Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2003, Blaðsíða 59

Náttúrufræðingurinn - 2003, Blaðsíða 59
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Páll Einarsson Lyngbobbi finnst í REYKJAVÍK í júní 2003 átti ég erindi í Gróðrarstöðina Mörk í Fossvogsdal. Varð þá á vegi mínum sprækur lyngbobbi (Arianta arbustorum (Linnaeus, 1758)) sem greinilega átti þarna heima. Þetta væri ekki í frásögur færandi nema vegna þess að fram til þessa hefur útbreiðsla lyngbobbans á íslandi verið að mestu bundin við Austurland og mér vitanlega hafði hann ekki áður fundist á Suðvesturlandi. Ég hringdi strax í Odd Sigurðsson og kom hann með myndavél til að mynda gripinn. Snigillinn var byrjaður að verpa eggjum þegar Oddur kom og gáturn við fest það á filmu (1. mynd), u.þ.b. 15 egg. I júlí 2003 fór ég og leitaði umhverfis Mörk. Fann ég ekkert sunnan og vest- an stöðvarinnar fyrr en kom að íþróttasvæði Víkings. Þar sunnan við áhorf- endapallana var hins vegar mjög líflegt samfélag. Hundruð lyngbobba voru þar við girðinguna, í grasi og undir limgerði. Eigandi gróðrarstöðvar- innar sagðist hafa orðið bobbanna var í nokkur ár í gróðurhúsum og væru þeir nokkuð örugglega komnir með plöntum frá Danmörku. Varð hann fyrst var við þá utandyra sumarið 2003. Ioktóber sama ár frétti ég af bobbum í garði við Kaplaskjóls- veg í Vesturbænum og sann- reyndi að þar var líka á ferðinni lyngbobbinn. Nánari eftirgrennslan leiddi í ljós að lyngbobbar hafa fundist nokkrum sinnum á höfuð- borgarsvæðinu á undanförnum árum. Hjá Náttúrufræðistofnun eru skráð fjögur dæmi: 1. Einn bobbi fannst í Örfirisey árið 1995, líklega kominn með timburfarmi frá Eistlandi. 2. Fimm bobbar teknir í húsa- garði við Skipasund árið 1998. 3. Nokkrir bobbar sáust í gróður- skjólbelti við íþróttasvæði Hauka að Asvöllum í Hafnar- firði árið 2001. 4. Mikill fjöldi lyngbobba fannst í gamalli gróðrarstöð í órækt við Víðistaðatún í Hafnarfirði í ágúst 2003. Greinilegt er að lyngbobbinn hefur náð fótfestu á höfuðborgarsvæðinu og má búast við að hann sé þar víða að finna. Heiti Latína: Arianta arbustorum (Linnaeus, 1758) Enska: Copse snail (copse = kjarr) Þýska: Baumschnecke, Gefleckte Schnirkelschnecke Danska: Kratsnegl (krat = kjarr) LÝSING Lyngbobbinn er með stærstu land- kuðungum hér á landi og er ásamt brekkubobbanum (Cepaea hortensis (Múller, 1774)), sem lifir á Suður- landi, raunar í sérflokki hvað stærð varðar. Fullvaxnir geta kuðungarn- ir verið 14-28 mm í þvermál (Kern- ey o.fl. 1983). Þeir eru traustbyggð- ir og næstum hnattlaga en talsvert breytilegir að lögun (2. og 3. mynd). Hyrnan er yfirleitt lág en hæð hennar er breytileg. Kuðung- 135
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.