. Hitamæl- ingar voru m.a. notaðar til að draga ályktanir af niðurstöðum (A. Mouri- er 1880). Enn birti danskur sjóliðsforingi (Carl Ryder og Rördam 1895) merk- ar niðurstöður sjórannsókna í Norð- urhafi og norðanverðu Norður-Atl- antshafi 1891-1892. Hann lýsti straumum djúpt og grunnt og gerði sér grein fyrir uppruna þeirra. Hita- mælingar Ryders voru taldar þær bestu til þess tíma, en hann notaði nýja tegund djúphitamæla (svo- nefnda vendimæla). Næst var komið að rannsókna- leiðöngrum á Islandsmið og nálæg hafsvæði á varðskipinu „Ingolf" 1895 og 1896, en sérstakri aðstöðu til hafrannsókna var komið upp í skip- inu. Margar greinar voru ritaðar um niðurstöður. Meðal annars var í fyrsta sinn lýst Reykjaneshrygg (C. Wandel 1898), sem teygir sig suð- vestur í haf frá Reykjanesskaga, og haffræðingurinn Martin Knudsen lýsti fyrstur manna hinum kalda Austur-íslandsstraumi (1898). Hann framkvæmdi nákvæmar hita- og seltumælingar og var reyndar braut- ryðjandi í nákvæmum seltumæling- um og kvörðun á hitastigi með vendihitamælum. Straumathuganir með rekflösk- um voru mikið stundaðar í dönsku leiðöngrunum. Á fyrsta strauma- korti sinnar tegundar frá íslands- miðum birtist Irmingerstraumur sem ein kvísl úr suðri og vestur með landinu (Ryder 1904). Sjórann- sóknir á danska rannsóknaskipinu „Thor", sem varð seinna björgunar- og varðskipið „Þór", í byrjun tutt- ugustu aldar (1904-1908) bættu þekkinguna til muna. Niðurstöður frá rekflöskum sýndu breytta mynd frá straumakorti Ryders, þ.e.a.s. að hlýsjórinn að sunnan klofnaði í tvær kvíslar og fór önnur til vesturs með landinu en hin til austurs (Nielsen 1904-1908). Áfram var haldið með rekflöskur og sýndu niðurstöður m.a. réttsælis hafstrauma í kringum Island (Vedel Táning 1931). Þess skal getið að Bjarni Sæmundsson, fiski- og nátt- úrufræðingur, tók virkan þátt í leið- öngrum á „Thor". Árið 1924 hófu Danir kerfis- bundnar sjórannsóknir á hafinu við Island á rannsóknaskipunum „Dana II" og „Dana III" með athug- unum á föstum stöðum. I stórum dráttum breyttist heildarmynd af ástandi sjávar og hafstrauma ekki en árstíðasveiflur og breytingar frá ári til árs komu í ljós. Þessum kerf- isbundnu rannsóknum lauk 1939 í byrjun heimsstyrjaldar. Sem fyrr héldu Danir áfram at- hugunum á straumum með rek- flöskum í leiðöngrum 1928-1939. Niðurstöður birtust að lokum eftir stríð, 1946, í ítarlegri ritgerð eftir haffræðingana Frede Hermann og Helge Thomsen. Athyglisvert er að skipting hlýsjávar að sunnan í tvær greinar vestur og austur með landi birtist nú aftur eins og hjá Nielsen áður. Aðrir Danir nýttu sér einnig tíma stríðsáranna 1939-1945, þegar leiðangrar og annað stúss lá niðri, til að gera gögnunum skil. Þannig 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.