Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1997, Page 19

Náttúrufræðingurinn - 1997, Page 19
Leitunartími (sek.) 8. mynd. Myndin sýnir niðurstöður á mœlingum viðverutíma 64 karldýra sem komu að kúadellu í leit að maka en án árangurs og flugu í burtu. - Distribution of staytimes of 64 searching males. Measurements made at Lammi, Biological Station in Finland 1992. No significant dijference was found betw’een large and small males ( t= 1.45, p = 0.152). styður það fyrri niðurstöður að stóru karldýrin séu jafn líkleg til að leita að maka og þau litlu, á ferskum jafnt sem eldri dellum (Hrefna Sigurjónsdóttir og Sigurður Snorrason 1995). Sú hugmynd Parkers (1970b) að karldýrin komi á varpstaði óhindruð og fari þegar þau vilja virðist því vera rétt (Parker og Maynard Smith 1987) en annað mál er það hvar þau leita mest - í grasinu eða á dellunni. Þéttleiki hefur áhrif á hegðun karldýr- anna að ýmsu leyti. Niðurstöður tengsla- prófana sýna að þau dvelja lengur við hvern varpstað (kúadellu) eftir því sem þéttleikinn er meiri *, eru hlutfallslega lengur á dellunni miðað við grasið þegar þéttleikinn eykst1 2, hreyfa sig meira3 og snertast meira4. Ekki reyndist vera munur á hegðun lítilla og stórra karla nema að tvennu leyti. 1 Kendall próf: Z = 2,42, p = 0,001 2Z = 3,22, p = 0,015 3Z = 2,43, p = 0,015 4Z = 3,56, p<0,001 í fyrsta lagi eyddu stóru karlarnir mark- tækt meiri tíma á dellunni en þeir litlu5 og rímar sú niðurstaða vel við það sem áður var sagt um meðalstærð stakra karldýra á dellum og í grasi. I öðru lagi var munur á áhrifum aukins þéttleika á hegðun lítilla og stórra karldýra þegar skoðað er hversu mikið þau fara um leitarsvæðið (dellunni var skipt í 4 svæði og grasinu í kring í 3 belti). Stóru karlarnir eru marktækt meira á ferðinni þegar þéttleikinn eykst6 en þeir litlu ekki7. Að öðru leyti er hegðun þeirra litlu og stóru mjög svipuð, t.d. er ekki marktækur munur8 á því hversu mikil bein samskipti þeir hafa (snertast eða fara hver upp á annan) eða hreyfa sig (hoppa upp, ganga, fljúga) stuttar vegalengdir9. Borgia (1980) rannsakaði hegðun karlflugna í stofni þegar þéttleikinn var mjög lítill og 't =2,66, p = 0,010 6Aðhvarfsgreining: F = 6,366, p = 0,018 7F = 0,023, p = 0,881 8t= 1,215, p = 0,232 lJt = 4,94, p = 0,623 13

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.