Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1997, Page 30

Náttúrufræðingurinn - 1997, Page 30
3. mynd. Seyðishólar í Grímsnesi. Gjallgígar og önnur eldvörp eru aðalsmerki eldfjallalands - og hentugar malarnámur. Ljósm. Ragnar Frank Kristjánsson. að segja eins og er að flestum vefst tunga um tönn þegar á að útskýra það í stuttu máli, sem er e.t.v. ástæðan fyrir því að svo mikil samstaða náðist um það sem markmið á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Fidel Castro og Margaret Thatcher gátu verið sammála um að við þyrftum að stefna að sjálfbærri þróun. Skilgreiningin á sjálf- bærri þróun er eitthvað á þá lund að við eigum ekki að ofnýta gæði jarðar - hvort sem það eru náttúruauðlindir, hreint vatn eða loft - þannig að við eyðileggjum möguleika komandi kynslóða á því að nýta þessi gæði. Sjálfbær þróun fjallar því ekki fyrst og fremst um hvernig við eigum að vernda önnur gildi en þau sem metin eru til silfurs og seðla, heldur þvert á móti, hvernig við eigum að ná sem mestum verðmætum út úr viðskiptum okkar við hið náttúrulega umhverfi, þegar litið er til langs tíma. Það eru ýmsar ástæður fyrir því að hug- myndafræði sjálfbærrar þróunar hefur orðið grundvöllur umhverfisstefnu ríkisstjórna og alþjóðastofnana, en ein þeirra er það sem mætti kalla sögulegar sættir hagfræði og umhverfisverndarstefnu. Umhverfismál hafa löngum verið talin falla utan vettvangs hagfræðinnar, þar sem ekki sé hægt að setja verðmiða á þau gildi sem umhverfisvernd berst fyrir, t.d. Rauðhólana eða tilvist geirfuglsins. A síðustu árum hefur umhverfishagfræði hins vegar vaxið mjög fiskur um hrygg og hagfræðingar sitja nú víða með sveittan skallann að reikna út hagstærðir í um- hverfismálunt, s.s. verðmætarýrnun vegna jarðvegseyðingar eða hver kostnaðurinn er af loftmengun, þar sem er reynt að taka með heilsugæslukostnað og t.d. að spyrja fólk hvað það sé tilbúið að borga mikið fyrir tærara Ioft og betra útsýni. Það er athyglisvert að í sáttmálanum um líffræði- lega fjölbreytni, sem samþykktur var í Rio, er að mestu sneitt hjá hástemmdu orðalagi um að lífríkið sé sameign jarðarbúa og að við berum öll ábyrgð á varðveislu þess. Þvert á móti er eignarréttur þjóðríkja yfir lífauðlindum sínum viðurkenndur og reynt að setja verðmiða á þær til að tryggja að 24

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.