Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2003, Blaðsíða 37

Náttúrufræðingurinn - 2003, Blaðsíða 37
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Draugur vakinn upp með dýraraf- magni Meðal lærisveina Galvanis var skoskur vísindamaður, John Lind. Hann kynntist hugmyndum Gal- vanis um dýrarafmagn og endurtók, fyrstur manna á Bretlandseyjum, til- raunir hans við að hleypa rafstraumi á froskalimi. Margir litu þessar til- raunir hornauga og töldu að þær gengju inn á grátt svæði milli lífs og dauða, líkt og hugmyndir um klón- un á mönnum nú á dögum. Lind var kennari við menntaskól- ann í Eton. Meðal nemenda hans var 1. mynd. Boris Karloff í hlutverki upp- vaknings Frankensteins í frægri kvik- mynd frá árinu 1931. (New Scientist 2002.) Percy Bysshe Shelley (1792-1822), frægt enskt skáld. Fullvíst er talið að Lind hafi sýnt Shelley tilraunir sínar eða greint honum frá þeim. Arið 1818 kom út klassísk saga eftir Mary Shelley (1792-1851), konu skáldsins, Frankenstein, or The Modern Prometheus, um doktor Frankenstein, sem setti saman mann úr pörtum dauðra manna og vakti síðan til lífs með rafstraumi (1. mynd). Nú telja vísindasagnfræð- ingar að hugmyndir þeirra Galvanis og Linds um að „gæða dauða limi lífi" hafi orðið hinn vísindalegi kjarni í skáldsögu Mary Shelley um Frankenstein (New Scientist 2002). RAFSKYN OG SEGULSKYN Mörg dýr skynja rafsvið og segul- svið frá öðrum dýrum. Til dæmis er talið að fiskar í torfu haldi jöfnu bili sín á milli með þessu skyni. Þeir sem horft hafa á fræðslumynd af fiskatorfu hafa sjálfsagt tekið eft- ir því þegar torfan beygir sem ein heild. Ymis dýr, til dæmis sumir farfugl- ar, skynja áttir út frá segulsviði jarð- ar, og hafa þá eins konar innbyggðan áttavita. Önnur dýr rata á bráð út frá rafsviði. Þegar háfur syndir með (e) 2. mynd. Háfur ífæðuleit finnur kola sem hulinn er sandi á hafsbotni. Ljóst er að hann skynjar rafsviðið frá bráðinni. Hann finnur til dæmis kolann (b), pótt hann sé hulinn agarhjúp, sem lyktin er leidd frá, og (c) leitar uppi lykt af fiskhræi. Ef utan um agarhjúpinn er látið plast sem ein- angrar rafsviðið frá fiskinum (d), fer háf- urinn hjá. Hann ræðst hins vegar á tæki sem gefur frá sér ámóta rafsvið og fiskur (e). (Schmidt-Nielsen 1997.) hafsbotni greinir hann og hremmir umsvifalaust kola eða annan flatfisk sem er fullkomlega hulinn sandi, og ljóst er af tilraunum að þar styðst há- fiskurinn við rafskyn sitt (Schmidt- Nielsen 1977; 2. mynd). HÁSPENNTIR FISKAR Sumir fiskar geta gefið frá sér há- spennt rafhögg, sem þeir beita bæði í vörn og sókn - hrella með þeim fjendur sem sækja að þeim og lama bráð. Auk þess gefa fiskarnir frá sér mun veikari rafmerki, sem talið er að nýtist þeirn líkt og rat- sjárbylgjur við könnun á umhverf- inu, þar með öðrum fiskum. Til þessara fiska teljast hrökkgrani, hrökkviskötur og hrökkáll (Mig- dalski og Fichter 1989). Raflíffærin í flestum þessum fisk- um eru ummyndaðir vöðvar, hólfað- ir niður í röð liða, sem hver getur gefið frá sér vægt rafhögg, en þar sem liðirnir eru raðtengdir magnast spennan upp í tugi eða hundruð volta þegar allur vöðvinn sendir högg samtímis. 3. mynd. Hrökkgrani Malapterurus el- ectricus. (Migdalski & Fichter 1989.) Hrökkgrani Hrökkgraninn eða rafgraninn (3. mynd) er vatnafiskur sem lifir í hitabelti Afríku, allt frá 20 til 120 cm langur. Þetta eru harðsæknir ránfiskar sem leggjast á aðra fiska. Stærstu hrökkgranar geta gefið frá sér 100 volta högg, sem drepur smáfiska og lamar þá sem stærri eru. Granarnir lifa víða í gruggugu vatni og rata um það með hjálp veikra rafmerkja. Ólíkt öðrum hrökkfiskum myndar hrökkgraninn rafspenn- una ekki í raðtengdum vöðvalið- urn, heldur í röðum ummyndaðra kirtilfrumna er liggja undir endi- langri húð dýrsins, frá haus aftur á sporð. 113
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.