Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2003, Blaðsíða 14

Náttúrufræðingurinn - 2003, Blaðsíða 14
Náttúrufræðingurinn Oceanos 1. mynd. Heimsmyndin 500 f.Kr. Löndin umlukt svelgnum ógurlega - Oceanos. mitt annað árþúsundið bættu svo um betur varðandi hnattræna þekk- ingu á afstöðu láðs og lagar. Kól- umbus fann Ameríku, þótt hann í raun stigi aldrei fæti á land á megin- landinu þar í álfu né vissi að hann hefði fundið „nýjan heim". Magellan sigldi fyrstur umhverfis jörðina þótt hann reyndar félli fyrir innfæddum á miðri leið. Þetta minnir á „ferðina sem aldrei var farin" eftir Sigurð Nordal (1940,1957). Þessi samlíking er e.t.v. langsótt og ekki allra að sam- þykkja. Höfundi þykir það samt sammerkt með þeim félögum, sögu- hetju Sigurðar, Luciusi Cæsiliusi Metellusi, Kólumbusi og Magellan, að þeir áttu sér sína drauma og stefnumið, sem öll skiluðu árangri án þess þó að þeir sjálfir næðu bók- staflega og beinlínis á leiðarenda. Það er svo ekki fyrr en á tuttug- ustu öldinni að hnattræn afstaða láðs og lagar á jörðinni telst nánast að fullu kunn, þekking sem byggist ekki á siglingum og landkönnun einum saman heldur á athugunum frá flugvélum og gervihnöttum. FUNDUR ÍSLANDS Landnám Islands tengist siglingum og landafundum órofa böndum svo sem alkunna er. I Islandssögu eftir Þórleif Bjarnason (fyrra hefti, Ríkis- útgáfa námsbóka) segir m.a. svo frá: „Vestur í hafi var nýlega fundið land sem þeir fóstbræður höfðu heyrt tal- að um. Lék þeim forvitni á að kynn- ast því. Þeir fóru eins konar rann- sóknaför og voru hér einn vetur. Þeim leist vel á landið og ákváðu að flytjast hingað. I þeirri för skaut Ingólfur fyrir borð öndvegissúlum sínum og hét hann því að hann skyldi búa þar sem guðirnir létu súl- urnar hans bera að landi [(2. mynd)]. Ingólfur lét þræla sína leita öndveg- issúlna sinna vestur með landi. A þriðja sumri fundu þrælar Ingólfs öndvegissúlur hans í vík einni á norðanverðu Seltjarnarnesi. Þar reisti Ingólfur sér bæ og nefndi stað- inn Reykjavík." Ingólfur var þannig ekki aðeins fyrsti landnámsmaður fslands held- ur og fyrsti haffræðingur landsins. Skemmtilegt er það í sögu Þórleifs að umtal og forvitni ræður ferðum þeirra fóstbræðra út á hafið, þeir fara í rannsóknaferð eins og landkönn- uðir þótt ill örlög séu á undan geng- in eða landflótti. Þetta er saga land- könnuða og landnema fyrr og síðar. Hvort sem einstök atriði sögunnar eru sönn eða skálduð, þá er víst að miklir þjóðflutningar voru út til Is- lands um 900 árum frá upphafi tíma- tals kristinna manna. Ingólfur var í sögunum ekki einn um að láta goðin ráða sér heilla í nýju landi. Það gerðu margir aðrir landnámsmenn eins og skýrt er frá í bókinni Hafið eftir fyrsta íslenska nútímahaffræðinginn, Unn- stein Stefánsson (1961, 1999). Unn- steini þykir sýnt að landnámsmenn hafi í aðalatriðum þekkt hafstrauma við Suður- og Vesturland og verður það ekki rengt. Margir staðir á ströndum íslands eru kenndir við einhvers konar reka. Örnefni kennd við stokka, súlur, kefli og bolunga vísa beinlínis til trjá- stofna eða rekaviðar frá öðrum lönd- urn, eins og Síberíu og Vesturheimi. Einnig má nefna lausnarsteina, sem eru trjáaldin frá Vesturheimi og þjóðtrúin gæddi sérstökum mætti við m.a. barnsfæðingar. Rekinn, staðarnöfnin og þekking á haf- straumunum við landið hafa síðan e.t.v. orðið tilefni söguritunar um öndvegissúlur nafnkunnra höfð- ingja á landnámsöld. I seinni tíð bár- ust t.d. einnig fyrir vindi og straumi brotin skip og sjórekin lík, frá sjó- slysum út af Suðvesturlandi, fyrir Garðskaga inn á Faxaflóa og upp á Mýrar í Borgarfirði eins og súlur Ingólfs og kista Kveldúlfs forðum daga. Það er í góðu samræmi við hafstrauma á slóðinni. Hér skal geta þess að mikinn fróðleik um rekavið, rekastrandir og rekajarðir er að finna í öndvegisritinu íslenskir sjávarhættir (1. bd., 1980) eftir dr. Lúðvík Kristj- ánsson sagnfræðing. 2. mynd. Landnámsmaður með öndvegis- súlur á ellefu hundruð ára afmæli land- náms Ingólfs (1974) um borð i r.s. Bjarna Sæmundssyni. Ljósm. Sv.A.M. 90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.