Náttúrufræðingurinn - 2003, Blaðsíða 40
Náttúrufræðingurinn
1. mynd. Innskot ofan Akureyrar. Stóra-Krumma ber vid himin fremst. Bak við hann sér í Bónda. Hlíðin, sem ber við himin niður af
Bónda, er úr djúpbergi. Neðst skín sól á Einbúa. - The intrusions in the mountains near Akureyri. Ljósm./Photo: AH.
Árni Hjartarson og Hafdís Eygló Jónsdóttir
Þríklakkar og
EINBÚI - INNSKOT
OFAN AKUREYRAR
Undanfarin ár hefur verið unnið að gerð jarðfræðikorts við Eyjafjörð fyrir
Norðurorku. Ýmislegt hefur komið í ljós sem ekki var vitað um áður, eins
og eðlilegt er þegar nýtt svæði er kortlagt. Meðal annars uppgötvaðist stórt
innskot í fjallseggjunum sunnan við Súlur og nær það frá Bónda og suður
að Kerlingu (Árni Hjartarson og Hafdís Eygló Jónsdóttir 1999, 2001).
INNSKOTIÐ
Þríklakkar nefnast tindar á þessari
fjallsegg, 1360 m háir þar sem hæst
ber. Innskotið er kennt við þá og
nefnist einfaldlega Þríklakkar eða
Þríklakkainnskot, en það nær einnig
yfir Bónda sem er nyrsti tindurinn í
tindaröðinni (1. og 2. mynd). Það er
að megninu til úr basísku bergi en
hluti þess er úr súru og ísúru bergi.
Það er um 2,5 km á lengd, um 1 km
á breidd og 320 m á þykkt þar sem
þykkast er. Rúmtak djúpbergsins er í
dag 0,6-0,7 km3. Ekki er vitað hve
mikið hefur sorfist burt af hinu upp-
runalega bergi en varlega áætlað
gæti það verið helmingurinn. Rúm-
takið gæti því hafa verið um 1,3 km3
í upphafi. Berggerðin í basíska hlut-
anum er grófkornótt dólerít (48%
Si02, sbr. töflu) sem sums staðar
jaðrar við að vera gabbró. Það má
því með réttu kallast djúpbergshleif-
ur. Kornastærðin er þó víðast hvar of
smá til að bergið geti talist gabbró.
Frumsteindirnar eru vel aðgreinan-
116 Náttúrufræðingurinn 71 (3-4), bls. 116-119, 2003