Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2003, Blaðsíða 53

Náttúrufræðingurinn - 2003, Blaðsíða 53
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Elena Guijarro Garcia og Guðrún G. Þórarinsdóttir ÁSETA UNGRA SKELJA Á SÖFNURUM I' EYJAFIRÐI Fylgst var með árstíðabundinni ásetu ungra skelja á söfnurum í Eyjafirði frá mars 1998 til janúar 2000. Söfnurunum var komið fyrir á 5,10 og 15 m dýpi. Eftir einn mánuð í sjó var safnari tekinn upp og nýjum komið fyrir í hans stað. Skeljar sem sest höfðu á safnarana á einum mánuði voru greind- ar til tegunda eða ættkvísla, fjöldi skelja af hverri tegund talinn og lengd þeirra mæld. Niðurstöðurnar sýna að ungviði kræklings og rataskeljar er sviflægt og sest á safnara nær allt árið en í mismiklum mæli og er lengd þess mismunandi eftir árstímum. Sviflirfur annarra tegunda settust aðeins á safnara síðla sumars og að hausti og þá mjög smáar. Flestar skeljar í N-Atlantshafi hrygna yfirleitt aðeins einu sinni á ári. Eggin frjóvgast í sjónum og mynda sviflirfur. Lirfu- stigið varir mislengi frá einni tegund til annarrar og einnig innan sömu tegundar, en það fer eftir umhverfís- aðstæðum og því hvort lirfurnar finna æskilegan setstað. í lok svif- læga tímabilsins myndar lirfan skel, leitar botns og sest á undirlag (primary settlement) sem oft eru þráðlaga þörungar. Margar tegundir skelja geta losað sig frá setstaðnum, svifið um í sjónum og sest á nýja staði (secondary settlement). Þennan eiginleika hafa ungskeljarnar uns þær hafa náð ákveðinni Jengd (Bay- ne 1976). Kræklingslirfur setjast fyrst þegar lengd þeirra er um 0,25-0,4 mm en geta þó losað sig, gerst aftur sviflæg- ar í sjónum og leitað uppi nýja set- staði. Þetta getur kræklingurinn endurtekið þar til hann hefur náð 2-2,5 mm lengd en þá missir hann þennan hæfileika. Vitað er þó að stærri skeljar (>2,5 mm) geta losnað upp frá setstað sínum vegna ölduróts eða mikilla strauma og rek- ið uns þær finna nýjan setstað (Seed og Suchanek 1992). Ræktun skelja, einkum kræklings, byggist á því að sjá skeljunum fyrir hentugum setstöðum í náttúrunni og er því nauðsynlegt að vita á hvaða árstímum dýrin hrygna, hversu lengi sviflæga tímabilið varir og hvenær hentar að setja út safnara fyrir lirfurnar svo uppskeran verði sem mest. AÐFERÐIR Lirfusöfnurum var komið fyrir á sléttum sandbotni á 5, 10 og 15 m dýpi í Garðsvík í Eyjafirði (65°50'N- 18°10'V) (1. mynd). Pottaskrúbbar úr einþráða plasti festir á stáltein voru notaðir sem lirfusafnarar. Þrír stálteinar voru boltaðir á stein- 2. mynd. Lirfusafnarar. Ljósm. Elena Gui- jarro Garcia. 1. mynd. Staðsetning lirfusafnara í Garðsvík í Eyjafirði. steypta hellu, 30x30x6 cm að stærð. Tvær hellur (6 safnarar) voru tengd- ar saman og komið fyrir á hverju dýpi (2. mynd). Um það bil mánað- arlega tók kafari sex safnara upp frá hverju dýpi og kom nýjum fyrir. I rannsóknarstofu voru safnararnir skolaðir og öll skeldýr úr þeim greind til tegunda eða ættkvísla, þau lengdarmæld og skeljar hverr- ar tegundar taldar undir víðsjá. NlÐURSTÖÐUR Það var breytilegt eftir tegundum og árstíma hversu margar skeljar sett- ust á safnarana og hver meðallengd þeirra var. Fjöldi skelja sem settust í safnarana mánaðarlega er sýndur á 3. mynd og meðallengd og staðalfrá- vik skeljanna á 4. mynd. Alls fundust tólf tegundir skelja en aðeins sjö þeirra settust á safnar- ana í einhverjum mæli (3. mynd). Langmest var af kræklingi (Mytilus Náttúrufræðingurinn 71 (3-4), bls. 129-133, 2003 129
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.