Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2003, Blaðsíða 51

Náttúrufræðingurinn - 2003, Blaðsíða 51
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags um að héti eftir svertingja sem þar hefði fundist dauður eftir strand Indíafarsins 1667. Sennilegra er þó að melurinn hafi fengið nafn af skolla sem hafi gert sér gren þar, en þessi melur hvarf í hlaupi 1903. Það gat líka komið fyrir að jakar mynd- uðu varnargarð sem hlífðu einstök- um spildum, svo mun það hafa ver- ið með Gamla farveg, sem var orðinn svo vel gróinn um aldamótin 1900 að hægt var að heyja þar á tutt- ugu hesta, eins og áður er getið. Hlaupin brutu oftast allstóra spildu af jöklinum þar sem aðalflóðið kom undan honum, og skifti þá verulegu máli fyrir sveitina hvort jakahrönnin lenti að austanverðu við vatnsflóðið, því þá hindraði hún hlaupið í að fara austur, en vísaði því þangað ef hún lenti að vestanverðu. Hlaupið 1861 í hinn gagnmerku bók „Vötnin stríð" hefur Sigurður Þórarinsson gert hlaupunum í Skeiðará góð skil svo að yfirleitt verður þar ekki um bætt. Þó vil ég fara nokkrum orðum um hlaupið sem kom 1861, en um það eru til tvær samtímaheimildir sem ástæða er að athuga betur en gert hefur verið svo að ég hafi séð, en báðar birtir Sigurður í „Vötnin stríð". Sú fyrri kom í Þjóðólfi í júní 1861 og eru þá engar fregnir komn- ar úr Oræfum. Fréttin hefst þannig: „4. f. mán. fannst hér syðra megn jökul- og brennisteins- fýla og stóð vindur hér af austri, en miklu megnari var þó fýlan austur um Síðu og Meðalland, og var þar tekið eft- ir því, að silfur tók allt kolsvart- an lit, hversu vel sem það var vafið og geymt í traföskjum og kistum. Sáust þá, um Meðal- land og Alftaver reykjarmekkir upp úr Hnappafells eða Ör- æfajökli og þó ekki marga daga þar eftir. Þennan dag hljóp Skeiðará, og hefur hún eigi hlaupið um næstliðin 10 ár." Ljóst er að þarna er um einhvern misskilning að ræða, því að víst er að ekkert gos var í Öræfajökli, og skal því reynt að ráða í hvernig þeim misskilningi var háttað. Rit- stjóri Þjóðólfs var Jón Guðmunds- son, sem hafði áður setið 10 ár á Kirkjubæjarklaustri og virðist hafa orðið vinsælt yfirvald, og menn í sýslunni sem leið áttu til Reykjavík- ur hafa yfirleitt heimsótt. Fréttin úr sýslunni mun því vera eftir munn- legri frásögn en ekki ritaðri og þar hefur komið fram að sést hafi rjúka upp úr jöklinun upp af öræfunum. Jón hefur ekki kannast við önnur öræfi en Öræfasveitina og því tekið þetta svo að rokið hafi úr Ör- æfajökli, og hefði það ekki síður sést úr öðrum sveitum en Meðal- andi og Alftaveri því hann blasir víða við úr sýslunni. Eg ræddi þetta við Jón Helgason í Seglbúð- um og sagði hann mér þá að einmitt úr þessum tveim sveitum blasti jökullinn við, og gróðurlítið land framan við hann sem ekki sæ- ist úr öðrum sveitum væri þar oft nefnt öræfi. Hafi sá sem flutti Jóni fréttina verið úr Álftaveri eða Með- allandi, er því líklegt að hann hafi sagt að þaðan hafi sést rjúka úr jöklinum inn af öræfunum, en Jón tekið það eins og fram kemur í fréttinni. Ekki sást þá neitt gos úr Öræfum og má telja öruggt að ekki hefur gosið í Grímsvötnum. Á þessum tíma má ætla að mjög þykkur jökull hafi verið þar sem að þessu sinni gaus, gosið því verið nokkuð lengi að ná upp úr honum og því ekki sést fyrr en um það leyti sem hlaupið kom fram. Hin heim- ildin kom í blaðinu Norðanfara sumarið eftir og er að mestu um skemmdir á jörðum í Öræfum af völdum hlaupsins, og fugladauð- ann. Þetta bréf hafði maður í Öræf- um sent manni á Fljótsdalshéraði sem sendi það til Norðanfara, en hvorugs mannanna getið. Lítill vafi mun þó vera á að það hefur verið presturinn í Sandfelli, sr. Sigbjörn Sigfússon, sem skrifað hefur bréfið og sá sem það sendi Norðanfara gæti hafa verið sr. Sigurður Gunn- arsson á Hallormsstað. Sr. Sigbjörn kom að Sandfelli árið 1860 og hefur því ekki verið þaulkunnugur í sveitinni þegar hann skrifaði bréfið og því ekki vitað það sem flestir í sveitinni vissu, að strokkur, trog og kláfur, sem rak á Meðallandsfjöru, voru úr gömlu selhúsi frá Svínafelli sem fór í hlaupið. En urn þessar heimildir vísast til „Vötnin stríð", bls. 72-73. SIGURÐARFIT OG HARÐASKRIÐA í byrjun 20. aldar og nokkuð fram yfir hana miðja var vel gróin grasfit nokk- uð vestan við miðjan sand, sem nefnd var Sigurðarfit. Hún fékk nógan raka frá jöklinum á þeirn árum, en hefur mjög rýmað síðan jökullinn minnk- aði. Hlaupin sem komu þá öld virðast ekki hafa farið yfir þessa fit, en ekkert 5. desember 1996. Gamall jökulís sem varðveist hefur um aldir í jökulurðaröldu en kom íljós eftir flóðið 1996. Ljósmynd Oddur Sigurðsson. 127
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.