Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2003, Blaðsíða 9

Náttúrufræðingurinn - 2003, Blaðsíða 9
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags uð sjálfvirkt innan fárra mínútna frá skjálftunum. Stærð þeirra er einnig mæld. Niðurstöðurnar birtast nán- ast jafnóðum á vefsíðu Veðurstof- unnar (www.vedur.is). Langflestir skjálftar á Kötlu- svæðinu um þessar mundir eiga upptök vestan Kötluöskjunnar, við Goðabungu. Þessir skjálftar finnast yfirleitt ekki í byggð. Þetta á einnig við um skjálftana sem stundum verða innan öskjunnar. Staðsetning skjálftanna vekur nokkra umhugs- un því hún virðist ekki í samræmi við stað rismiðjunnar. Aflögunin sem veldur skjálftunum virðist vera mjög staðbundin því hún kemur ekki fram á neinum aflög- unarmælingum sem gerðar hafa verið til þessa (GPS, hallamæling- ar, SAR-ratsjármælingar), jafnvel þótt upptök skjálftanna virðist vera á litlu dýpi. Helst má geta sér þess til að skjálftarnir standi í sam- bandi við myndun nýs gúls úr súrri kviku. Ef gúll myndast í jarð- skorpunni í nágrenni kvikuhólfs- ins þá rís hann vegna eðlisþyngd- armismunar og ryður frá sér jarðlögum sem ofan á liggja. Þetta veldur stöðugri og þrálátri skjálfta- virkni, ekki ósvipaðri og nú mælist við Goðabungu. Þessa tilgátu er erfitt að sanna á þessu stigi málsins og vissulega koma aðrar skýringar til greina. Benda má á tvö atriði sem eru í samræmi við gúlakenn- inguna: 1. Gúlum fylgir oft mjög stað- bundin aflögun jarðskorpunn- ar. 2. Skjálftaþyrpingin við Goða- bungu hefur sömu afstöðu til Kötluöskjunnar og fyrri gúlar á svæðinu. Til þess að geta betur fylgst með jarðskorpuhreyfingum á þessum stað hefur verið mældur nýr GPS- punktur við jökuljaðarinn í Goða- landi (7. mynd), rétt í útjaðri skjálfta- þyrpingarinnar. VERÐUR hægt að segja FYRIR UM NÆSTA GOS? Ef unnt á að vera að segja fyrir um eldgos í tiltekinni eldstöð þarf að liggja fyrir vitneskja um hegðun hennar í tengslum við fyrri gos. Katla hefur gosið tuttugu sinnum síðan land byggðist (Guðrún Larsen 2000). Jarðskjálftar fundust í Mýrdalnum á undan nokkrum síðustu gosunum, en aðeins fáeinum klukkustundum á undan. Þessir skjálftar voru væntan- lega aðeins þeir stærstu í hrinu sem að líkindum byrjaði talsvert fyrr. Það er því von til þess að mælar sýni lengri aðdraganda nú. Ef tilgátan um gúlamyndun við Goðabungu er rétt verður að telja lík- legt að framvinda frekari umbrota verði með nokkuð öðrum hætti nú en í fyrri gosum Kötlu á sögulegum tíma. Gúll sem nálgast yfirborðið hægt er líklegur til að valda auknum jarðhita áður en til stórtíðinda dregur. Smáhlaup og sprengingar gætu fylgt slíkum jarðhita. Katla er stórvirk eldstöð eins og sjá má á hraunum og söndum umhverf- is hana sem allt er hennar verk. Með slíkan nágranna er full þörf ýtrustu aðgætni við skipulag byggðar. Gæta þarf að því að hegðun eldstöðvarinn- ar getur breyst, landslag getur breyst, hraun og jökulhlaup geta fundið sér nýja farvegi. Fyrri reynsla gefur ekki einhlíta forskrift að því hvernig næsta gos muni haga sér. Fram til þessa hefur einungis lítið rnagn kviku safnast undir Kötluöskjunni. Jarðskjálftavirkni heldur þó áfram og kvikusöfnunin virðist vera stöðug. Þessi lífsmörk eldstöðvarinnar verð- ur að taka alvarlega í ljósi fyrri um- brota á svæðinu. SUMMARY Increasing magma pressure under Katla The present agitated state of the Katla volcano is expressed in three types of phenomena commonly observed prior to emptions: • Increased geothermal activity foll- owing the small, volcanically ind- uced jökulhlaup in July 1999. • lncreased seismicity since the autumn of 2001. This increase is mainly concentrated under Goða- bunga, west of the main caldera of Katla. • Inflation of the caldera region seems to have begun in 1999. Geodetic methods such as GPS and tilt measurements are used to follow the magma movements under the Katla vol- cano. Two continuously recording GPS stations close to the southem edge of the ice cap are used with network measurem- ents, now concentrated on the two GPS points on nunataks in the Mýrdalsjökull ice cap, Enta and Austmannsbunga. Four tilt stations are also situated around the ice cap and are measured annually. The horizontal component of the GPS dis- placement shows an outward radial patt- em, originating from the northem part of the sub-glacial caldera. All the GPS points show uplift between the 2000 and 2003 surveys. The continuous GPS stations show a southward displacement compo- nent in addition to background plate movements. Using the displacement vect- ors in a forward grid search for the best- fitting Mogi point source, suggests a cen- tre of inflation in the northem part of the caldera at 4.9 km depth. At this stage, with this amount of uplift, the expected tilt at stations outside the ice cap is very small. The rate of uplift at the Austmannsbunga GPS point increased markedly between the 1993-2000 measurements and the 2000-2003 measurements, from a few mm per year to about 2 cm per year. Back-trac- ing the 2000-2003 time series of the vert- ical uplift of the Austmannsbunga point suggests a start of the inflation in the ear- ly spring of 1999. This, together with the July 1999 jökulhlaup at Sólheimajökull, may be taken as the first signs that magma started to accumulate beneath Katla. The cumulative uplift of the Austmannsbunga point since 1993 is 7.2 cm. With the loca- tion of the Mogi point fixed at 4.9 km depth, this corresponds to an uplift of 12 cm directly above it. A sub-surface magma volume increase of 0.019 km3 is implied. Even though the 1999-2003 in- flation is only small so far, it indicates incr- eased magma accumulation in the roots of 85
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.