Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2003, Blaðsíða 5

Náttúrufræðingurinn - 2003, Blaðsíða 5
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Mýrdalsjökull ®Enta A t Austmanns- Entu- jökull lmnragarðar Kötlu- jökull ■'£> Síílhbimahciði Sólheima Isandur Mýrdalssandur, Jan.-sept. 2003 M 1 2 3 4 i OOO I I I 19.0°V 19.5 V 63.8 N 63.7 N 63.5 N 5IL GPS 20 km 1. mynd. Yfirlitskort af Kötlusvæðitm. Sýndir eru skjálftamælar (þríhyrningar), fastar GPS-stöðvar (grænir ferningar) fyrir samfelld- ar mælingar, öskjur (broddlínur) og upptök skjálfta (rauðir hringir) stærri en 1,5 á tímabilinu janúar-september 2003. - Index map of the Katla region in S-Iceland. Triangles show the location of seismographs, green squares stations of continuous GPS-measurem- ents, and red circles epicentres of earthquakes of magnitude larger than 1.5 in the period January-September 2003. 10 km í þvermál og 600-700 m djúp (Kristján Sæmundsson 1982, Helgi Björnsson o.fl. 2000) (1. og 2. mynd). Ekki er vitað hvenær hún varð til en að líkindum hefur það gerst í fyrri hamfaragosum, þegar mikil kvika hefur horfið úr kvikuhólfi undir eld- stöðinni. Mikill hluti af gosefnum Kötlu er basalt, FeTi-basalt sem svo er nefnt vegna hás hlutfalls járns (Fe) og tít- ans (Ti) í því (Sveinn Jakobsson 1979). Þetta er einkenni gosefna í framsæknum rekbeltum á hafsbotni. Það eru rekbelti sem eru að lengjast í annan endann, sækja fram, venju- lega á kostnað annars rekbeltis í ná- grenninu. I Kötlu finnst einnig um- talsvert magn af súrum bergtegund- um, t.d. í Kötlukollum, Austmanns- bungu, Entu og Gvendarfelli (Hauk- ur Jóhannesson o.fl. 1982). Þessir staðir hafa á sér yfirbragð gúla. Slík- ar myndanir verða gjarnan til í gúla- gosum en þá kemur kvikan upp í næstum föstu formi og myndar fjall yfir gosstaðnum án þess að renna burtu. Hér á landi er súrt berg talið myndað að mestu við uppbræðslu á basalti í jarðskorpunni (Kristján Jón- asson 1994). Sumar megineldstöðvar hafa myndað súra gúla umhverfis öskjur sínar og eru Krafla og Katla skýrustu dæmin um þetta. Katla er ein þriggja eldstöðva á ís- landi sem gjósa oftast. Hinar eru Hekla og Grímsvötn. Þessar eld- stöðvar eru allar stórvirkar og á há- tindi ferils síns. Spurningin er því ekki hvort Katla gýs, heldur hvenær það gerist næst og hvort hægt verð- ur að segja fyrir um þau umbrot. Flest gos Kötlu eiga sér stað undir þykkum ís. Þannig fer stór hluti orkunnar í að bræða jökulinn. Vatn- ið leitar undan jöklinum í gríðarleg- um jökulhlaupum. Flest jökulhlaup frá Kötlu á sögulegum tíma hafa komið undan Kötlujökli og hlaupið fram á Mýrdalssand. Aðeins þrisvar hafa hlaup einnig komið undan Sól- heimajökli (1357, 1755 og 1860). Þekkt eru forsöguleg hlaup sem hafa komið undan Entujökli og farið nið- ur Markarfljót (Hreinn Haraldsson 1981). Síðasta stórgos varð 1918 og fylgdi því hlaup niður Múlakvísl og aðrar ár á Mýrdalssandi. Minna flóð kom fram undan Kötlujökli 1955 og skolaði burt brúnni yfir Múlakvísl. Þetta hlaup orsakaðist líklega af litlu gosi undir jöklinum sem ekki náði að bræða sig upp í gegnum hann. 81
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.