Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1997, Side 12

Náttúrufræðingurinn - 1997, Side 12
2. mynd. Kmifluga t.v. og kvenfluga t.h. Takið eftir mun á lögun afturbols. — Drawings of male (to the left) and female (to the right) yellow dungflies. Teiknari/Drawing: Eggert Pétursson. kúadellur reyndist vera mestur fljótlega (20—40 mínútum) eftir að kýrnar skitu. Að jafnaði tók 140 mínútur fyrir karlflugu að ná sér í maka, 36 mínútur að makast og 16 mínútur að verja kvenfluguna á meðan hún verpti (Parker 1970b). Karlarnir leita að kvenflugu bæði á dellunum og í kringum þær. Þeir bíða ýmist átekta eða ganga, hlaupa eða tljúga um. Þeir snerta og fara upp á aðra karla og kvendýr eins og til að athuga um hvort kynið er að ræða og þeir ráðast einnig á pör (Parker 1970c). Sumar flugurnar eru vanþroskaðar að því leyti að þær eru ófrjóar en laðast engu að síður að mykju. Þær eru grænleitar og líta út fyrir að vera kvendýr. Oft má sjá karldýr reyna að makast við slíka einstaklinga (Parker 1969). Samanburður á hegðun karla við kúadellur og langt í burtu frá varpstöðum sýndi að karlarnir eru miklu hreyfanlegri við varpstaðina, að þeir snerta aðra karla mun meira og þeir eyða meiri tíma í að hreinsa framlappirnar (Parker 1974a). Flest karldýrin leita að kvenflugu áveðurs í vindi eða golu. Skýringarinnar á þeirri hegðun er líklega að leita í hegðun kvenflugna. Þær fljúga á móti lyktinni en flestar þeirra lenda ekki á dellunni heldur fijúga aðeins lengra og ganga svo til baka (Parker 1970d). Karlarnir geta því gripið þær utan við delluna (oftast í grasi) eða á henni. Flugurnar makast á dellunni og/eða í grasinu í kring. Karlflugan getur flogið með kvenfluguna á milli. Tiltölulega fleiri pör eru í grasinu þegar þéttleiki er mikill (Parker 1970b). í vindi er meirihluti para hlémegin, sennilega vegna þess að þar er minni hætta á að verða fyrir árás frá stökum karlflugum (Parker 1971). Útreikningar (Parker 1970b) bentu til að dreifing karlflugnanna væri þannig að líkurnar fyrir hvern einstakling á að hitta á kvenflugu væru jafnar á dellunni og í grasinu utan við. Þetta bendir til þess að karlflugumar hafi hæfileika til að meta fjölda keppinauta og velji staði í samræmi við það. Þessi niðurstaða bendir líka til þess að ekki sé um neins konar óðalshegðun að ræða, þar sem sterkir einstaklingar einoka bestu staðina og útiloka aðra, heldur geti allir farið þangað sem þeir vilja (Parker 1974b). Parker sýndi einnig fyrstur manna fram á að hegðun karldýra mótast mjög af þeirri staðreynd að sæðisfrumur lenda oftast í samkeppni um frjóvgun eggja innan kven- dýrsins (Parker 1970e). í skordýrum helst sæðið lifandi í sérstökum sæðishirslum í kvenflugunni þar til hún deyr. Tilraunir á mykjuflugunni leiddu í Ijós að sá sem síðast makast við kvenfluguna áður en hún verpir er faðir 80% afkvæmanna en fyrri 6

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.