Náttúrufræðingurinn - 2003, Síða 5
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
Mýrdalsjökull
®Enta
A t
Austmanns-
Entu-
jökull
lmnragarðar
Kötlu-
jökull
■'£> Síílhbimahciði
Sólheima
Isandur
Mýrdalssandur,
Jan.-sept. 2003
M 1 2 3 4 i
OOO I
I I
19.0°V
19.5 V
63.8 N
63.7 N
63.5 N
5IL
GPS
20 km
1. mynd. Yfirlitskort af Kötlusvæðitm. Sýndir eru skjálftamælar (þríhyrningar), fastar GPS-stöðvar (grænir ferningar) fyrir samfelld-
ar mælingar, öskjur (broddlínur) og upptök skjálfta (rauðir hringir) stærri en 1,5 á tímabilinu janúar-september 2003. - Index map
of the Katla region in S-Iceland. Triangles show the location of seismographs, green squares stations of continuous GPS-measurem-
ents, and red circles epicentres of earthquakes of magnitude larger than 1.5 in the period January-September 2003.
10 km í þvermál og 600-700 m djúp
(Kristján Sæmundsson 1982, Helgi
Björnsson o.fl. 2000) (1. og 2. mynd).
Ekki er vitað hvenær hún varð til en
að líkindum hefur það gerst í fyrri
hamfaragosum, þegar mikil kvika
hefur horfið úr kvikuhólfi undir eld-
stöðinni.
Mikill hluti af gosefnum Kötlu er
basalt, FeTi-basalt sem svo er nefnt
vegna hás hlutfalls járns (Fe) og tít-
ans (Ti) í því (Sveinn Jakobsson
1979). Þetta er einkenni gosefna í
framsæknum rekbeltum á hafsbotni.
Það eru rekbelti sem eru að lengjast í
annan endann, sækja fram, venju-
lega á kostnað annars rekbeltis í ná-
grenninu. I Kötlu finnst einnig um-
talsvert magn af súrum bergtegund-
um, t.d. í Kötlukollum, Austmanns-
bungu, Entu og Gvendarfelli (Hauk-
ur Jóhannesson o.fl. 1982). Þessir
staðir hafa á sér yfirbragð gúla. Slík-
ar myndanir verða gjarnan til í gúla-
gosum en þá kemur kvikan upp í
næstum föstu formi og myndar fjall
yfir gosstaðnum án þess að renna
burtu. Hér á landi er súrt berg talið
myndað að mestu við uppbræðslu á
basalti í jarðskorpunni (Kristján Jón-
asson 1994). Sumar megineldstöðvar
hafa myndað súra gúla umhverfis
öskjur sínar og eru Krafla og Katla
skýrustu dæmin um þetta.
Katla er ein þriggja eldstöðva á ís-
landi sem gjósa oftast. Hinar eru
Hekla og Grímsvötn. Þessar eld-
stöðvar eru allar stórvirkar og á há-
tindi ferils síns. Spurningin er því
ekki hvort Katla gýs, heldur hvenær
það gerist næst og hvort hægt verð-
ur að segja fyrir um þau umbrot.
Flest gos Kötlu eiga sér stað undir
þykkum ís. Þannig fer stór hluti
orkunnar í að bræða jökulinn. Vatn-
ið leitar undan jöklinum í gríðarleg-
um jökulhlaupum. Flest jökulhlaup
frá Kötlu á sögulegum tíma hafa
komið undan Kötlujökli og hlaupið
fram á Mýrdalssand. Aðeins þrisvar
hafa hlaup einnig komið undan Sól-
heimajökli (1357, 1755 og 1860).
Þekkt eru forsöguleg hlaup sem hafa
komið undan Entujökli og farið nið-
ur Markarfljót (Hreinn Haraldsson
1981). Síðasta stórgos varð 1918 og
fylgdi því hlaup niður Múlakvísl og
aðrar ár á Mýrdalssandi. Minna flóð
kom fram undan Kötlujökli 1955 og
skolaði burt brúnni yfir Múlakvísl.
Þetta hlaup orsakaðist líklega af litlu
gosi undir jöklinum sem ekki náði
að bræða sig upp í gegnum hann.
81