Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2003, Blaðsíða 44

Náttúrufræðingurinn - 2003, Blaðsíða 44
N á ttúrufræðingurinn Sigurður Björnsson S KEIÐARÁRSAN DUR OG SKEIÐARÁ Hér verða raktar heimildir um Skeiðará og Skeiðarársand og reynt að ráða í hvað úr þeim má lesa. I Landnámu er sagt um Þorgerði, sem nam land í Oræfum, að hún og synir hennar ... námu allt Ingólfs- höfðahverfi milli Kvíár og Jökulsár. Ekki fer milli mála að þama er átt við stærstu ána sem þar kom frá jökli og hafa þá tvær stærstu árnar, sem mnnu sín hvomm megin við sveit- ina, borið sama nafn. Þessi setning mun komin frá Kolskeggi fróða og í letur færð eftir ellefu hundmð, en þó ekki löngu síðar, og mun Skeiðarár- nafnið vera síðar tilkomið. Engin lýsing á landinu felst í þessum orð- um og segja þau ekkert um hvar áin Jökulsá rann þá. Og þó. Þarna er sagt að hún réð mörkum milli Ingólfs- höfðahverfis og Fljótshverfis. Nú em mörkin þar sem Súlutinda ber sam- an (sett 1890) og fjömmörkin em skammt frá, en þó önnur enda frá öðmm tíma. Þessi á hefur eflaust verið aura- vatn og ekki mnnið í föstum farvegi þó hún rynni á takmörkuðu svæði og ósinn færðist lítið til. En landið umhverfis ána hefur verið ógróið og því verðlaust og þess vegna engu máli skipt þó áin færðist þar svolítið til. En fjaran var verðmætt land og þar hafa menn fljótt sett föst mörk sem hafa verið svo nærri ósi árinnar sem hægt var. Þessi mörk munu vera þau sömu og enn gilda milli Núpsstaðarfjöm og Skaftafellsfjöm og em miðuð við að svokallað Bása- rákarnef, sem er sunnan í Lóma- gnúp, beri í vissan stað í gilinu vest- an við. Þessi mörk em kippkorn austar en núverandi mörk milli sýslnanna en þau vom, eins og áður er sagt, sett árið 1890. Fjömmörkin em því mjög á ská eftir fjöranni og hafi land færst fram hafa mörkin því færst austur, en vestur ef gengið hef- ur á landið. Ekkert skal um það full- yrt hvort fjaran hefur breyst frá því að mörkin voru sett, en líklegra virðist að ströndin hafi fremur gengið fram en að af henni hafi eyðst, og því ólíklegt að Jökulsá á Sandi (þ.e. Skeiðará) hafi runnið austar til sjávar þegar mörkin vom sett en þau em nú. Þá er og þess að geta að á 20. öld hrapaði dálítið af Básarákarnefi og hafi það gerst öðm hvom á liðnum öldum hefur það getað fært mörkin aðeins austar. Raunar er fleira sem styður að áin hafi mnnið fram miðjan sand, eða ekki austar, á fyrstu öldum byggðar landsins, þó ekki séu um það ritaðar heimildir. Saga bæjarins Breiðár á Breiðamerkursandi ber því glöggt vitni að jöklar vom miklu minni á söguöld en nú og Skeiðarárjökull getur varla hafa náð fram fyrir Færinesið á landnámsöld, jafnvel ekki náð að Grænalóni. Fyrir gosið í Öræfajökli 1362 nefndist byggð sú sem nú heitir Ör- æfasveit Litla-Hérað. Höfuðból sveitarinnar var Rauðalækur og þar var kirkja og prestssetur. I eldri mál- daga Rauðalækjarkirkju er nefndur Lómagnúpssandur, en ekkert er um það að hafa hvort hann var stór eða lítill (íslenskt fornbréfasafn I, bls. 248). Hann er ekki nefndur fullu nafni í Njálu, þar er aðeins sagt að „þeir riðu vestur á sand", sem sagt, sama orðalag og notað hefur verið fram á þessa öld þegar farið var vestur á Skeiðarársand. Segja má þó að nafnið Lómagnúpssandur bendi fremur til nálægðar við Núpinn. Guðmundur góði En það er ekki fyrr en í sögunni af Guðmundi Arasyni, þegar hann kom að Svínafelli 1201 og sagt er frá í Sturlungu, að getið er um erfið- leika af völdum vatna á þessum slóðum. Frásögnin er svohljóðandi: „Þá kemr hann á þann bæ, er at Lómagnúpi heitir. Þar var þá hlaup í ánni, Lómagnúpsá, svá mikit, at Árni bóndi hafði af komizt við illan leik, ok dmkkn- aði maðr fyrir honum af hlaupi árinnar. Hon braut víða land. Menn sátu við ána fyrir austan ok máttu eigi yfir komast, því at áin var berlega ófær. Ok er þeir Guðmundr prestr kómu at ánni, þá stíga þeir af baki ok sjá at áin mun ófær, ok bíða. Þá sjá þeir, at áin fellr fram. En er þeir höfðu langa stund setit við ána ok treystust eigi á at ríða, þá sjá þeir, er fyrir austan sátu ána, at áin fell fram, ok ráða til og ríða. Þá ríða þeir Guðmundr prestr ok föruneyti hans á ána - ok hittast á ánni nær miðri ok þeir, er austan kómu at, ok fórst hvám tveggja vel. En er hvárir- tveggja kómu yfir ána, þá vex hon þegar ok var ófær nökkura daga eftir" (Sturlunga I). Hér er nefndur bærinn Lómagnúp- ur og Lómagnúpsá. Þessi örnefni em ekki lengur til en talið er að þetta séu gömul nöfn á Núpsstað og Núpsvötnum. Þessi frásögn er einnig í Miðsögu Guðmundar Ara- sonar og er þar orðamunur en ekki meiningar. En svo er sagt að áin hafi vaxið aftur eftir að Guðmundur og 120 Náttúrufræðingurinn 71 (3-4), bls.120-128, 2003
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.