Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2003, Blaðsíða 22

Náttúrufræðingurinn - 2003, Blaðsíða 22
Náttúrufræðingurinn Borgþór Magnússon, Sigurður H. Magnússon og Bjarni D. Sigurðsson ÁHRIF ALASKALÚPÍNU Á GRÓÐURFAR Sögu alaskalúpínu (Lupinus nootkatensis Donn ex. Sims) á íslandi má rekja allt aftur til ársins 1885 er George Schierbeck landlæknir gerði fyrstu tilraun- ir með ræktun hennar (Schierbeck 1886). Líklegt er að fræið hafi borist milli garðyrkjufólks um Bretlandseyjar til Norðurlanda. Heimildir eru einnig um ræktun alaskalúpínu í Gróðrarstöðinni í Reykjavík árið 1910 (Einar Helga- son 1911). Þrátt fyrir að vel gengi að rækta lúpínuna virðast þessar tilraunir ekki hafa vakið mikinn áhuga á tegundinni. Það var hins vegar Hákon Bjarnason skógræktarstjóri sem blés lífi í ræktun lúpínunnar hér á landi eft- ir ferð um Alaska árið 1945 þar sem hann safnaði efniviði af trjám og fleiri plöntutegundum. I farteskinu hafði hann meðal annars nokkur fræ og ræt- ur af alaskalúpínu (Hákon Bjarnason 1981). Segja má að Hákon hafi fyrstur manna komið auga á hvað í lúpínunni bjó til uppgræðslu gróðurvana lands. Hann hafði forgöngu um að hún var á næstu árum flutt í girðingar Skóg- ræktar ríkisins og á fleiri svæði þar sem hún var reynd við mismunandi skilyðri. Af þessum efniviði Hákonar er komin sú lúpína sem mjög hefur breiðst út hér á landi á undanförnum áratugum, en tegundin finnst nú á lág- lendi um allt land. Talsverð þáttaskil urðu árið 1976 þegar hafnar voru rann- sóknir á tegundinni á Rann- sóknastofnun landbúnaðarins (Hall- dór Þorgeirsson 1979, Andrés Arn- alds 1980). Þar var lagður grunnur að ræktun og nýtingu lúpínunnar. Vorið 1986 var henni í fyrsta sinn sáð í fræakur (Jón Guðmundsson 1991) en síðan hefur ræktun lúpínu og notkun til landgræðslu aukist jafnt og þétt. Árið 2000 var lúpína slegin og fræi safnað af um 160 ha lands á vegum Landgræðslu ríkisins og bænda, en alls söfnuðust liðlega 11 tonn af fræi, sem var metuppskera. Haustið 2002 nam uppskera af lúpínufræi liðlega 8 tonnum (Land- græðsla ríkisins 2003). Við upp- græðslu eru að jafnaði notuð um 3 kg af fræi á hvern hektara lands og nægir því hvert tonn til að heilsá í liðlega 3 km1 2 landsvæði. Aukin útbreiðsla og notkun lúpínu til uppgræðslu á undanförn- um árum hefur ekki gengið hávaða- laust fyrir sig en verulegar deilur hafa orðið um lúpínuna og ágæti hennar. Hingað til lands hefur verið fluttur fjöldi erlendra tegunda til skógræktar, landgræðslu og garð- ræktar. Segja má að alaskalúpína hafi verið íyrsta tegundin af því tagi sem sýndi af sér þann eiginleika að geta breiðst ört út og lagt undir sig land þannig að lítið verði við ráðið. Mörg dæmi eru um það erlendis frá að framandi tegundir leggi undir sig land og valdi usla í lífríki í nýjum heimkynnum. Þar sem lúpínur eða aðrar niturbindandi tegundir koma í nýja vist með snauðum jarðvegi eru vaxtarmöguleikar þeirra oft mjög góðir. Þær geta þá jafnvel lagt undir sig land, útrýmt plöntutegundum sem fyrir voru og myndað með tím- anum annað og gjörbreytt samfélag og vistkerfi (Vitousek & Walker 1989, Lonsdale 1993). I Noregi, Svíþjóð og Skotlandi hefur alaskalúpína breiðst út í óræktað land en ekki kveður jafn- mikið að henni þar og hér á landi (Karlsson 1981, Fremstad og Siegel 2000). I Noregi er hins vegar garða- lúpína (Lupinus polyphyllus) talin meðal framandi tegunda sem breiðst 1 Þessi grein er unnin í kjölfar alþjóðlegrar ráðstefnu um lúpínur sem haldin var á næsta ári (Borgþór Magnússon, Sigurður H. Magnússon & Bjarni D. Sigurðs- á Laugarvatni sumarið 2002, en styttri útgáfa hennar mun birtast í ráðstefnuriti son 2004). 98 Náttúrufræðingurinn 71 (3-4), bls. 98-111, 2003
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.