Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2003, Síða 63

Náttúrufræðingurinn - 2003, Síða 63
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Brandur 9 Suðurey Hellisey l) Geldungur (5 Súlnasker Surtsey 0 Geirfuglasker (Surtla) (Syrtlingur) <3 (Jólnir) O öldumælir km 0 10 1. mynd. Vestmannaeyjar. Yfirlitskort byggt á kortum Landmælinga íslands (Sveinn P. Jakobsson 2000). Hringurinn suður af Súlnaskeri sýnir staðsetningu öldumælis Sigl- ingastofnunar. - The Vestmannaeyjar archipelago, off the south coast of Jceland, based on maps from the National Land Survey of Iceland. The red circle east-southeast of Surtsey shows the location of the lcelandic Maritime Administration wave-meter. tíma hér á landi. I fyrstu voru sprengigos og fínlagskipt basalt- gjóska myndaði tvo skeifulaga gígi (2. og 3. mynd). Á þessu tímabili náði eyjan 174 m hæð og reis um 300 metra frá sjávarbotninum. Hraun tók að renna frá vestari sprengigígn- um 4. apríl 1964 og rann til 17. mars 1965. Skömmu síðar gaus á sjávar- botni norðaustan við Surtsey og eyj- an Syrtlingur myndaðist. Gosið stóð stutt, hraun náði ekki að renna og eyjan varð að lokum briminu að bráð í október 1965. Næst gaus suð- vestan við Surtsey og önnur eyja, Jólnir, myndaðist. Þessi eyja hlaut sömu örlög og Syrtlingur, hún hætti að gjósa í byrjun ágúst 1966 og var horfin í október sama ár. Þann 16. ágúst 1966 tók aftur að gjósa hrauni í Surtsey, að þessu sinni úr gos- sprungu í eystri sprengigígnum. Þaðan rann hraun fram að 5. júní 1967 en þá lauk Surtseyjareldum. Á tímabilinu október 1966 til janúar 1967 rann auk þess hraun úr fimm litlum gossprungum í eystri sprengi- gígnum (3. mynd) (Sigurður Þórar- insson 1966,1968). JARÐMYN DANIR Gjóskan sem myndaðist í upphafi Surtseyjarelda er fíngerð og laus í sér og ekki varð vart við að hún harðnaði fyrstu árin. Sjórinn vann því auðveldlega á henni, jafnvel meðan á sprengigosunum stóð. Þegar þeim lauk rauf sjórinn síðan burt töluverðan hluta gjóskunnar vestan og austan megin á eynni. Hraun þöktu 1,65 km: í Surtsey við goslok í júní 1967 og nær hraun- lagastaflinn 100 m þykkt í vestari hraungígnum. Surtseyjarhraunin eru nokkuð mismunandi að þykkt. Mörg hraunanna vestan megin eru minna en einn metri á þykkt en sunnan til á eynni eru þau þykkari og á einum stað allt að 20 m á þykkt. Austan til á eynni eru hraun- in víða nokkrir metrar á þykkt. Það sem mest hefur komið á óvart við rof Surtseyjar er hversu auðveld- lega sjórinn hefur unnið á hraunun- um. Skýringin er trúlega sú að hraunin eru þunn og yfirleitt afar sprungin. Þá er undirlag þeirra óharðnað brotaberg sem myndaðist við sprengingar þegar hraunin runnu í sjó fram. Móberg fannst fyrst á yfirborði í september 1969 í suðausturnefi eystri sprengigígsins (sjá 2. mynd). Jarðhitasvæði myndaðist í eystri sprengigígnum í lok ársins 1966 eða byrjun 1967 og fljótlega eftir það hefur gjóskan farið að ummyndast undir yfirborði af völdum hitans, bæði ofan sjávarmáls og neðan (Sveinn R Jakobsson 1978). Það er hugsanlegt að verulegur hluti gjósk- unnar ofan sjávarmáls hafi, þegar árið 1969, verið orðinn að móbergi. Móbergssvæðið stækkaði fram til um 1975, en þá tók að draga úr yfir- borðshita. I vesturklettum Surtseyj- ar var móbergið orðið vel sýnilegt árið 1981 (4. mynd). Móbergið stenst sjávarrof yfirleitt afar vel eins og ljóst er þegar aðrar úteyjar Vest- mannaeyja eru athugaðar, svo sem Bjarnarey, Elliðaey og Suðurey. Mó- bergskjarninn er nú áætlaður um 0,39 km2, miðað við sjávarmál. Strandset myndaðist í Surtsey skömmu eftir að gosið hófst. I lok árs 1966 tók að myndast tangi úr strandseti norðan á eynni. Síðan hefur tanginn verið mjög áberandi og hefur mælst mest 0,33 km2. Hann hefur með tímanum færst töluvert til og breytt um lögum (5. mynd). Kornastærðardreifing strandsetsins er mikil, allt frá lábörðum björgum sem eru um 2 metrar í þvermál nið- ur í fínan sand. Langstærsti hluti tangans er ættaður úr hraununum, þetta eru hnullungar, möl og sand- ur sem hafa borist með ölduhreyf- ingum frá suðurhluta eyjarinnar til 139

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.