Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2003, Blaðsíða 13

Náttúrufræðingurinn - 2003, Blaðsíða 13
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Svend-Aage Malmberg Haffræði og UPPHAF HAFRANNSÓKNA VIÐ ÍSLAND' Vísindaheiti haffræða er Oceanografia. Oceanos var í grískri goðafræði per- sónugervingur hafsins, svelgur sem umlukti löndin á jaðri heimskringl- unnar (1. mynd). Oceanos var sonur Uranusar himnaguðs og Gaju, móður jarðar og reyndar einnig himins. Grafia kemur einnig úr forngrísku og merkir „skýring" eða „lýsing". Oceanografia er stundum nefnd Oceanolog- ia, einkum í fyrrum ráðstjórnarríkjum Austur-Evrópu og Asíu. Það er e.t.v. nær lagi nú á dögum rökvísi og túlkunar. í rýmstu merkingu fjallar haffræðin um öll fræðasvið hafsins. Þau geta verið líffræðilegs jafnt sem jarðvísindalegs eðlis. Höfuðgreinar haffræðinn- ar eru hafeðlisfræði, hafefnafræði, hafjarðfræði, hafveðurfræði og haflíf- fræði. Líffræðin nefnist öðru nafni oftast sjávarlíffræði eða fiskifræði. Haffræðin, sem er hér til umfjöllunar, fæst við hin jarðvísindalegu við- horf og þá sérstaklega um sjóinn sjálfan. Þessi grein er einnig nefnd sjófræði einu nafni, en hér höldum við okkur við haffræðina. Viðfangsefnið er sjór- inn sjálfur og einnig þau utanaðkomandi öfl sem hafa áhrif á hann. Skal nefna umhverfi hans, dýpi, botnlögun og botngerð; hreyfingar hans eins og bylgjur, strauma og sjávarföll; eðlisfræðilega eiginleika eins og t.d. hitastig, eðlisþyngd, hljóðburð, ljós í hafinu og orkubúskap þess eða varmaflutning ásamt hafís; efnafræðilega eiginleika eins og t.d. seltu, koltvísýring, súrefni, næringarefni og önnur snefilefni eða sporefni, bæði í tengslum við lífferla og á síðari tímum í auknum mæli í tengslum við efnamengun, náttúrulega og af mannavöldum. Haffræðin sem vísindagrein er sprottin af landa- og jarðfræði (geografia, geologia) og áfram af jarðeðlisfræði (geofysik) og veðurfræði (meteorologia). Undirstöðugreinar haffræðinnar nú á dögum eru eins og annarra náttúru- vísinda gjarnan eðlis-, efna- og stærðfræði. Höfuðgreinar haffræðinnar skiptast svo í fjölda sérhæfðra fræða. SlGLINGAROG LAND- KÖNNUN Hafið hefur að vonum um langan aldur vakið forvitni og áhuga mannsins, svo mjög sem það snertir tilveru hans. Fæðuöflun á ströndum í árdaga, undur eins og sjávarföllin og víðáttan og spurningin um hvað taki við handan sjóndeildarhringsins hafa hvatt manninn til dáða. Lengst af létu menn sér nægja að kanna yf- irborð hafanna vegna siglinga og samgangna. Að vísu er til gömul arf- sögn af því að Alexander mikli (356- 323 f.kr.) hafi fylgst með furðum hafsins neðansjávar úr tunnu sem sökkt var í Bospórussund, öðru nafni Sæviðarsund (sjá mynd hér á móti). Siglingaþjóðir við Miðjarðar- haf með Föníkíumenn í broddi fylk- ingar þekktu þannig snemma á öld- um vel til Miðjarðarhafsins - Mare nostrum meðal Rómverja - og ná- lægra hafa. Árþúsundi síðar áræddu norrænir menn - víkingar - sigling- ar um allt norðanvert Norður-Atl- antshaf og fundu og námu ný lönd í vestri. Landafundirnir miklu um 1 Grein sú sem hér birtist var samin fyrir mörgum missirum fyrir Náttúru- fræðingatal á vegum Félags íslenskra náttúrufræðinga. Ritstjórn hafði sam- þykkt handritið með óverulegum breytingum, einkum til styttingar. Vegna óvissu með áætlað Náttúrufræðingatal þykir höfundi löngu tími til kominn að birta handritið í lítilsháttar breyttri mynd. Er það gert með fullu samþykki ritstjórnar Náttúrufræðingatals. Náttúrufræðingurinn 71 (3-4), bls. 88-97, 2003 89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.