Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2003, Blaðsíða 31

Náttúrufræðingurinn - 2003, Blaðsíða 31
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 11. mynd. Hveravdlir í Reykjahverfi, þar sem lúpína breiddist út í aðalbláberjalyngsdæld til hægri, innfellda myndin sýnir gróður- breytingu af völdum lúpínu (niður til vinstri). í reit ílyngdældinni voru 24 tegundir en 13 innan breiðunnar. - Hveravellir site, lup- in invading a Vaccininum-heathland, where 24 species were recorded in a control plot (right) while 13 species were found within the lupin plot. Ljósm./Photo: BM. ur mynda lágvaxnari og gisnari breiður (Douglas og Bliss 1977, Morris og Wood 1989, del Moral og Bliss 1993, Pickart o.fl. 1998). Dæmi eru til þess erlendis að lúpínur búi í haginn fyrir framandi tegundir sem finna sér góð uppvaxtar- og út- breiðsluskilyrði í frjósömum jarð- vegi lúpínubreiðna (del Moral og Bliss 1993, Warren 1995, Maron og Connors 1996, Pickart o.fl. 1998). Þetta hefur einnig komið á daginn hér á landi og er hraðfara aukning í útbreiðslu skógarkerfils í lúpínu- breiðum undanfarin ár besta dæmið um það (14. mynd). Hörfar lúpína með tímanum? Rannsóknirnar benda til að alaska- lúpínuplöntur geti verið langlífar þar sem vaxtarskilyrði eru góð. A flestum rannsóknasvæðunum voru 10-30 ár liðin frá því að lúpína myndaði breiður (1. tafla). A flestum þeirra var þéttleiki lúpínunnar mest- ur nokkra metra innan við jaðarinn. I elsta hluta breiðnanna var þéttleiki lúpínunnar yfirleitt niimii og á nokkrum svæðum, svo sem í Heið- mörk, Haukadal, Vaðlareit og á Hálsmelum, hafði lúpínan hörfað í elsta hluta breiðna. Margt bendir til að á þurrum svæðum inn til lands- ins á Norðurlandi taki lúpína að hörfa 10-15 árum eftir að hún mynd- ar breiður. Hún hefst hins vegar mun lengur við á snjóþungum og rökum svæðum á Norðurlandi og sunnanlands þar sem úrkoman er meiri. A nokkrum svæðanna sem rannsökuð voru, þ.e. í Múlakoti, á Kvískerjum og í Hrísey, óx lúpínan enn í þéttum breiðum sem voru orðnar 25-30 ára gamlar. Þó að það hafi ekki verið staðfest teljum við lík- legt að þar hafi að uppistöðu verið um að ræða lúpínuplöntur sem upp- haflega námu land á þessum stöð- um, þar eð vaxtarskilyrði fyrir ungar lúpínuplöntur upp af fræi inni í þétt- um breiðum eru ekki góð. Þetta bendir til að æviskeið lúpínuplantna geti eftir skilyrðum verið frá um 10 til meira en 30 ár, sem er tiltölulega langt miðað við þekkt æviskeið nokkurra annarra fjölærra lúpína. Þannig lýkur dverglúpína (Lupinus lepidus) æviskeiði sínu á 3-5 árum (Braatne 1989, del Moral og Bliss 1993), runnalúpína á 7-10 árum (Pitelka 1977, Maron og Connors 1996) og breiðblaðalúpína (Lupinus latifolius), sem er náskyld alaska- lúpínu, verður 8-15 ára gömul (Braatne 1989, del Moral og Bliss 1993). Saga alaskalúpínu er ekki löng hér á landi og á flestum svæðum þar sem hún vex hefur fyrsta kynslóð plantna vart lokið lífsferli sínum. Það er því fremur erfitt að alhæfa urn hversu lengi lúpínan mun hafast við á hverju svæði, hvort hún muni hörfa alveg eða vera í gróðri áfram. 107
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.