Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2003, Blaðsíða 4

Náttúrufræðingurinn - 2003, Blaðsíða 4
Ná ttúrufræðingurinn Erik Sturkell, Páll Einarsson, Freysteinn Sigmundsson, Halldór Geirsson, / / Halldór Olafsson, Rósa Olafsdóttir og Gunnar B. Guðmundsson ÞRÝSTINGUR VEX UNDIR KÖTLU Katla er ein virkasta og hættulegasta eldstöð á íslandi. Allt síðan land byggðist hafa orðið eitt til tvö mikil gos á hverri öld (Sigurður Þórarinsson, 1975, Guðrún Larsen, 2000). Síðasta stóra gosið var 1918 og er goshléið nú að verða með lengstu hléum Kötlu í íslandssögunni. Eldstöðin hefur þó ekki legið kyrr því líklega urðu smágos undir jöklinum 1955 og 1999. Auk þess hafa skjálftamælar sýnt umtalsverða skjálftavirkni í henni síðan slíkar mæl- ingar hófust á sjötta áratug síðustu aldar (Páll Einarsson og Bryndís Brands- dóttir 2000). A síðustu árum hafa komið fram vísbendingar um aukna virkni og hafa íslenskar jarðvísindastofnanir tekið höndum saman um að fylgjast með framvindu mála. Meðal helstu aðferða við eftirlitið eru þessar: • Mælingar á aflögun jarðskorpunnar umhverfis eldstöðina • Jarðskjálftamælingar • Mælingar á ám sem renna frá Mýrdalsjökli, rennsli, leiðni og efnainnihaldi • Mælingar á breytingum á yfirborði jökulsins í þessari grein er einkum fjallað um það hvernig mælingar á aflögun jarð- skorpunnar eru notaðar til að gefa upplýsingar um þrýstingsbreytingar í rótum eldstöðvarinnar. Vaxandi þrýstingur gæti stafað af kvikusöfnun undir eldstöðinni og þannig verið fyrsta merki um yfirvofandi eldgos. MEGINELDSTÖÐIN Katla Notkun Kötlunafnsins hefur nokkuð breyst í tímans rás. Aður fyrr var nafnið Katla notað um ákveðinn stað undir Mýrdalsjökli austanverðum þar sem gos síðustu alda hafa komið upp. Síðar varð ljóst að megineld- stöðin er miklu umfangsmeiri en þetta og tekur til alls fjalllendis sem Mýrdalsjökull hylur, allra fjalla í Mýrdal, allt vestur á Fimmvörðu- háls og norður um Goðaland, Entu og að Mælifellssandi. Að austan af- markast hún af Mýrdalssandi (1. mynd). Þegar talað er um megineld- stöðina Kötlu er því átt við allan þennan fjallabálk. í eldstöðinni miðri, undir jöklinum þar sem hann er þykkastur, er stór askja, meira en 80 Náttúrufræöingurinn 71 (3-4), bls. 80-86, 2003
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.