Náttúrufræðingurinn - 2003, Blaðsíða 20
Náttúmfræðingurinn
9. mynd. Haf og jarðeldur - Ránardætur og Surtur - takast á í Surtsey 1964. Tvær til prjár Ránardætur purfti til að kæfa funann í
Surti. Ljósm. Sv.A.M.
fáir en auk Unnsteins Stefánssonar
skal hér aðeins nefndur Ingvar Em-
ilsson, sem nam hafeðlisfræði í Nor-
egi og útskrifaðist 1953. Ingvar fór til
starfa í Suður- og Mið- Ameríku. Að
geta þeirra sem á eftir komu bíður
seinni tíma.
Skipakostur íslenskra haf- og
fiskirannsókna var fyrst eftir stríð
helst varðskip, eins og „Ægir"
(Gráni gamli) (6. mynd) og „María
Júlía" og önnur tilfallandi skip eftir
aðstæðum, og þá með misjöfnum
búnaði til hafrannsókna. Þessi skip
skiluðu sínu í sjórannsóknum á Is-
landsmiðum á sjötta og sjöunda ára-
tug tuttugustu aldar. Arið 1965 fékk
Fiskideild svo b/v „Hafþór", 250
tonna togara, til fullra nota. A sama
ári varð Fiskideild að Hafrann-
sóknastofnuninni, sjálfstæðri stofn-
un undir stjórn sjávarútvegsráðu-
neytisins. Tímamót urðu svo með
komu sérsmíðuðu rannsóknaskip-
anna „Arna Friðrikssonar" 1967 og
„Bjarna Sæmundssonar" 1970. Eftir
það var unnt að stunda hafrann-
sóknir í auknum mæli allan ársins
hring. Verksvið rannsókna jókst
þannig hröðum skrefum með nýjum
mönnum og skipum eins og að lík-
um lætur. Rannsóknaaðstaða í landi
hafði og batnað mikið 1960 þegar
Hafrannsóknastofnunin flutti úr
Borgartúni í nýtt húsnæði að Skúla-
götu 4 í Reykjavík.
LOKAORÐ
Sjórannsóknir Fiskideildar og Haf-
rannóknastofnunarinnar fólust og
felast enn í mælingum á hitastigi,
seltu, súrefni og næringarefnum til
ákvörðunar á sjógerðum og straum-
um (7. mynd) og til viðmiðunar um
tillífun, átumagn (8. mynd) og fisk.
Síðar hafa bæst við efnamælingar í
tengslum við röskun frá náttúrunnar
hendi (9. mynd) og af mannavöld-
um, þ.e.a.s. mengunarvanda og
einnig veðurfarsbreytingar. Beinar
straummælingar á hafi úti færðust
einnig smám saman í vöxt, m.a. í
tengslum við alþjóðaverkefni á sviði
haf- og veðurfarsrannsókna. Að-
stæður í hafinu við ísland og á ná-
lægum hafsvæðum eru mjög þýð-
ingarmiklar fyrir hnattrænar að-
stæður í höfunum og veðurfar. Al-
mennt hafa tengsl íslenskra sjó-
rannsókna við stofnanir erlendis alla
tíð verið náin innan vébanda Al-
þjóðahafrannsóknaráðsins. Þar voru
og eru alþjóðaverkefni skipulögð og
sjórannsóknagögnum þangað skilað
til varðveislu og dreifingar eftir
ákveðnum reglum til allra sem
áhuga hafa. Þýðing kerfisins er mik-
il bæði frá sjónarmiði liðinna tíma,
líðandi stundar og framtíðar. Nú á
tímum er rýnt í fortíðina í þeim fá-
tæklegu gögnum og frásögnum sem
hafa varðveist í aldanna rás. Því skal
einnig reynt að gera þeim sem á eft-
ir koma kleift að rýna í fyrri tíð.
Varðveita ber gögn með því hugar-
fari að þau geymist í 1000 ár.
Hér á undan var í stórum dráttum
fjallað um sjórannsóknir og þróun
þeirra á Islandsmiðum fram yfir
heimsstyrjöldina síðari. Eftir stendur
umfjöllun um rannsóknir síðari tíma
og jafnvel í framtíðinni. Kemur þar
m.a. að rannsóknum í strandsjónum
96