Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1997, Qupperneq 30

Náttúrufræðingurinn - 1997, Qupperneq 30
3. mynd. Seyðishólar í Grímsnesi. Gjallgígar og önnur eldvörp eru aðalsmerki eldfjallalands - og hentugar malarnámur. Ljósm. Ragnar Frank Kristjánsson. að segja eins og er að flestum vefst tunga um tönn þegar á að útskýra það í stuttu máli, sem er e.t.v. ástæðan fyrir því að svo mikil samstaða náðist um það sem markmið á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Fidel Castro og Margaret Thatcher gátu verið sammála um að við þyrftum að stefna að sjálfbærri þróun. Skilgreiningin á sjálf- bærri þróun er eitthvað á þá lund að við eigum ekki að ofnýta gæði jarðar - hvort sem það eru náttúruauðlindir, hreint vatn eða loft - þannig að við eyðileggjum möguleika komandi kynslóða á því að nýta þessi gæði. Sjálfbær þróun fjallar því ekki fyrst og fremst um hvernig við eigum að vernda önnur gildi en þau sem metin eru til silfurs og seðla, heldur þvert á móti, hvernig við eigum að ná sem mestum verðmætum út úr viðskiptum okkar við hið náttúrulega umhverfi, þegar litið er til langs tíma. Það eru ýmsar ástæður fyrir því að hug- myndafræði sjálfbærrar þróunar hefur orðið grundvöllur umhverfisstefnu ríkisstjórna og alþjóðastofnana, en ein þeirra er það sem mætti kalla sögulegar sættir hagfræði og umhverfisverndarstefnu. Umhverfismál hafa löngum verið talin falla utan vettvangs hagfræðinnar, þar sem ekki sé hægt að setja verðmiða á þau gildi sem umhverfisvernd berst fyrir, t.d. Rauðhólana eða tilvist geirfuglsins. A síðustu árum hefur umhverfishagfræði hins vegar vaxið mjög fiskur um hrygg og hagfræðingar sitja nú víða með sveittan skallann að reikna út hagstærðir í um- hverfismálunt, s.s. verðmætarýrnun vegna jarðvegseyðingar eða hver kostnaðurinn er af loftmengun, þar sem er reynt að taka með heilsugæslukostnað og t.d. að spyrja fólk hvað það sé tilbúið að borga mikið fyrir tærara Ioft og betra útsýni. Það er athyglisvert að í sáttmálanum um líffræði- lega fjölbreytni, sem samþykktur var í Rio, er að mestu sneitt hjá hástemmdu orðalagi um að lífríkið sé sameign jarðarbúa og að við berum öll ábyrgð á varðveislu þess. Þvert á móti er eignarréttur þjóðríkja yfir lífauðlindum sínum viðurkenndur og reynt að setja verðmiða á þær til að tryggja að 24
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.