Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2003, Side 4

Náttúrufræðingurinn - 2003, Side 4
Ná ttúrufræðingurinn Erik Sturkell, Páll Einarsson, Freysteinn Sigmundsson, Halldór Geirsson, / / Halldór Olafsson, Rósa Olafsdóttir og Gunnar B. Guðmundsson ÞRÝSTINGUR VEX UNDIR KÖTLU Katla er ein virkasta og hættulegasta eldstöð á íslandi. Allt síðan land byggðist hafa orðið eitt til tvö mikil gos á hverri öld (Sigurður Þórarinsson, 1975, Guðrún Larsen, 2000). Síðasta stóra gosið var 1918 og er goshléið nú að verða með lengstu hléum Kötlu í íslandssögunni. Eldstöðin hefur þó ekki legið kyrr því líklega urðu smágos undir jöklinum 1955 og 1999. Auk þess hafa skjálftamælar sýnt umtalsverða skjálftavirkni í henni síðan slíkar mæl- ingar hófust á sjötta áratug síðustu aldar (Páll Einarsson og Bryndís Brands- dóttir 2000). A síðustu árum hafa komið fram vísbendingar um aukna virkni og hafa íslenskar jarðvísindastofnanir tekið höndum saman um að fylgjast með framvindu mála. Meðal helstu aðferða við eftirlitið eru þessar: • Mælingar á aflögun jarðskorpunnar umhverfis eldstöðina • Jarðskjálftamælingar • Mælingar á ám sem renna frá Mýrdalsjökli, rennsli, leiðni og efnainnihaldi • Mælingar á breytingum á yfirborði jökulsins í þessari grein er einkum fjallað um það hvernig mælingar á aflögun jarð- skorpunnar eru notaðar til að gefa upplýsingar um þrýstingsbreytingar í rótum eldstöðvarinnar. Vaxandi þrýstingur gæti stafað af kvikusöfnun undir eldstöðinni og þannig verið fyrsta merki um yfirvofandi eldgos. MEGINELDSTÖÐIN Katla Notkun Kötlunafnsins hefur nokkuð breyst í tímans rás. Aður fyrr var nafnið Katla notað um ákveðinn stað undir Mýrdalsjökli austanverðum þar sem gos síðustu alda hafa komið upp. Síðar varð ljóst að megineld- stöðin er miklu umfangsmeiri en þetta og tekur til alls fjalllendis sem Mýrdalsjökull hylur, allra fjalla í Mýrdal, allt vestur á Fimmvörðu- háls og norður um Goðaland, Entu og að Mælifellssandi. Að austan af- markast hún af Mýrdalssandi (1. mynd). Þegar talað er um megineld- stöðina Kötlu er því átt við allan þennan fjallabálk. í eldstöðinni miðri, undir jöklinum þar sem hann er þykkastur, er stór askja, meira en 80 Náttúrufræöingurinn 71 (3-4), bls. 80-86, 2003

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.