Náttúrufræðingurinn - 2003, Síða 53
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
Elena Guijarro Garcia og Guðrún G. Þórarinsdóttir
ÁSETA UNGRA SKELJA Á
SÖFNURUM I' EYJAFIRÐI
Fylgst var með árstíðabundinni ásetu ungra skelja á söfnurum í Eyjafirði
frá mars 1998 til janúar 2000. Söfnurunum var komið fyrir á 5,10 og 15 m
dýpi. Eftir einn mánuð í sjó var safnari tekinn upp og nýjum komið fyrir í
hans stað. Skeljar sem sest höfðu á safnarana á einum mánuði voru greind-
ar til tegunda eða ættkvísla, fjöldi skelja af hverri tegund talinn og lengd
þeirra mæld. Niðurstöðurnar sýna að ungviði kræklings og rataskeljar er
sviflægt og sest á safnara nær allt árið en í mismiklum mæli og er lengd
þess mismunandi eftir árstímum. Sviflirfur annarra tegunda settust aðeins
á safnara síðla sumars og að hausti og þá mjög smáar.
Flestar skeljar í N-Atlantshafi
hrygna yfirleitt aðeins einu
sinni á ári. Eggin frjóvgast í
sjónum og mynda sviflirfur. Lirfu-
stigið varir mislengi frá einni tegund
til annarrar og einnig innan sömu
tegundar, en það fer eftir umhverfís-
aðstæðum og því hvort lirfurnar
finna æskilegan setstað. í lok svif-
læga tímabilsins myndar lirfan skel,
leitar botns og sest á undirlag
(primary settlement) sem oft eru
þráðlaga þörungar. Margar tegundir
skelja geta losað sig frá setstaðnum,
svifið um í sjónum og sest á nýja
staði (secondary settlement). Þennan
eiginleika hafa ungskeljarnar uns
þær hafa náð ákveðinni Jengd (Bay-
ne 1976).
Kræklingslirfur setjast fyrst þegar
lengd þeirra er um 0,25-0,4 mm en
geta þó losað sig, gerst aftur sviflæg-
ar í sjónum og leitað uppi nýja set-
staði. Þetta getur kræklingurinn
endurtekið þar til hann hefur náð
2-2,5 mm lengd en þá missir hann
þennan hæfileika. Vitað er þó að
stærri skeljar (>2,5 mm) geta losnað
upp frá setstað sínum vegna
ölduróts eða mikilla strauma og rek-
ið uns þær finna nýjan setstað (Seed
og Suchanek 1992).
Ræktun skelja, einkum kræklings,
byggist á því að sjá skeljunum fyrir
hentugum setstöðum í náttúrunni
og er því nauðsynlegt að vita á
hvaða árstímum dýrin hrygna,
hversu lengi sviflæga tímabilið varir
og hvenær hentar að setja út safnara
fyrir lirfurnar svo uppskeran verði
sem mest.
AÐFERÐIR
Lirfusöfnurum var komið fyrir á
sléttum sandbotni á 5, 10 og 15 m
dýpi í Garðsvík í Eyjafirði (65°50'N-
18°10'V) (1. mynd). Pottaskrúbbar
úr einþráða plasti festir á stáltein
voru notaðir sem lirfusafnarar. Þrír
stálteinar voru boltaðir á stein-
2. mynd. Lirfusafnarar. Ljósm. Elena Gui-
jarro Garcia.
1. mynd. Staðsetning lirfusafnara í
Garðsvík í Eyjafirði.
steypta hellu, 30x30x6 cm að stærð.
Tvær hellur (6 safnarar) voru tengd-
ar saman og komið fyrir á hverju
dýpi (2. mynd). Um það bil mánað-
arlega tók kafari sex safnara upp frá
hverju dýpi og kom nýjum fyrir. I
rannsóknarstofu voru safnararnir
skolaðir og öll skeldýr úr þeim
greind til tegunda eða ættkvísla,
þau lengdarmæld og skeljar hverr-
ar tegundar taldar undir víðsjá.
NlÐURSTÖÐUR
Það var breytilegt eftir tegundum og
árstíma hversu margar skeljar sett-
ust á safnarana og hver meðallengd
þeirra var. Fjöldi skelja sem settust í
safnarana mánaðarlega er sýndur á
3. mynd og meðallengd og staðalfrá-
vik skeljanna á 4. mynd.
Alls fundust tólf tegundir skelja
en aðeins sjö þeirra settust á safnar-
ana í einhverjum mæli (3. mynd).
Langmest var af kræklingi (Mytilus
Náttúrufræðingurinn 71 (3-4), bls. 129-133, 2003 129