Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1997, Qupperneq 16

Náttúrufræðingurinn - 1997, Qupperneq 16
Stærð Paraðir karlar —Stakir karlar Karlar Ijíirri varpstað ■ Kvendýr Dagar 6. mynd. Meðalstœrð karl- og kvendýra við kúadellur frá vorí, 17. apríl, og fram á haust, 17. nóvember, á Wirral, Cheshire, V- England 1979. Sami mœlikvarði á stœrð og á 4. mynd. Pöruð karldýr voru tekin bæði af kúadellum og úr grasinu í kring. Marktœk aukning er í stærð karldýra frá vori og fram í ágúst en síðan verða þeir marktækt minni þegar komið er fram í október. Aberandi er hversu lítil karldýrin sem fundust fjarri kúadellum eru og voru þau alltaf marktœkt minni en hin nema 12. júní. Kvendýrin voru alltaf miklu minni en karldýrin og stœrð þeirra sveiflast mun minna. - Average sa.es in HTL' of (from top to bottom): paired males, single males at pats, single males away from droppings and females on and around cowpats from spring (17 April) till late autumn (17 November) 1979. Size of males increasesd significantly from April till August and dropped in October. The females were always much smaller than the males and their size fiuctuated much less (see Hrefna Sigurjónsdóttir 1980). Stórar kvenflugur eiga fleiri egg (Parker 1970d) svo vænta má að náttúruval fyrir stórum dætrum sé að verki. Simmons og Ward (1991) álykta sem svo að kynval fyrir aukinni líkamsstærð meðal karldýra sé sterkara en náttúruval fyrir aukinni stærð kvendýra. Enginn vafi er á því að umhverfisáhrif, sérstaklega þéttleiki lirfa og þar með samkeppni um fæðu, ráða miklu um stærð flugnanna. Þó misjafnt sé hversu mikið er verpt í einstakar kúadellur (mykjan virðist hafa mismikið aðdráttarafl) er ekkert sem bendir til að kvenflugur velji varpstaði m.t.t. þéttleika annarra kvenflugna. Það er mín skoðun að stærðarbreytileiki hjá mykjuflugunni skýrist að mjög litlu leyti af erfðum og eru Simmons og Ward (1991) sama sinnis. ÁRSTÍÐABUNDNAR SVEIFLUR í STÆRD Haustið 1978 og árið 1979 safnaði ég ílugum í Englandi af kúadellum, í grasinu í kringum þær og í limgerði og grasi þó nokkuð fjarri kúnum. A Islandi var ílugum safnað reglulega frá vori og fram á haust 1981. Niðurstöður frá Englandi (6. mynd) sýndu að stærð karlflugna er mest seinni hluta sumars en minnkar síðla hausts (Hrefna Sigurjónsdóttir 1980). Á íslandi eru flugur sem finnast síðla sumars að jafnaði stærri en þær sem eru á kreiki fyrr um sumarið (7. mynd) (Hrefna Sigur- jónsdóttir og Sigurður Snorrason 1995). 10
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.