Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2003, Blaðsíða 50

Náttúrufræðingurinn - 2003, Blaðsíða 50
Náttúrufræðingurinn 15. apríl 1996. Vörðubrot á gamalli leið yfir Skeiðarársand, e.t.v. frá þvífyrir 1840. Ljósmynd Oddur Sigurðsson. hefur Gamli farvegur verið aðeins vestar en Sæluhúskvísl, og fær það stuðning í bréfi sem Hannes Jónsson á Núpsstað skrifaði Jóni Eyþórssyni um sama hlaup, sem hann segir muni hafa náð um 1 km austur fyrir þann stað sem sæluhús var síðar byggt á, en Hannes mun hafa farið með Stefáni austur yfir Sandinn næstu póstferð eftir hlaupið. Gamli farvegur virðist því hafa verið á svip- uðum slóðum og Sæluhúskvísl. Ebenezer Henderson Næsta svipmynd af Skeiðarársandi er frá 1814, þegar Ebenezer Hender- son fór yfir hann en frásögn hans er svohljóðandi: „Þegar við vorum komnir miðjaleið á sandinn, varð fyrir okkur framskot það úr jöklin- um, er kom 1787. Er það upp- hækkun 3CM0 feta há og marg- ir hektarar að flatarmáli. Yfir að sjá er hún alveg eins og sandur- inn. Fyrst í stað hafði ég enga hugmynd um að það væri ann- að en svona geysilega víðáttu- mikill sandhóll, eða jarðhæð, er staðið hefði af sér ofurþunga flóðanna, en eftir að hafa riðið það meira en mílu vegar, áttaði ég mig á því, að ég var á leið yfir dyngju gamals íss. Ef ekki hefði verið fyrir greind og langa reynslu fylgd- armannsins (Bjama Jónssonar í Skaftafelli S.B.) mundi ég fyrir víst ekki hafa þorað að halda áfram í þessa átt. Við fómm niður í hvilft og þar á milli stórra tjarna af hvítu vatni. Líka fórum við fram hjá nokkrum uppsprettum, sem allmiklar ár mnnu úr út á sand- inn. Svæði þetta er líklega um það bil þrjá mílufjórðunga frá núverandi jökulrönd, og ná- lægt miðju á því belti em marg- ir smá hólar, er hafa setið eftir, þegar jökullinn dróst seinast til baka 1812, síðasta skiftið sem hann hefur sést hreyfast" (Eb- enezer Henderson 1957). Raunar munu Skaftfellingar hafa séð jökulinn eyðast en ekki hreyfast til baka eftir framskriðið. Henderson mun hafa notað ensk- ar mílur og þetta svæði því verið um 1 km frá jökli. Það em því lítil líkindi til að hann hafi hopað svo mikið á tveim ámm. En þetta hefur ekki ver- ið eftir framskrið jökulsins, því þá hefði verið farið framan við þetta svæði. En eftir Skeiðarárhlaupin var fangaráðið að fara sem næst jöklin- um, því þó þar væri vondur vegur, var hann enn hættulegri utar og jakahrönn gat náð nærri til sjávar. Ekki er víst að Henderson hafi til fullnustu skilið hvað Bjarni sagði honum, enda skrifað eftir minni og getur ártal hafa ruglast. Sennilega hefur þessi myndun orðið til í hlaup- inu 1796 sem líkur em til að verið hafi stórt, eftir 12 ára hlé, og ef það hefði myndast fyrr er líklegt að Sveinn hefði getið um það. Þetta hef- ur því verið jakahrönn sem hefur hulist aur. E.t.v. hefur Háalda, sem hlaupið 1923 tók, verið hluti af þessu svæði sem Henderson lýsir. Hannes á Núpsstað sá einu sinni jökul í henni þegar Háöldukvísl hafði graf- ið dálítið úr henni. Þó að rétt sé að hlaupin hafi eytt öllu grasi, eða komið í veg fyrir að það myndaðist, var alltaf eitthvað af melkollum utan til á sandinum og er vitað að sumir þeirra vom gamlir, svo sem Skollamelur, sem sögn var 126
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.