Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2003, Side 31

Náttúrufræðingurinn - 2003, Side 31
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 11. mynd. Hveravdlir í Reykjahverfi, þar sem lúpína breiddist út í aðalbláberjalyngsdæld til hægri, innfellda myndin sýnir gróður- breytingu af völdum lúpínu (niður til vinstri). í reit ílyngdældinni voru 24 tegundir en 13 innan breiðunnar. - Hveravellir site, lup- in invading a Vaccininum-heathland, where 24 species were recorded in a control plot (right) while 13 species were found within the lupin plot. Ljósm./Photo: BM. ur mynda lágvaxnari og gisnari breiður (Douglas og Bliss 1977, Morris og Wood 1989, del Moral og Bliss 1993, Pickart o.fl. 1998). Dæmi eru til þess erlendis að lúpínur búi í haginn fyrir framandi tegundir sem finna sér góð uppvaxtar- og út- breiðsluskilyrði í frjósömum jarð- vegi lúpínubreiðna (del Moral og Bliss 1993, Warren 1995, Maron og Connors 1996, Pickart o.fl. 1998). Þetta hefur einnig komið á daginn hér á landi og er hraðfara aukning í útbreiðslu skógarkerfils í lúpínu- breiðum undanfarin ár besta dæmið um það (14. mynd). Hörfar lúpína með tímanum? Rannsóknirnar benda til að alaska- lúpínuplöntur geti verið langlífar þar sem vaxtarskilyrði eru góð. A flestum rannsóknasvæðunum voru 10-30 ár liðin frá því að lúpína myndaði breiður (1. tafla). A flestum þeirra var þéttleiki lúpínunnar mest- ur nokkra metra innan við jaðarinn. I elsta hluta breiðnanna var þéttleiki lúpínunnar yfirleitt niimii og á nokkrum svæðum, svo sem í Heið- mörk, Haukadal, Vaðlareit og á Hálsmelum, hafði lúpínan hörfað í elsta hluta breiðna. Margt bendir til að á þurrum svæðum inn til lands- ins á Norðurlandi taki lúpína að hörfa 10-15 árum eftir að hún mynd- ar breiður. Hún hefst hins vegar mun lengur við á snjóþungum og rökum svæðum á Norðurlandi og sunnanlands þar sem úrkoman er meiri. A nokkrum svæðanna sem rannsökuð voru, þ.e. í Múlakoti, á Kvískerjum og í Hrísey, óx lúpínan enn í þéttum breiðum sem voru orðnar 25-30 ára gamlar. Þó að það hafi ekki verið staðfest teljum við lík- legt að þar hafi að uppistöðu verið um að ræða lúpínuplöntur sem upp- haflega námu land á þessum stöð- um, þar eð vaxtarskilyrði fyrir ungar lúpínuplöntur upp af fræi inni í þétt- um breiðum eru ekki góð. Þetta bendir til að æviskeið lúpínuplantna geti eftir skilyrðum verið frá um 10 til meira en 30 ár, sem er tiltölulega langt miðað við þekkt æviskeið nokkurra annarra fjölærra lúpína. Þannig lýkur dverglúpína (Lupinus lepidus) æviskeiði sínu á 3-5 árum (Braatne 1989, del Moral og Bliss 1993), runnalúpína á 7-10 árum (Pitelka 1977, Maron og Connors 1996) og breiðblaðalúpína (Lupinus latifolius), sem er náskyld alaska- lúpínu, verður 8-15 ára gömul (Braatne 1989, del Moral og Bliss 1993). Saga alaskalúpínu er ekki löng hér á landi og á flestum svæðum þar sem hún vex hefur fyrsta kynslóð plantna vart lokið lífsferli sínum. Það er því fremur erfitt að alhæfa urn hversu lengi lúpínan mun hafast við á hverju svæði, hvort hún muni hörfa alveg eða vera í gróðri áfram. 107

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.