Náttúrufræðingurinn - 2003, Síða 14
Náttúrufræðingurinn
Oceanos
1. mynd. Heimsmyndin 500 f.Kr. Löndin umlukt svelgnum ógurlega - Oceanos.
mitt annað árþúsundið bættu svo
um betur varðandi hnattræna þekk-
ingu á afstöðu láðs og lagar. Kól-
umbus fann Ameríku, þótt hann í
raun stigi aldrei fæti á land á megin-
landinu þar í álfu né vissi að hann
hefði fundið „nýjan heim". Magellan
sigldi fyrstur umhverfis jörðina þótt
hann reyndar félli fyrir innfæddum
á miðri leið. Þetta minnir á „ferðina
sem aldrei var farin" eftir Sigurð
Nordal (1940,1957). Þessi samlíking
er e.t.v. langsótt og ekki allra að sam-
þykkja. Höfundi þykir það samt
sammerkt með þeim félögum, sögu-
hetju Sigurðar, Luciusi Cæsiliusi
Metellusi, Kólumbusi og Magellan,
að þeir áttu sér sína drauma og
stefnumið, sem öll skiluðu árangri
án þess þó að þeir sjálfir næðu bók-
staflega og beinlínis á leiðarenda.
Það er svo ekki fyrr en á tuttug-
ustu öldinni að hnattræn afstaða
láðs og lagar á jörðinni telst nánast
að fullu kunn, þekking sem byggist
ekki á siglingum og landkönnun
einum saman heldur á athugunum
frá flugvélum og gervihnöttum.
FUNDUR ÍSLANDS
Landnám Islands tengist siglingum
og landafundum órofa böndum svo
sem alkunna er. I Islandssögu eftir
Þórleif Bjarnason (fyrra hefti, Ríkis-
útgáfa námsbóka) segir m.a. svo frá:
„Vestur í hafi var nýlega fundið land
sem þeir fóstbræður höfðu heyrt tal-
að um. Lék þeim forvitni á að kynn-
ast því. Þeir fóru eins konar rann-
sóknaför og voru hér einn vetur.
Þeim leist vel á landið og ákváðu að
flytjast hingað. I þeirri för skaut
Ingólfur fyrir borð öndvegissúlum
sínum og hét hann því að hann
skyldi búa þar sem guðirnir létu súl-
urnar hans bera að landi [(2. mynd)].
Ingólfur lét þræla sína leita öndveg-
issúlna sinna vestur með landi. A
þriðja sumri fundu þrælar Ingólfs
öndvegissúlur hans í vík einni á
norðanverðu Seltjarnarnesi. Þar
reisti Ingólfur sér bæ og nefndi stað-
inn Reykjavík."
Ingólfur var þannig ekki aðeins
fyrsti landnámsmaður fslands held-
ur og fyrsti haffræðingur landsins.
Skemmtilegt er það í sögu Þórleifs
að umtal og forvitni ræður ferðum
þeirra fóstbræðra út á hafið, þeir fara
í rannsóknaferð eins og landkönn-
uðir þótt ill örlög séu á undan geng-
in eða landflótti. Þetta er saga land-
könnuða og landnema fyrr og síðar.
Hvort sem einstök atriði sögunnar
eru sönn eða skálduð, þá er víst að
miklir þjóðflutningar voru út til Is-
lands um 900 árum frá upphafi tíma-
tals kristinna manna. Ingólfur var í
sögunum ekki einn um að láta goðin
ráða sér heilla í nýju landi. Það gerðu
margir aðrir landnámsmenn eins og
skýrt er frá í bókinni Hafið eftir fyrsta
íslenska nútímahaffræðinginn, Unn-
stein Stefánsson (1961, 1999). Unn-
steini þykir sýnt að landnámsmenn
hafi í aðalatriðum þekkt hafstrauma
við Suður- og Vesturland og verður
það ekki rengt.
Margir staðir á ströndum íslands
eru kenndir við einhvers konar reka.
Örnefni kennd við stokka, súlur,
kefli og bolunga vísa beinlínis til trjá-
stofna eða rekaviðar frá öðrum lönd-
urn, eins og Síberíu og Vesturheimi.
Einnig má nefna lausnarsteina, sem
eru trjáaldin frá Vesturheimi og
þjóðtrúin gæddi sérstökum mætti
við m.a. barnsfæðingar. Rekinn,
staðarnöfnin og þekking á haf-
straumunum við landið hafa síðan
e.t.v. orðið tilefni söguritunar um
öndvegissúlur nafnkunnra höfð-
ingja á landnámsöld. I seinni tíð bár-
ust t.d. einnig fyrir vindi og straumi
brotin skip og sjórekin lík, frá sjó-
slysum út af Suðvesturlandi, fyrir
Garðskaga inn á Faxaflóa og upp á
Mýrar í Borgarfirði eins og súlur
Ingólfs og kista Kveldúlfs forðum
daga. Það er í góðu samræmi við
hafstrauma á slóðinni. Hér skal geta
þess að mikinn fróðleik um rekavið,
rekastrandir og rekajarðir er að finna
í öndvegisritinu íslenskir sjávarhættir
(1. bd., 1980) eftir dr. Lúðvík Kristj-
ánsson sagnfræðing.
2. mynd. Landnámsmaður með öndvegis-
súlur á ellefu hundruð ára afmæli land-
náms Ingólfs (1974) um borð i r.s. Bjarna
Sæmundssyni. Ljósm. Sv.A.M.
90